Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.1997, Page 41

Læknablaðið - 15.02.1997, Page 41
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 113 ar, 10 hringvöðvaskurðir vegna gallsteina og sex útvíkkarnir á þrengslum í gallvegum. Aukakvillar komu fyrir í 43 rannsóknum (7%). Ef einungis var framkvæmd rannsókn komu aukaverkanir fyrir í 4,6% tilvika en í 14,1% ef framkvæmd var aðgerð. Brisbólga var algeng- asti aukakvillinn, kom hún fyrir í 29 rannsókn- um (4,7%) (tafla V), 14 eftir rannsóknir og 15 eftir aðgerðir. í 11 tilfellum (36,6%) var skuggaefni ekki sprautað í brisgang, í 10 þeirra var framkvæmd aðgerð en í einu tilfelli var aðeins um rannsókn að ræða og fékk sjúkling- urinn svæsna bólgu. Brisbólgan var yfirleitt væg (mynd 2) en svæsin brisbólga varð hjá sex einstaklingum og dóu þrir beint eða óbeint af völdum hennar. Gallvegasýking kom upp í 12 tilfellum (1,9%), í helmingi sjúklinga í tengsl- um við aðgerð. Gekk hún yfir á einum til tveimur sólarhringum hjá 11 en einn sjúklingur hafði hita í fimm daga. Allir jöfnuðu sig að fullu. Blæðing er krafðist blóðgjafar kom fyrir hjá tveimur sjúklingum (0,3%), í báðum eftir hringvöðvaskurð og í báðum tilvikum fékk sjúklingurinn einnig svæsna brisbólgu. Annar þeirra lést. í 15 tilfellum (11,5%) féll blóðrauði um meira en 10 g/1 eftir hringvöðvaskurð án þess að til blóðgjafar kæmi. Aðrar aukaverk- anir voru sjaldæfari; í tveimur tilvikum urðu innvortis meiðsl vegna tækja, í öðru tilfellinu kom lítið gat á skeifugörn með staðbundinni sýkingu og í hinu fór leiðari í gegnum gallgang við tilraun til útvíkkunnar. Báðir sjúklingarnir jöfnuðu sig fljótt og að fullu leyti. Alls létust þrír sjúklingar beint eða óbeint af völdum svæsinnar brisbólgu í kjölfar rannsóknarinnar. Heildardánartíðni reiknast þannig 0,5%, eftir rannsóknir 0,4% og eftir aðgerðir 0,6%. Umræða Niðurstöður þessarar rannsóknar eru í stór- um dráttum sambærilegar við erlendar og inn- lendar (4) rannsóknir. Holsjárröntgenmyndun af gallvegum og brisgangi var oftast fram- kvæmd vegna gallsteina (55,9%) og er nota- gildi rannsóknarinnar hér ótvírætt bæði til greiningar og meðferðar. Næmi rannsóknar- innar er mjög gott við greiningu æxla í bris- kirtli, greinir 80-90% allra illkynja æxla, aðrar rannsóknaraðferðir til greiningar þessara sjúk- dóma, svo sem ómskoðun og tölvusneið- myndataka, eru ekki eins næmar (5,6). Alls fundust 26 brisæxli, þar af 18 í þeim 63 rann- sóknum er gerðar voru vegna gruns um slíkt Table V. Complications following ERCP. Complications Number Incidence (%) Deaths Acute pancreatitis 29 (4.7) 3 Cholangitis 12 (2.0) Bleeding 2 (0.3) Instrumental injury 2 (0.3) Other 2 (0.3) Fig. 2. Severity of acute pancreatitis after ERCP procedures, performed at Landspítalinn, the National University Hospital in Iceland, for the period 1983-1992. (28,6%). Rannsóknin greinir ástæðu stíflugulu í um 80% tilvika (7) en verkjalaus gula var tilefni 8,6% rannsókna, greining fékkst í 82,5% þeirra. Holsjárröntgenmyndun af gallvegum og brisgangi greinir orsök óljósra kviðverkja í um fjórðungi tilfella (8) og fékkst sjúkdómsgrein- ing hjá fimm af 23 (21,7%). Rannsóknin tókst aftur á móti ekki fullkomlega nema í 47,8% tilrauna við þessa ábendingu. Almennt er ekki mælt með rannsókninni nema við langdregna verki og ef eitthvað bendir á sjúkdóma í gall- vegum eða brisi (9). Notagildi rannsóknarinn- ar reyndist takmarkað hjá sjúklingum með bráða brisbólgu. Hér hefur verið sýnt fram á að hringvöðvaskurður vegna steina í gallgangi hefur læknandi áhrif og lækkar dánartíðni (10). Rannsóknin tókst hins vegar einungis hjá átta af 19 sjúklingum (42,1%). Höfðu tveir gall- steina í gallblöðru og enginn í gallgangi. Ekki er mælt með holsjárröntgenmyndun af gallvegum og brisgangi í fyrsta brisbólgukasti nema sterkur grunur sé um gallsteina (9).

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.