Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1994, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 15.04.1994, Blaðsíða 45
LÆKNABLAÐIÐ 1994: 80: 167-168 167 Þórólfur Guðnason SVAR VIÐ ATHUGASEMD Við þökkum Ólafi Steingrímssyni þann áhuga sem hann sýnir grein okkar Þvagfœrasýkingar hjá bömum-gildi pokaþvags sem birtist í febrúarhefti Læknablaðsins. Gagnrýni Ólafs á grein okkar virðist aðallega beinast að því, að ekki var leitað eftir samstarfi við sýklarannsóknadeild Landspítalans varðandi þessa rannsókn eða hennar (deildarinnar) ekki getið á sérstakan hátt í greininni. Jafnframt lætur hann að því liggja, að við höfum ekki haft leyfi til nota niðurstöður þvagræktana sem rannsókn okkar byggir á. Hann viðurkennir þó í athugasemdum sínum, að læknar hafa rétt til að birta niðurstöður rannsókna á sjúklingum sínum frá opinberum rannsóknastofum. Þetta er einmitt það sem gert var í okkar rannsókn. Sjúklingarnir lágu á Barnaspítala Hringsins vegna ýmissa kvilla en ekki sérstaklega vegna þessarar rannsóknar. Rannsóknir á þvagi þeirra voru í engu frábrugðnar rannsóknum á þvagi annarra sjúklinga á deildinni. Þetta vont því "rútínu ” rannsóknir og niðurstöður þeirra tilheyra Barnaspítala Hringsins. Stór hluti klínískra rannsókna í læknisfræði byggir einmitt á niðurstöðum úr rútínu rannsóknum *)Vegna athugasemda Ólafs Steingrímssonar við grein Þórólfs Guðnasonar, Ólafar Jónsdóttur og Margrétar Hreinsdóttur Þvagfærasýkingar hjá börnum - gildi pokaþvags. og almennt er viðurkennt að slíkar niðurstöður tilheyra ekki einstaka rannsóknarstofum. Því miður verður að segja að Ólafur hefur gjörsamlega misskilið megintilgang rannsóknar okkar sem var að rannsaka gildi pokaþvags eins og það er notað í daglegri klínískri vinnu en ekki við tilbúnar aðstæður sem lítið eiga skylt við raunveruleikann. Þvagfærasýkingar hjá börnum eru greindar með þeim aðferðum sem notaðar voru í rannsókninni og meðferð sýkinganna og frekari rannsóknir á börnunum byggja á niðurstöðu þessara rútínu rannsókna. Ef menn vilja rannsaka gildi pokaþvags við aðrar aðstæður, þá er það efni í aðra rannsókn. Ólafur gagnrýnir einnig að ekki hafi verið rannsakað sérstaklega forspárgildi neikvæðrar ræktunar pokaþvags. I daglegri vinnu er neikvætt pokaþvag talið útiloka þvagfærasýkingu hjá þeim sjúklingum sem ekki hafa verið nýlega á sýklalyfjum. Þetta styðja einnig inargar rannsóknir. Því hefði verið forkastanlegt að gera blöðruástungu eða leggja þvaglegg hjá öllum þeim fjölda barna sem voru með neikvæða ræktun. Hins vegar er gagnrýni Ólafs réttmæt hvað varðar töfiu III sem sýnir forspárgildi, næmi og sértæki ýmissa rannsókna á pokaþvagi. í töfluna vantar þær tölur sem hlutfallstölurnar byggja á. Ur því hefur verið bætt og er endurbætt útgáfa töflunnar birt aftur. Tafla III. Forspárgildi, nœmi og sértœki rannsóknaraðferða á pokaþvagi. Jákvætt forspárgildi (%) Neikvætt forspárgildi (%) Næmi (%) Sértæki(%) Ræktun' 6/13(46) 86/87 (99) 6/7 (86) 86/93 (92) Hvít blóökorn2 2/4 (50) 91/96 (95) 2/7 (29) 91/93 (98) Eggjahvíta’ 2/4 (50) 91/95 (95) 2/7 (29) 91/93 (98) Bakteríutalning-1 4/7 (57) 90/93 (97) 4/7 (57) 90/93 (97) 1 Miðað við börn með >100.000 bakteríur í 1 ml. pokaþvags. 2 Miðað við böm með >10 hvít blóðkorn í sviði við smásjárskoðun (x400 stækkun). 3 Miðað við börn með > + af eggjahvítu í þvagi. 4 Miðað við börn með > + af bakteríum í sviði við smásjárskoðun (x400 stækkun).

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.