Læknablaðið - 15.02.1997, Blaðsíða 48
120
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
Eru heimilislæknar annars flokks hópur
í samfélagi lækna?
Heimilislæknar hafa ítrekað
bent á þá staðreynd að meiri-
hlutinn í stjórn Læknafélags ís-
lands (LI) hafi árum saman
hundsað hagsmuni heimilis-
lækna og haldið á lofti málstað
sérgreinalækna, þegar málefni
þessara hópa skarast. Þessa
staðreynd var síðast bent á af
Stefáni Þórarinssyni lækni á Eg-
ilsstöðum í ágætri grein í
Læknablaðinu í desember síð-
astliðnum. Flestir heimilislækn-
ar telja að mælirinn sé löngu
fullur, enda hafi lýðræðið í LI
þannig verið fótumtroðið um
langt skeið og minnihlutinn í fé-
laginu kúgaður.
Það sem varð til þess að ég
ákvað að skrifa grein í blaðið að
þessu sinni eru tvö atriði í jan-
úarhefti Læknablaðsins, sem
sýna ljóslega stöðu heimilis-
lækna innan LÍ. Hið fyrra er
auglýsing um fræðsluviku 20.-
24. janúar síðastliðinn. Greini-
legt er að mörg athyglisverð efni
verða rædd og margt ágætisfólk
verður þarna með fyrirlestra, en
mig rak þó í rogastans, þegar ég
gerði mér grein fyrir því að af
rúmlega 80 fyrirlesurum er eng-
inn heimilislæknir - nei ekki
alveg rétt, einn heimilislæknir
er nefndur sem fyrirlesari núm-
er tvö um eitt efni. Af fundar-
stjórum eru tveir heimilislækn-
ar. Hvernig má slíkt vera?
Heimilislækningar eru fjöl-
mennasta sérgreinin innan
læknisfræðinnar. Félag ís-
lenskra heimilislækna (FIH)
hefur haft mjög öflugt fræðslu-
og umbótastarf innan sinna vé-
banda árum saman, sem vakið
hefur mikla athygli og hlotið
hrós forystumanna læknasam-
takanna, í það minnsta á hátíð-
is- og tyllidögum. FÍH hélt ný-
lega þriðja vísindaþing sitt
norður á Akureyri, sem sýndi
mikla grósku varðandi fræða-
og vísindastarf heimilislækna.
Þrátt fyrir þessar staðreyndir
þykir ekki ástæða að kalla heim-
ilislækna til fyrirlestrahalds í
fræðsluviku lækna á Islandi. Nú
kann einhver að segja að þetta
hljóti að vera mistök. Því miður
er svo ekki því nákvæmlega það
sama var upp á teningnum
þegar slík fræðsluvika var hald-
in fyrir ári síðan. Þannig að það
er ekki tilviljun að svo er haldið
á málum.
Hitt atriðið, sem ég rak aug-
un í í Læknablaðinu var yfirlit
yfir ritrýna blaðsins. Ég skrifaði
lítinn pistil í blaðið í desember
1994, sem í raun var fyrirspurn
til ritstjórnar, þar sem ég vakti
athygli á þeirri staðreynd að af
105 ritrýnum á ákveðnu árabili,
væru einungis þrír heimilislækn-
ar. Svarið sem kom var aumk-
unarvert og því miður ekkert á
því að græða. En viti menn, á
miðju ári 1996 var undirritaður
beðinn um að ritrýna grein í
blaðinu. Ég ákvað að taka vel
þessari beiðni blaðsins og rit-
rýndi greinina, enda var verið
að biðja heimilislækni um rit-
rýni og vildi ég auðvitað gera
mitt til að auka hlut þeirra á
þessu sviði. Vonbrigði mín urðu
því mikil, þegar í ljós kom í yfir-
litinu að ástandið hafði ekki
batnað, því af 89 ritrýnum frá
1993 voru þrír heimilislæknar,
þar af einn úr ritstjórn Lækna-
blaðsins.
Því miður er útbreiddur sá
misskilningur meðal sérgreina-
lækna að heimilislækningar sem
sérgrein hafi yfirhöfuð ekkert
merkilegt fram að færa enda séu
heimilislækningar summan af
eða samsuða úr helstu sérgrein-
um læknisfræðinnar og þekking
heimilislækna því hraðsoðin og
lítil. Þessi skilgreining er fjarri
lagi. Heimilislækningar eru sér
fræðigrein, sem byggir á eigin
hugmyndafræði og reynslu-
heimi. Efniviður til rannsókna
er sóttur til frumþjónustunnar
og byggir því á traustum grunni.
Afrakstur af slíku rannsóknar-
og fræðastarfi kemur öllum
læknum til góða á sama hátt og
rannsóknir innan annarra sér-
greina eru okkur heimilislækn-
um nauðsynlegar. Við viljum
hins vegar réttilega að til okkar
sé leitað á jafnréttisgrundvelli,
þegar haldin er fræðsluvika fyrir
alla lækna eða varðandi ritrýni,
sem nefnt var hér á undan.
Ég hef verið þeirrar skoðunar
nú um nokkurt skeið að heimil-
islæknar hefðu lítið að gera í LI.
Félagið er sérhagsmunafélag
sérgreinalækna og heimilis-
læknar eru þar undirmálsfólk.
En það er hægara sagt en gert að
koma sér úr félaginu. Heimilis-
læknar létu lögfræðing kanna
fyrir sig möguleikana á að
stofna nýtt stéttarfélag ef við
gengjum úr LI, en niðurstaða
hans var að samkvæmt íslensk-
um lögum væri það ekki hægt.
Læknar skuli allir vera í sama
stéttarfélagi. Til að gera heimil-
islæknum kleift að vera í eigin
stéttarfélagi þarf að breyta ís-
lenskum lögum. Ég hafði síðan
samband við framkvæmda-
stjóra LÍ og spurði hvað mundi
gerast með mín réttindi ef ég
segði mig úr LI. Þá var mér sagt
að eftir sem áður yrði fullt ár-
gjald tekið af mér, þó ég væri