Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1994, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 15.04.1994, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ 129 Table II. Minimal inhibitory concentration (MIC) values from the pretreatment gastric biopsies classified according to treatment schedules and Helicobacter pylori status at 12 weeks. MIC mgr/ml CBS+M CBS+P H. pylori- H. pylori-h 4 12 14 9 17 16 8 7 3 12 >16 .... 5 1 0 6 Missing . 5 10 1 14 Total 30 32 13 49 Table III. Symptomatic response according to treatment schedule. CBS+M CBS+P 4 weeks Unchanged/worse ... 2 5 Improved 27 26 No symptoms 1 1 12 weeks Unchanged/worse ... 3 9 Improved 23 22 No symptoms 4 1 26 weeks Unchanged/worse ... 7 12 Improved 14 18 No symptoms 9 2 Total number of patients 30 32 Table IV. Symptomatic response according to Helicobacler status. H. pylori- H. pylori+ 12 weeks Unchanged/worse ... 2 10 Improved 9 37 No symptoms 2 2 13 49 26 weeks Unchanged/worse ... 0 18 Improved 3 33 No symptoms 7 1 10 52 vegna þess að þeir tóku ekki lyíin eins og fyrir var mælt. Þrjátíu og fjórir sjúklingar luku CBS+L meðferðinni, einn var ekki tekinn í úrvinnslu vegna slælegrar lyfjatöku. Annar sjúklingur var seinna tekinn út úr rannsókninni vegna þess að hann var með skeifugarnarsár við 12 vikna skoðun. Upprœting á Helicobacter pylori: Ellefu (37%) sjúklingar í CBS+M hópnum voru neikvæðir við 12 vikna skoðun og níu (28%) við 26 vikna skoðun. Samsvarandi tölur fyrir CBS+L hópinn voru tveir (6%) og einn (3%). Upprætingin á H. pylori var þannig marktækt betri hjá sjúklingum sem fengu CBS+M, bæði eftir 12 og 26 vikur (p<0,05). Nœmi fyrir metrónídasól: Aðeins voru til nothæf sýni frá 47 sjúklingum frá því fyrir meðferð þar sem 15 dóu út við geymslu eða endurræktun. Sex (13%) sjúklingar höfðu hammörk hærri en 16 /rg/ml, fimm af þeim voru í CBS+M hópnum en einn í CBS+L hópnunt. Allir voru ennþá H. pylori jákvæðir við 12 vikna skoðun (tafla II). Álirif á einkenni: í töflu III eru sýnd áhrif CBS+M og CBS+L meðferðanna á einkenni við fjögurra, 12 og 26 vikna skoðun. Svörunin var góð hjá báðum hópum og var enginn marktækur munur á neinum tímapunkti. Við 26 vikna skoðun höfðu fimm sjúklingar sem fengu CBS+M og sjö sem fengu CBS+L fengið upphafseinkenni að nýju. Svörun einkenna við upprætingu á H. pylori er sýnd í töflu IV. Munurinn var ekki marktækur við 12 vikna skoðun. Tveir sjúklingar voru óbreyttir í hópnum sem var /7. pylorí neikvæður og 10 í hópnum sem var H. pylori jákvæður. Við 26 vikna skoðun voru sjö sjúklingar einkennalausir í H. pylori neikvæða hópnum en aðeins einn í H. pylori jákvæða hópnum og 18 voru óbreyttir í H. pylori jákvæða hópnum, en enginn var óbreyttur í H. pylori neikvæða hópnum (p<0,00005 x2 = 28,3). UMRÆÐA Fremur illa gekk að uppræta H. pylori í báðum meðferðarhópum, 6% árangur varð með CBS+L og 37% með CBS+M. í öðrum rannsóknum hefur tekist að uppræta H. pylori í allt að 30% tilvika með CBS (10,11) og allt að 90% með CBS+M (12) hjá sjúklingum með metrónídasólnæma stofna. Margar ástæður geta verið fyrir þessum mismuni. f okkar rannsókn var útrýming H. pylori metin átta vikum eftir meðferð, en í flestum öðrum rannsóknum var þetta metið eftir fjórar til sex vikur (13). Mat eftir átta vikur getur vanmetið upprætingu vegna endursýkinga, en aftur á móti getur mat eftir fjórar vikur ofmetið upprætingu vegna bælingar á H. pylorí þannig að sýkingin er enn fyrir hendi en ógreinanleg með venjulegum aðferðum. Lengd meðferðar í okkar rannsókn var fremur stutt, eða fjórar vikur, og lyíið var gefið tvisvar á dag sem er ef til vill ekki eins áhrifaríkt og að gefa það þrisvar á dag. Onæmi fyrir metrónídasól fannst hjá sex (13%) sjúklingum sem er svipuð tíðni og fannst í ástralskri rannsókn

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.