Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1997, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 15.02.1997, Blaðsíða 10
86 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 Mæting var 85,3% meðal karla en 87,5% meðal kvenna í almennu rannsóknina en litlu minni í ómunina. Meðalaldur karla við fyrstu greiningu hægra greinrofs var 60 ár (44-72 ár) en meðalaldur kvenna 68 ár (50-78 ár). Karlar höfðu verið til rannsóknar að meðaltali í 13 ár (fimm til 22 ár) áður en greinrofið greindist en konur í átta ár (eitt til 20 ár). Við samanburð á heildargreinrofshópi við heildarhópinn í hóprannsókninni eftir að hægra greinrof kom fram sýndi fjölþáttargrein- ing að karlar höfðu marktækt oftar hjarta- stækkun samkvæmt röntgenmynd (líkindahlut- fall 1,7; öryggismörk 1,2-2,5). Konur tóku marktækt oftar háþrýstingslyf (líkindahlutfall 2,5; öryggismörk 1,5-4,1), voru með lægri lag- bilsþrýsting (líkindahlutfall 0,97; öryggismörk 0,95-0,99) og höfðu hærra hematókrít (lík- indahlutfall 1,02; öryggismörk 1,0-1,04). Fjöl- þáttargreining á forspárþáttum í hópi fólks með nýtilkomið hægra greinrof, miðað við heildarhópinn, sýndi að aukinn aldur beggja kynja (karlar: áhættuhlutfall 1,08; öryggismörk = 1,05-1,11, konur: áhættuhlutfall 1,09; örygg- ismörk 1,02-1,17) og taka háþrýstingslyfja meðal kvenna (áhættuhlutfall 3,5; öryggis- rnörk 1,2-10,4) hafði forspárgildi fyrir grein- rofi. Ekki reyndist munur milli hópa við klín- íska skoðun eða á hjartarafriti. Lítill og ómark- tækur munur var á ómunarbreytum milli hópanna. Af 33 körlum með nýtt hægra greinrof létust 11 áður en skoðun fór fram eða 33,3% en tvær konur eða 14,3%. Karlar með hægra greinrof dóu fremur úr kransæðasjúkdómi en einstak- lingar í samanburðarhópi (p=0,12). Við ályktum að nýtilkomið hægra greinrof sé stundum í beinum tengslum við hjartastækkun og töku blóðþrýstingslækkandi lyfja og sé þá hluti af þeim hjartabreytingum sem geta orðið vegna háþrýstings. Inngangur Tilkoma hægra greinrofs hefur oft verið tengd ýmsum sjúkdómum, áverkum og rann- sóknum. Má þar nefna kransæðastíflu, hjarta- aðgerðir, blóðsega í lungum, áreynslu, áverka á brjósthol, meðferð í öndunarvél með jákvæð- um innöndunarþrýstingi og ísetningu Swan- Ganz æðaleggs (1-18). Orsök hægra greinrofs er þó enn óljós í flestum tilfellum. Schneider og félagar í Framingham í Banda- ríkjunum birtu árið 1980 niðurstöður fram- skyggnrar, faraldsfræðilegrar rannsóknar á fólki með sannanlega nýtilkomið hægra grein- rof. Nýgengi kransæðasjúkdóma og hjartabil- unar reyndist hærra í greinrofshópnum en í tvöföldum samanburðarhópi. Einnig voru hjarta- og æðasjúkdómar þrefalt algengari dán- arorsök í greinrofshópnum (15). í rannsókn sinni á skyndidauða ályktuðu þeir að í fólki með áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma sé tilkoma afbrigða á hjartarafriti ábending um lélega kransæðablóðrás og að slíkir einstak- lingar séu í aukinni hættu á bæði kransæða- stíflu og skyndidauða (19). Margar greinar hafa fjallað um horfur sjúk- linga sem hafa fengið kransæðastíflu og hægra greinrof í kjölfarið og er dánartíðni þeirra hærri en dánartíðni í samanburðarhópi án greinrofs og horfur þeirra verri (1,2). Dánar- orsakir sjúklinga eftir kransæðastíflu og með hægra greinrof eru oftast hjartabilun, hjarta- stopp og lost (3-5). Hóprannsókn Hjartaverndar er framskyggn faraldsfræðileg rannsókn sem gerð var með sérstöku tilliti til áhættuþátta og einkenna hjarta- og æðasjúkdóma. Uppbygging rann- sóknar Hjartaverndar gerir kleift að kanna áhættuþætti, einkenni og afdrif þátttakenda sem sannanlega eru með afbrigði á hjartaraf- riti, þeirra á meðal nýtilkomið hægra greinrof. Tilgangur þessarar rannsóknar er að finna forspárþætti um tilurð hægra greinrofs og meta ástand og horfur fólks sem greinist með slfka leiðslutruflun. Efniviður og aðferðir Hóprannsókn Hjartaverndar hófst árið 1967. Þátttakendur eru allir karlar fæddir árin 1907-1934 og allar konur fæddar árin 1908- 1935, búsett í Reykjavík og nágrenni sam- kvæmt Þjóðskrá Hafstofu íslands 1. desember 1966. Þátttakendum var skipt í sex hópa og hópunum boðið til rannsóknar í áföngum eins og áður hefur verið lýst (20-24). Þessi rann- sókn nær til fyrstu fimm áfanganna. Framkvæmd: Hver þátttakandi í hóprann- sókninni kom tvisvar til rannsóknar með viku millibili. í fyrra skiptið var tekið 12 leiðslu hjartarafrit, röntgenmynd af hjarta og lungum og framkvæmdar blóð- og þvagrannsóknir. í seinna skiptið fór þátttakandinn í viðtal og skoðun hjá lækni, um leið voru fyrri rannsókn- arniðurstöður metnar (20,21). I rannsókn okk- ar, sem gerð var árið 1992, var boðið til þátt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.