Læknablaðið - 15.04.1994, Blaðsíða 16
138
LÆKNABLAÐIÐ
Fig. 6. Opíic atrophy. Pale optic disc and attenuated
retinal vessels. Left eye, patient 6.
truflaðri litasjón og í verstu tilfellum
blindu. Taugaþræðir í sjóntaug hrörna og
þvermál hennar minnkar (mynd 6). Sjóntaug
rýrnar í kjölfar útbreiddrar sjónubólgu
(sjúklingur 1) og hugsanlegt er að hún
rýrni vegna útbreiddra blóðþurrðarsvæða í
sjónunni, sem orsakast af æðasjúkdómum í
augnbotni. Greinilega eru þó fleiri orsakir
fyrir sjóntaugarrýrnun (10,12,13). Getum
er að því leitt að HlV-sýking sjóntaugar
geti orsakað rýrnun hennar. Þannig varð
sjúklingur 6 blindur vegna sjóntaugarrýrnunar
en aldrei sáust nein merki um sjónubólgu eða
fífubletti í augnbotnum hans. Lyfjameðferð
með ganciclovir og foscarnet skilaði heldur
engum mælanlegum árangri. Þess má
geta að pólýómaveirusýking (Progressive
Multifocal Leukoencephalopathy) getur valdið
sjóntaugarrýrnun.
Trufluð starfsemi sjóntaugar er ekki alltaf
óafturkræf. Hjá tveimur sjúklingum (1 og 2)
versnaði sjón tímabundið. Líkist þetta nokkuð
sjóntaugarbilun þeirri sem nýlega var lýst hjá
tveimur HlV-jákvæðum sjúklingum (14).
Blinda: Tveir sjúklingar voru blindir í tvo og
hálfan og átta mánuði og einn sjúklingur var
verulega sjóndapur í níu mánuði (tafla III).
Það er mikil fötlun fyrir sjúklinga sem þegar
eru alvarlega veikir. Samkvæmt rannsókn í
Bandaríkjunum (15) er blinda eða ótti við
blindu talin algengasta orsök sjálfsvíga meðal
alnæmissjúklinga.
Blinda er líka álag á læknisþjónustu, hjúkrun
og aðstandendur, ekki síst ef lífshorfur
sjúklinga aukast með betri meðferð.
Tíðni allra augnfylgikvilla alnæmis vex
eftir því sem sjúklingar lifa lengur verulega
ónæmisbældir (6). Því eru horfur á að
augnfylgikvillar sjúkdómsins verði vaxandi
vandamál meðal alnæmissjúklinga eftir því
sem meðferð við öðrum fylgikvillum og HIV-
sýkingunni sjálfri verður betri.
Greining: Mikilvægt er að augniæknar
greini augnsjúkdónta í alnæmi. Við teljum
að kembileit í augum HlV-smitaðra komi ekki
að gagni heldur skuli vísa þeim til augnlækna
þegar einkenni um augnsjúkdóma koma fram.
Mestu máli skiptir að læknar sem sinna HIV-
smituðum séu á varðbergi gagnvart truflaðri
sjón sjúklinganna.
SUMMARY
Ocular complications of acquired immunodeficiency
syndrome are common and often very serious.
We studied the incidence of ocuiar complications
of AIDS in Iceland, patients visual handicap
and survival after developement of ocular
complications. We made a retrospective study of
hospital files and fundus photographs of AIDS
patients who were examined at the Department
of Ophthalmology St. Joseph's Hospital prior to
september 30th 1993.
As of september 30th 1993, 81 Icelanders were
known to be HlV-infected and 29 of those
Table 111. Low vision and blindness in AIDS patients.
Patients’ number Low vision Duration Blindness Duration
1 yes# 2 weeks yes 2.5 months
2 yes# 2 weeks no -
3 yes 9 months no -
4 no - no -
5 no - no -
6 yes 3 months yes 8 months
7 no - no -
8 no - no -
9 no - no -
Low vision (better eye <6/18) and blindness (better eye <3/60) are according to WHO classifications.
Duration of blindness is until death or september 30th 1993.
# Loss of vision with remission.