Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1994, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 15.04.1994, Blaðsíða 34
156 LÆKNABLAÐIÐ Table I. Epidemiological studies of mental disorders in Iceland. Author Type of study Year of publication J.R. Húbertz (4) Prevalence 1843 Helgi Tómasson (5) Incidence 1938 Tómas Helgason (6) Prevalence, incidence 1954 (1983) Tómas Helgason (7) Disease expectancy 1964 Sigurjón Björnsson (8) Prevalence 1974 Lárus Helgason (9) Incidence 1977 Tómas Helgason (10) Prevalence 1978 Hallgrímur Magnússon (11) . Incidence, prevalence 1989 Jón G. Stefánsson (13) Lifetime prevalence 1991 Table II. "Idioter og Afsindige i í Kongriget Danmark med Island saml Als og Ærö efter Tœllingen, begyndt i 1839 og sluttet i April 1941” (4). Idioter Afsindige Befolkn. Forhold t. Md. Kv. Md. Kv. Total 1840 Befolkn. Danmark med Als og Ærö .. 607 534 588 669 2398 1316485=1:549 Island: Öster og Norder Amt .... 31 26 9 15 81 21263=1:263 Sönder Amt 29 20 6 12 67 20292=1:303 Vester Amt 14 8 6 4 32 14480=1:453 1 hele Island 74 54 21 31 180 56035=1:311 Danm. m. Isl., Als og Ærö .. 681 588 609 700 2578 1372520=1:532 Þversniðsrannsóknir eru notaðar til þess að rannsaka algengi, en langsniðsrannsóknir eru til að rannsaka nýgengi og sjúkdómslíkur. NOTKUNARSVIÐ FARALDSFRÆÐINNAR Morris (3) taldi upp notkunarsvið faraldsfræðinnar: 1) að rannsaka heilsufarssögu þjóða, 2) að greina heilsufarsástand þjóða, 3) að rannsaka starfsemi heilbrigðisþjónustunnar, 4) að áætla líkur einstaklingsins til að fá sjúkdóm eða verða fyrir slysi og líkur hans til að komast hjá slíku, 5) að íinna heilkenni (syndromes) með því að lýsa dreifingu og tengslum sjúkdómseinkenna hjá þjóðinni, 6) að gera sjúkdómsmyndina fyllri, 7) að leita orsaka. Allt þetta miðar að því að afla þekkingar til að draga úr tíðni sjúkdóma og afleiðinga þeirra. Hér á eftir verður fjallað um faraldsfræðilegar rannsóknir á geðsjúkdómunt á Islandi og reynt að taka dæmi sem tengjast þeim rannsóknarsviðum, sem Morris taldi upp. Geðheilbrigðissaga: Tafla I sýnir yfirlit yfir nokkrar stærstu faraldsfræðirannsóknir á geðsjúkdómum og geðheilsu, sem gerðar hafa verið á Islandi. Rúnt 150 ár eru liðin síðan fyrsta faraldsfræðilega rannsóknin á geðsjúkdómum á íslandi birtist. Það var rannsókn sem Hubertz (4) framkvæmdi í danska konungsríkinu þar með talið Island, til þess að vita hversu margir sjúklingar þyrftu á geðsjúkrahúsvist að halda. Tafla II er tekin úr bók Húbertz og sýnir algengið eftir ömtum. Hann bar ísland saman við Danmörku ásamt AIs og Ærö. Eins og sést af töflunni er algengi þroskaheftingar og heildaralgengið mun hærra í öllum ömtum á Islandi en í Danmörku, sérstaklega þó í Austur- og Norðuramtinu. Húbertz gerði sér ljóst, að þennan mun mætti að einhverju leyti rekja til að auðveldara væri að finna sjúklingana í fámenninu á Islandi en í Danmörku. Húbertz skrifaði meðal annars: ”Desuden liar jeg ogsaa lier kunnet tage Hensyn paa Island uden at jeg dog har dristet mig til at drage denne 0 ind under de almindelige Betraktninger over Daarevœsenet, eller

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.