Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1994, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 15.04.1994, Blaðsíða 30
152 LÆKNABLAÐIÐ 120 sem þurfti til að uppfylla skilyrðin, en 104 voru teknir inn og þar af aðeins 90 til úrvinnslu. Ennfremur var svörun við lyfleysumeðferð meiri en búist var við. Þetta rýrir heldur gildi rannsóknarinnar, en með 45 og 50 sjúklingum í hvorum hópi og lyfleysusvörun upp á 69% þá er betagildi 0,70 (19). Verkun súkralfats og lyfleysu á einkennin eru þau sömu, 68% og 69%. Lyfleysusvörun í fyrri rannsóknum á meltingarónotum er mjög breytileg, en svörun allt upp í 62% (11) hefur verið tilgreind. Það er ekki vitað hvað ræður lyfleysusvörun í þessum sjúklingahópi, en fróðlegt er að líta á hliðstæður í lyfleysusvörun í meðferð á sárum í maga og skeifugörn sem er á bilinu 40- 60% (20). í þeim sjúklingahópi er neikvæð fylgni milli lyfleysusvörunar og címetidín- svörunar. Talið er að um sé að ræða tvo sjúklingahópa með meltingarsár, annars vegar þá sem gróa fljótt og vel og hins vegar þá sem gróa seint og illa, hvaða meðferð sem gefin er (20). Hlutfall hvors hóps í hverri rannsókn ræðst mjög af þeim tíma sem liðinn er frá því að einkennin koma fyrst fram og þar til sjúklingurinn er tekinn í rannsóknina. Ef langur tími er liðinn frá því einkennin komu fyrst fram hafa flestir þeir sem gróa fljótt og vel læknast, þegar þeir eru metnir til inntöku í rannsóknina, og þá veljast oftast þeir sem gróa seint og illa. Ef sama gildir um sjúklinga með meltingarónot, má skýra mjög liáa lyfleysusvörun í okkar rannsókn út frá mjög háu hlutfalli þeirra sem lagast fljótt og vel í lyfleysuhópnum, sem höfðu aðeins haft einkennin í 3,1 mánuð áður en þeir voru teknir inn í rannsóknina. I rannsókn Kelbæk og fleiri (11), þar sem sýnt var fram á 62% svörun við lyfleysu, höfðu einkenni staðið í þrjá mánuði þegar sjúklingurinn var tekinn inn í rannsóknina. Kairakuoma og fleiri frá Finnlandi hafa gert einu rannsóknina þar sem súkralfat er virkara (77%) en lyfleysa (56%) gegn meltingarónotum (17). Þeir tilgreindu ekki svörun eftir kynferði, en fundu hins vegar að sjúklingar með meðalsvæsin einkenni svöruðu best. Einnig voru fleiri konur í þeirra lyfleysuhópi eins og í okkar rannsókn. Tíminn frá því einkenni komu fyrst fram þar til sjúklingar voru teknir til meðferðar er ekki tilgreindur í finnsku rannsókninni, en eitt af inntökuskilyrðunum er að þau hafi varað í að minnsta kosti þrjá mánuði. I rannsókn okkar voru inntökuskilyrðin þau að einkenni hefðu varað í að minnsta kosti einn mánuð þannig að gera má ráð fyrir töluverðum mun hvað þetta varðar milli þessara tveggja rannsókna. Fjöldamargar aðrar ástæður geta skýrt mismunandi niðurstöður í finnsku og íslensku rannsókninni. Lengd meðferðarinnar var fjórar vikur í finnsku rannsókninni en þrjár vikur í þeirri íslensku. Hér er ennfremur um mismunandi þjóðir að ræða sem geta gefið mismunandi lyfleysusvörun og einnig haft mismunandi bólgur í maga sem ekki greinast við venjulega magaspeglun. Til eru rannsóknir sem benda til meira algengis á magabólgum og meiri útbreiðslu á Helicobacter pylori sýkingu á íslandi en í Skandinavíu (22,23). Þetta gæti minnkað svörun við súkralfati. I íslensku rannsókninni var tíðni brjóstsviða rétt undir 50% í báðum hópunum. Brjóstsviði var ekki nefndur í finnsku rannsókninni. Ólíklegt er að brjóstsviði hafi minnkað súkralfatsvörunina í okkar rannsókn, þar sem súkralfat er mjög virk meðferð við vélindabólgum (24,25) og tengdum einkennum. Loks má benda á að það eru 30% líkur á villu af gerð II í íslensku rannsókninni. Niðurstöður okkar eru ótvíræðar. Þriggja vikna meðferð á meltingarónotum með súkralfati gefur ekki betri árangur heldur en meðferð nteð lyfleysu. SUMMARY The object of the study was to assess the efficacy of sucralfate in the treatment of non-ulcer dyspepsia (NUD). The diagnosis of NUD was made by exclusion. All patients underwent an upper gastrointestinal endoscopy and abdominal ultrasound and blood tests were done as clinically indicated. Patients with a history of peptic ulcer disease were not included. Symptomatic assessment was done at the beginning and at the end of the study. The patients registered their most prominent dyspeptic symptoms, whether they improved, were unchanged or worse. The study was double blind. Placebo or sucralfate 1 gm. q.i.d. was given for 3 weeks. Over a 2 year period 104 patients were included in the study, 56 received sucralfate and 48 placebo. Nine patients were excluded because of poor compliance or side effects, 6 from the sucralfate group and 3 froni the placebo group. The sucralfate and placebo groups were

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.