Læknablaðið - 15.02.1997, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
93
Inngangur
Enn í dag byggja siðareglur lækna að hluta til
á árþúsunda gömlum eiðstaf Hippókratesar.
Siðfræðileg umræða innan læknisfræðinnar
hefur verið misöflug í aldanna rás en á undan-
förnum árum hafa sjónir heilbrigðisstétta,
heimspekinga, félagsfræðinga og ýmissa ann-
arra beinst í auknum mæli að siðfræði læknis-
fræðinnar. Sú umræða hefur einkum byggt á
fjórum siðalögmálum, það er að lækni beri að
gera sjúklingnum gott og valda honum ekki
skaða, sýna beri virðingu fyrir sjálfræði ein-
staklingsins og gæta réttlætis. Þessum fjórum
lögmálum hefur meðal annars verið beitt til að
leita svara við spurningunni um hvenær rétt sé
að veita ekki eða takmarka meðferð sem í boði
er við lífslok (1).
Rannsóknum á sviði siðfræði innan læknis-
fræði hefur fjölgað samhliða aukinni siðfræði-
legri umræðu. Tíðrætt hefur verið um tak-
mörkun meðferðar við lífslok og hvort alltaf
skuli beita endurlífgun. Bandaríkjamenn hafa
birt rannsóknir á þessu sviði. Þar hafa viðhorf
til þess að takmarka meðferð verið könnuð og
þau vinnubrögð sem tíðkast skoðuð. Banda-
ríkjamenn búa við þær aðstæður að ágrein-
ingsefnum um læknisfræðileg mál er oftar skot-
ið til dómstóla en þekkist í Evrópu. Það hefur
opnað almenna umræðu unt siðfræðileg álita-
mál innan heilbrigðiskerfisins þar í landi og
stuðlað að gerð leiðbeininga um takmörkun
nteðferðar (2,3). Við sum bandarísk sjúkrahús
er boðið upp á ráðgjöf um siðfræði (4). Flest
ríki Bandaríkjanna hafa sett löggjöf til að
tryggja rétt sjúklinga til að hafna lífslengjandi
meðferð fyrirfram ef þeir verða ófærir um að
taka sjálfir ákvörðun síðar og kennsluefni hef-
ur verið samið til að æfa unglækna í að ræða við
sjúklinga um takmörkun meðferðar við lífslok
(5) . Tveir bandarískir læknar könnuðu viðhorf
lækna til takmörkunar á meðferð 1981 og aftur
1988 og merktu umtalsverðar breytingar á við-
horfum, þar sem læknar árið 1988 áttu auð-
veldara með að ræða takmörkun á meðferð við
sjúklinga sína og voru líklegri til að virða óskir
sjúklinga um að hafna lífslengjandi meðferð
(6) . í annarri könnun voru borin saman við-
horf lækna og sjúklinga til ákvarðana unt að
endurlífga ekki. Þar kom fram að báðir hópar
töldu að til viðbótar lækni og sjúklingi ætti að
hafa samráð við maka eða börn sjúklingsins
(7) ; ,
Á íslandi hefur almenn umfjöllun um sið-
fræði farið vaxandi meðal lækna. Nokkuð hef-
ur verið skrifað um siðfræði í Læknablaðið og
Fréttabréf lækna (8-11). Spurningin um tak-
mörkun meðferðar við lífslok hefur verið til
umfjöllunar á Borgarspítala, þar sem sérstakar
leiðbeiningar um hvernig staðið skuli að slík-
um ákvörðunum voru settar fram 1990 (12).
Þeim sömu leiðbeiningum hefur verið fylgt á
Landakoti. Læknaráð Landspítalans sam-
þykkti leiðbeiningar um takmörkun meðferðar
við lífslok fyrir þremur árum en þær hafa ekki
enn komist í almenna notkun á deildum. Ný-
lega kynnti siðaráð landlæknisembættisins til-
lögu sína að leiðbeiningum um takmörkun
meðferðar við lífslok.
Til að kanna hvort og þá hvaða siðfræðilegu
þættir ættu að hafa áhrif á slíka ákvörðun, var
gerð viðhorfskönnun meðal lækna og hjúkrun-
arfræðinga á Borgarspítala og Landspítalan-
um. Sérstök áhersla var lögð á viðhorf til sjálf-
ræðis sjúklings og samskipta bæði milli heil-
brigðisstétta og sjúklinga og milli
heilbrigðisstétta innbyrðis. Mest var fjallað um
takmörkun á meðferð við lífslok hjá sjúkling-
um sem eru ákvörðunarhæfir, en tekið eitt
dæmi um sjúkling með heilabilun.
Aðferð
Könnunin var unnin í mars til maí 1995.
Sendur var spurningalisti til 73 lækna á Borgar-
spítala og 111 lækna á Landspítalanum, alls 184
lækna. Þá var sami listi sendur til helmings
hjúkrunarfræðinga hverrar deildar, 110 hjúkr-
unarfræðinga á Borgarspítala og 129 á Land-
spítalanum; alls 239 hjúkrunarfræðinga. Deild-
ir á Borgarspítala voru: skurðlækningadeildir
A3, A4, A5, svæfinga- og gjörgæsludeild, lyf-
lækningadeildir A7 og A6, hjartadeild B6 og
öldrunarlækningadeildir B4 og B5. Á Land-
spítalanum: handlækningadeildir 12C, 13A,
13D, skurðstofa, svæfinga- og gjörgæsludeild,
krabbameinsdeild 11E, meltingar-, smit- og
innkirtladeild 11A og 11B, almennar lyflækn-
ingadeildir, 14E og 14G, taugalækningadeild
32A og öldrunarlækningadeild í Hátúni. Listi
yfir lækna og hjúkrunarfræðinga á þessum
deildum var fenginn á launadeildum spítal-
anna. Hjúkrunarfræðingar voru valdir með
slembiúrtaki. Spurningalistinn hét Viðhorfs-
könnun ineðal lœkna og hjúkrunarfrœðinga um
takmörkun meðferðar við lífslok og innihélt 11
spurningar og þrjár sjúkrasögur (sjá viðauka).
Skil voru ítrekuð einu sinni bréflega. Ekki