Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1994, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 15.04.1994, Blaðsíða 6
128 LÆKNABLAÐIÐ áhrif meðferðar með collóídal bismút subcítrat (De-Nol, Brocades Pharma) ásamt lyfleysu (CBS+L) eða með metrónídasól (CBS+M) hjá sjúklingum með meltingarónot og H. pylori sýkingu. Kannað var hvaða áhrif meðferðin hafði til upprætingar á H. pylori eða á einkennin. Síðast en ekki síst voru athuguð áhrif upprætingar á H. pylori á einkenni sjúklinga með meltingarónot í 22 vikur eftir meðferð. SJÚKLINGAR OG AÐFERÐIR Allir sjúklingar á aldrinum 18-70 ára nteð viðvarandi meltingarónot, sem höfðu varað í að minnsta kosti fjórar vikur, voru taldir hæfir í rannsóknina. Önnur skilyrði voru almennt gott heilsufar og sérstaklega engin saga um aðra meltingarsjúkdóma eða aðgerðir. Sjúklingarnir voru valdir úr hópi sjúklinga, sem annað hvort leituðu sjálfir til meltingarsérfræðinga á stofu eða var vísað til sérfræðings af öðrum læknum. Magaspeglun var gerð hjá öllum við upphaf rannsóknar til að útiloka sár í maga eða skeifugöm eða æxli. Fjögur magasýni voru tekin innan 5 cm ffá portverði (pylorus) og athuguð með tilliti til H. pylori sýkingar með Quick ureasa (CLO) prófi (Tri Med Specialities Inc. U.S.). Einnig voru sýni send í ræktun á blóð agar og Skirrows æti og vefjasneiðar skoðaðar með Warthin Stairy litun. Stofnarnir vom geymdir við -70°C og næmi fyrir metrónídasól prófað við lok rannsóknarinnar. Hammörk (MIC) voru könnuð með agarþynningu í þéttninni frá 4 /ig/ml til 64 //g/ml. Eingöngu vom taldir hæfir í rannsóknina sjúklingar sem höfðu jákvæða ræktun eða vefjaskoðun hvað varðar H. pylori og jákvætt CLO eða Jatrox próf. Ómskoðun var gerð þar sem ástæða þótti til að útiloka sjúkdóma í gallblöðru eða briskirtli. I byrjun rannsóknar voru þau einkenni sem sjúklingar töldu mest áberandi (eitt til þrjú einkenni) skráð. Hvert einkenni var skráð á þriggja punkta kvarða, það er engin einkenni, betri eða óbreytt/verri. Sjúklingurinn skráði einkennin daglega meðan á meðferð stóð en vikulega eftir það. Framkvæmd rannsóknarinnar var þannig: I upphafi var tekin sjúkrasaga, magaspeglun framkvæmd og sýni tekin. Ef ureasa próf var jákvætt og skilyrði að öðru leyti uppfyllt var sjúklingurinn tekinn inn í rannsóknina og afhent dagbók. Sjúklingarnir fengu síðan í tilviljanaröð CBS 240 mg tvisvar á dag í fjórar vikur ásamt lyfleysu þrisvar á dag í 10 daga eða CBS 240 ntg tvisvar á dag í fjórar vikur og metrónídasól 400 mg þrisvar á dag í 10 daga. Eftir fjórar vikur komu sjúklingar aftur og afhentu dagbækur og það sem eftir var af lyfjunum. Sjúklingar sem höfðu tekið innan við 90% af lyfjunum voru flokkaðir sem óhæfir í rannsóknina. Þriðja heimsókn var eftir 12 vikur þegar sjúklingar afhentu dagbækur og fóru í magaspeglun og sýnatöku eins og við upphaf rannsóknar. Fjórða heimsókn var í 26. viku og var þá framkvæmd sams konar skoðun. Þeir sjúklingar sem voru H. pylori jákvæðir við 12 vikna skoðun voru þó ekki magaspeglaðir. Sjúklingarnir voru beðnir um að taka ekki magalyf meðan á rannsókninni stóð, það er að segja frá fjórðu og fram til 26. viku. Sjúklingar sem tóku engu að síður H^ blokka, ómeprasól, súkralfat eða mísóprostól voru flokkaðir sem verri. Kí rótar (X2) próf með Yates leiðréttingu og nákvæmt Fishers próf var notað við staðtölulegan samanburð. P gildi innan 0,05 voru talin marktæk. NIÐURSTÖÐUR Af 69 sjúklingum sem upprunalega voru teknir inn í rannsóknina reyndist einn vera H. pylori neikvæður við ræktun og vefjaskoðun og var þess vegna ekki tekinn með í úrvinnslu. I hvorum hópi voru því 34 sjúklingar sem voru sambærilegir hvað snertir aldur, kyn, einkenni, tímalengd einkenna og reykingar (tafla I). Þrjátíu og tveir sjúklingar luku meðferð með CBS+M, tveir hættu vegna aukaverkana og tveir voru ekki teknir með Tablc 1. Patient characterístics. CBS+M CBS+P Number of patients 30 32 Age (mean, range) 50 (28-70) 43 (22-65) Male/female 11/19 13/19 Duration of present history (weeks) 24 29 Mairi symptom: Epigastric pain, day 22 26 Epigastric pain, night 2 0 Nausea 1 1 Vomiting 0 0 Heartburn 2 1 Upper abdominal discomfort 2 2 Excessive fiatulence 1 2 Other 0 0

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.