Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1994, Blaðsíða 44

Læknablaðið - 15.04.1994, Blaðsíða 44
166 LÆKNABLAÐIÐ tímasetningu sýnatöku á beiðni og við komu á rannsóknastofuna skal hún tímastimpluð "samstundis” með stimpilklukku. Þess er ekki getið í greininni hvort tilraun var gerð til að meta þennan þátt eða hvort munur var á flutningstíma til þeirra staða þar sem smásjárskoðun eða ræktun fóru fram. Þess er heldur ekki getið hvort rannsókn var framkvæmd "samstundis” eftir að sýni bárust til rannsóknastofa eða hvort þau voru kæld. Til glöggvunar má geta þess, að ef í þvagsýni, sem legið hefur í 37° C í 60 mínútur við húð barns, eru þrjár tegundir baktería, 102 í ml af hverri, getur heildarfjöldinn orðið 1,9 xlO4 í ml eftir tvær klukkustundir ef sýnið er ekki kælt. Hér er því um óvissuþátt að ræða sem rýrir verulega gildi greinarinnar. Þrátt fyrir ofannefnda óvissu virðist greiningin þvagfærasýking byggja eingöngu á talningu með ræktun á ástunguþvagi eða þvagleggsþvagi (ekki er getið hve oft hvor aðferðin er notuð). Ef upplýsingar sem fram koma í greininni eru skoðaðar, má efast um að sú greining sé rétt í öllum tilvikum. I því sambandi má benda á að fjórir sjúklinganna hafa ekki hvít blóðkorn í þvagi og fleiri en ein bakteríutegund ræktaðist úr þvagi þriggja sjúklinga, en það er óvenjulegt eins og höfundar benda réttilega á sjálfir í umræðu og reyndar ólíklegt. Þess er getið að einn sjúklinganna hafi ekki haft einkenni um þvagfærasýkingu. Tekið er fram að hinir sex hafi haft einkenni en ekkert er sagt um hver þau voru eða hvort reynt hafi verið að kanna hvort einkennin stöfuðu af einhverju öðru en þvagfærasýkingu. Ekkert er getið um niðurstöður úr öðrum rannsóknum svo sem blóðrannsóknum og ekki er þess getið hvort þvagrannsóknir hafi verið endurteknar. í töflu III eru birtar niðurstöður úr útreikningum á næmi, sértæki og spágildum. Aðeins eru tilgreindar hundraðstölur en ekki þær tölur sem lagðar eru til grundvallar útreikningum. Með hliðsjón af þessu og því sem sagt var hér að ofan verður að telja að ekki hafi verið nægilega vel sýnt fram á að þessir útreikningar séu réttir. Þegar kemur að umræðunni gerast höfundar mjög djarfir. Þeir fullyrða að neikvæð ræktun á pokaþvagi hafi gott forspárgildi um að sjúklingur hafi ekki þvagfærasýkingu. Erfitt er að sjá á hverju sú fullyrðing byggir því rannsókn á pokaþvagi virðist hafa verið eina rannsóknin sem gerð var á hluta þeirra sjúklinga (eða öllum 63) sem minna en 103 bakteríur úr pokaþvagi ræktuðust hjá. Samkvæmt aðferðarlýsingunni var hvorki gerð ástunga né þvag tekið með legg hjá þessurn sjúklingum. Fleiri fullyrðingar má finna í umræðunni sem benda til óskýrrar hugsunar eða óvandvirkni, svo sem: ”Ef eimmgis hefðu verið valin börn með einkenni um þvagfœrasýkingu má hins vegar búast við, að mengunin hefði orðið eitthvað minni. ” Undir lok greinarinnar koma höfundar með fullyrðingar um að börn hafi verið rannsökuð að óþörfu á Barnaspítala Hringsins. Þetta eru órökstuddar fullyrðingar og aðeins vitnað í óbirtar niðurstöður höfunda sjálfra. Að mínum dómi ber ritstjórum Læknablaðsins að koma í veg fyrir að alvarlegar ásakanir af þessu tagi séu birtar í blaðinu án rökstuðnings. Rétt er að fram komi að bréf þetta er skrifað með hálfum huga. Það er illt að beita óvæginni gagnrýni gegn þeim aðilum sem af dugnaði og atorku reyna að rannsaka og meta viðteknar rannsóknaraðferðir, sem virðast misnotaðar eða mistúlkaðar. Hér er ekki dregið í efa að meginboðskapur greinarinnar sé réttur. Hann er að mestu í samræmi við niðurstöður annarra rannsókna eins og fram kemur í greininni og ekkert í henni bendir til hins gagnstæða. Gallinn er sá að þær niðurstöður og upplýsingar sem fram korna í greininni leyfa ekki að dregnar séu af þeim þær ályktanir sem höfundar gera. Nú er mögulegt að höfundar hafi svör við þeim spurningum sem vakna við lestur greinarinnar. Ef svo er, eykst ábyrgð ritstjóra blaðsins, sem aldrei hefðu átt að leyfa birtingu greinarinnar í því formi sem hún er. Ólafur Steingrímsson yfirlœknir, sýklarannsóknadeild Landspítalans

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.