Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1997, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 15.02.1997, Blaðsíða 42
114 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 Table VI. The influence of juxtapapillary diverticula on the incidence of complications following ERCP. No of ERCP No of ERCP on patients on patients with diverticulum without diverticulum n=83 (%) n=496 (%) p-value Complications: - after diagnostic ERCP 5 (6.0) 14 (2.8) 0.13* - after therapeutic ERCP 4 (4.8) 18 (3.6) 0.60* Total 9 (10.8) 32 (6.5) 0.15* * Not significant Tíðnin á poka við skeifugarnartotu var 14,5%, en gefin er upp 10-15% tíðni (11). í heildina tókst þræðing á hringvöðva síður hjá sjúkling- um með poka við skeifugarnartotu en hinum er höfðu hann ekki (tafla II). Getur reynst örðugt að finna og þræða skeifugarnartotuna ef hún er staðsett inni í pokanum. Tíðni aukaverkana var hærri hjá sjúklingum með poka (tafla VI) þó ekki sé munurinn marktækur. Poki við skeifugarnartotu getur hindrað gallflæði og lýst hefur verið aukinni tíðni steina í gallpípu (ductus choledochus) hjá þessum sjúklingum (12). í þessari rannsókn fékkst sama niðurstaða (tafla II) þó munurinn sé ekki tölfæðilega marktækur. Sjaldgæf ástæða stíflugulu er Mirizzi heil- kenni. Hér lokast lifrargallgangurinn (ductus hepaticus communis) vegna þrýstings frá steini í gallblöðruhálsi eða gallblöðrugangi (ductus cysticus). Eitt tilfelli fannst sem gefur 0,2% tíðni. Tíðninni er lýst 0,5% (13). Mögulegt að þetta hafi verið vangreint, en mikilvægt er fyrir skurðlækninn að vita af þessu fari sjúklingur í aðgerð. Krufningarrannsóknir hafa sýnt að aftari og fremri hluti briskirtils hafa tvo aðskilda út- færsluganga inn í skeifugörn hjá 4-14% (14). Þetta kallast klofið bris og er talið valda óljós- um kviðverkjum og jafnvel brisbólgu (14). í uppgjörum holsjárröntgenmynda af gallvegum og brisgangi hefur tíðninni verið lýst 1,3-6,7% (14) og reyndist í þessari rannsókn 1,6%, fimm fundust í þeim 317 rannsóknum þar sem bris- gangur var fylltur. Hringvöðvaskurður tókst í 86,1% tilrauna sem er sambærilegt við 87% árangur sem lýst hefur verið í Bretlandi (15). Úrdráttur á gall- steinum tókst með vissu í 66,2% tilrauna en vænta má fullkomins árangurs í 85-90% (16). Astæða þessa fremur slaka árangurs gæti verið skortur á réttum tækjum. Af þeim 29 tilraunum til aðgerða er mistókust voru fjórar (þrjár stentísetningar og ein útvíkkun) reyndar á sama sjúklingi, 38 ára karlmanni með gall- gangakrabbamein. Tíðni aukaverkana eftir holsjárröntgen- myndun af gallvegum og brisgangi er mismun- andi eftir rannsóknum. Heildartíðnin í þessu uppgjöri, 7%, er áþekk því sem lýst er í sam- bærilegum rannsóknum, 6% (4) og 7% (17). Eftir rannsókn án aðgerðar var tíðnin 4,6% en lýst er 3-4% tíðni (6,18,19) og eftir aðgerðir 14,1% en lýst er frá 7-13% (19,20). Brisbólga er algengasti fylgikvillinn, kemur fyrir í 1-5% allra rannsókna (21). Ástæður bris- bólgu eru taldar vera bólga í skeifugarnartotu, bæði vegna sköddunar í þræðingu og eftir hringvöðvaskurð. Pá er aukin hætta á bris- bólgu ef skuggaefni er sprautað undir of mikl- um þrýstingi, eða of mikið skuggaefni er not- að, ef sprautur eru endurteknar oft og spraut- að er í gang sem hefur þrengsli og tæmir sig illa. Tíðni brisbólgu var í 4,7% allra rannsókna sem er áþekk tíðni og í nýlegum uppgjörum, 3,7% (22) og 4,3% (4). í helmingi tilfella jafnar sjúklingurinn sig á nokkrum dögum (22,23) sem er sama niðurstaða og í þessari rannsókn (mynd 2). Alvarleg bólga kom fyrir hjá sex sjúklingum eða í 1% allra rannsókna. Athygli vekur að í einu tilfelli kom svæsin bólga í kjöl- far rannsóknar þar sem hvorki var framkvæmd aðgerð né sprautað skuggaefni í brisgang. Ástæðan hér telst erting og bólga í skeifugarn- artotu eftir þræðinguna. Væg, einkennalaus hækkun á amýlasa sermi kemur fyrir í yfir helmingi tilvika ef sprautað er í brisgang (24,25) og getur jafnvel hækkað eftir venjulega magaspeglun (26). Amýlasi var þannig ekki mældur nema klínískur grunur væri um bris- bólgu. Gallvegasýking er alvarleg aukaverkun eftir holsjárröntgenmyndun af gallvegum og bris- gangi og er tíðninni lýst 0,8-2,5% (18,27). Tólf sjúklingar (1,9%) fengu gallvegasýkingu og læknuðust allir fullkomlega með sýklalyfjum. Tíðni alvarlegra blæðinga var mjög lág eða í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.