Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1994, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 15.04.1994, Blaðsíða 12
134 LÆKNABLAÐIÐ Sjónskerpa var stöðug, 6/12 á hægra og 6/18 á vinstra auga næstu þrjá mánuði en þá versnaði hún í 6/60 á báðum augum. Hálfum mánuði síðar var sjón orðin betri, eða 6/18 á hægra auga og 6/12 á því vinstra. Sjón hrakaði síðan aftur og var þremur mánuðum síðar 2/60 á hægra auga og ljósskynjun á vinstra. Glerhlaups- og æðubólga (uveitis) var vaxandi þáttur í sjúkdómsmynd. Við síðustu skoðun tveimur mánuðum síðar var sjón handarhreyfingar á hægra auga og alblinda á vinstra auga. Sjóntaugarhrörnun var í báðum augum, virk sjónubólga og sjónulos að hluta í vinstra auga. Sjúklingurinn lést 12 og hálfum mánuði eftir að hann greindist með CMV sjónubólgu og var þá búinn að vera blindur í tvo og hálfan mánuð. Sjúklingur 2: Sjúklingur var kominn með alnæmi rúmum tveimur árum eftir að hann greindist HlV-jákvæður. Einum og hálfum mánuði eftir að hann var kominn með alnæmi greindist hann með CMV sjónubólgu sem var í bata. Hann var þá þegar korninn á ganciclovir meðferð eftir að vera greindur með CMVsár í skeifugörn stuttu áður. Við skoðun var sjón 6/5 á hægra auga og 6/6 á vinstra auga. Sjónubólga var í bata og einn fífublettur í báðum augum. Sjónubólgan tók sig upp níu og hálfum mánuði síðar án þess að sjón skertist. Stuttu síðar versnaði sjón í 6/18 á hægra auga og 6/24 á vinstra auga þó sjónubólgan væri óvirk en rúmum hálfum mánuði síðar hafði sjón batnað í 6/5 á hægra auga og 6/6 á vinstra auga. Við síðustu skoðun var sjón 6/12 á hægra auga og 6/6 á vinstra auga og engin merki um virka CMV sýkingu. Sjúklingur lést 14 mánuðum eftir að hann greindist með CMV sjónubólgu. Sjúklingur 3: Sjúklingur greindist HIV- jákvæður og með alnæmi á sama tíma. Kvartaði um minnkaða sjón tæpu ári eftir að hann greindist með alnæmi, en sjónskerpa mældist þó 6/6 á báðum augum. Næstu daga minnkaði sjón verulega á hægra auga og var það orðið alblint 10 dögum síðar. Vinstra auga versnaði á sama tíma í 6/12. CMV sjónubólga greindist í báðum augum og hafin var meðferð með ganciclovir. Vegna hins mikla sjóntaps var talið að sjóntaugarbólga ætti hlut að máli og var sjúklingurinn settur á prednisólón 45 mg daglega. Þremur vikum eftir greiningu sjónubólgu var sjón fingurtalning á hægra auga en 6/6 á vinstra auga. Fimm dögum síðar lýsti sjúklingur ljósblossum (photopsia) fyrir augum og var talið að um sjónulos væri að ræða. Var hann því lagður inn á augndeild Landakots. Þá var sjón handarhreyfing á hægra auga en staðsetning ljóss á vinstra. Sjónulos var að hluta í hægra auga en algert í vinstra. Gerð var glerhlaupsaðgerð og sett inn sfiiconolía í vinstra auga daginn eftir innlögn og sama aðgerð á hægra auga sex dögum síðar. Segulómun á Landspítala á sama tíma sýndi engin merki um sjóntaugarbólgu. Við útskrift viku síðar frá Landakotsspítala var sjón 1/60 á báðum augum, engin virkni í sjóntaugarbólgunni, sjóntaugardoppur fölar og æðar í augnbotni grannar. Sjón varð best 2/60 á hægra auga og 3/60 á vinstra auga, sem sjúklingur hélt til dauðadags, níu mánuðum eftir aðgerð. Sjúklingur 4: Sjúklingur fékk alnæmi fimm árum eftir að hann greindist HlV-jákvæður. Augnskoðun fimm mánuðum síðar sýndi fífublett í vinstra auga og í öllum síðari augnskoðunum hafði hann einn eða fleiri fífubletti í báðum augum sem mynduðust og hurfu á víxl. Engin inerki komu fram um sjónubólgu. Við síðustu skoðun var sjón 6/5 á báðum augum. Sjúklingur 5: Sjúklingur var kominn með forstigseinkenni alnæmis. Hann kom í skoðun vegna æðubólgu í hægra auga rúmum þremur árum eftir að hann greindist HlV-jákvæður. Skoðun leiddi í ljós litla flekki á glærunni og frumur í forhólfi. Sjón var 6/4 á báðum augum. Sjúklingur var settur á sterameðferð gegn æðubólgunni. Önnur skoðun þremur dögum síðar sýndi djúpt ör í hægri glæru en 6/6 sjón á báðum augum. Þetta var greint sem herpes simplex glærubólga. Einum og hálfum mánuði síðar hafði sjón versnað í 6/9 á hægra auga og 6/6 á vinstra auga. Sjúklingur var þá settur á acyclovir augnsmyrsli og töflur. Viku síðar hafði sjón versnað í 6/15 á hægra auga en óbreytt 6/6 á vinstra auga. Sjón var orðin betri tveimur vikum síðar og acyclovir meðferð var þá hætt.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.