Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1997, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.02.1997, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 87 töku fólki sem hafði ekki merki hægra grein- rofs við eina áfangarannsókn en hafði hægra greinrof við næstu áfangarannsókn þar á eftir. Fyrir hvern einstakling með nýtt hægra grein- rof var boðið til þátttöku tveimur einstakling- um af sama aldri og kyni til samanburðar á klínískum breytum og niðurstöðum hjartaóm- unar. Fyrrnefndir þátttakendur voru boðaðir til hefðbundinnar rannsóknar á Rannsóknar- stöð Hjartaverndar, ennfremur til hjartaóm- skoðunar á lyflækningadeild Landspítalans. Til samanburðar á öðrum breytum, þeirra á meðal áhættuþáttum, var heildarrannsóknar- hópurinn í hóprannsókninni sem ekki hafði hægra greinrof. Hefðbundin tvívíddar hjartaómun frá brjóst- vegg var gerð ásamt M-tækni mælingum á stærð hjartahólfa og reiknað styttingarbrot vinstri slegils og slegilsmassi. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru sendar þátttakendum ásamt ráðleggingum ef við átti. Afrit af niðurstöðum voru send heimil- islækni og/eða sérfræðingi þátttakenda. Skilgreining: Skilgreining á hægra greinrofi samkvæmt Minnesota lykli (25) var eftirfar- andi: Fullkomið hægra greinrof (án Wolff-Parkin- son-White heilkennis): QRS bilið sé 0,12 sek- úndur eða meira í einni af eftirfarandi leiðsl- um; I, II, III, aVL, aVR og einnig að R’ (R prime) sé stærri en R, eða að mesta breidd R takka sé 0,06 sekúndur eða meiri í leiðslum VI eða V2. Wolff-Parkinson-White heilkenni var skilgreint samkvæmt Minnesota lykli (25). Rannsóknarstöð Hjartaverndar fylgist með dauðsföllum í rannsóknarhópnum, dánarorsök var skráð og flokkuð eftir Alþjóðadánarmeina- skránni (ICD-9). Lyklar 410—414 í þeirri flokk- un eru fyrir blóðþurrð. Dánartíðni var reiknuð og skipting dánarorsaka fékkst samkvæmt skráningunni. Upplýsingar um orsakir dauðs- falla fengust einnig frá Rannsóknarstofu Há- skóla íslands í meinafræði og úr dánarvottorð- um frá Þjóðskrá Hagstofu Islands. Upplýsingar fengust úr gagnabanka Hjarta- verndar. Þær breytur sem voru sérstaklega kannaðar og bornar saman hjá greinrofshópi og samanburðarhópi hafa þegar verið skil- greindar (24). Tölfræði: Nýgengi var reiknað í fyrri rann- sókn (24) út frá þeim einstaklingum í hópum B og C sem höfðu hægra greinrof í einhverjum áfanga en höfðu mætt í næsta áfanga á undan og ekki haft hægra greinrof þá. Deilt var í þá tölu með heildarfjölda þeirra er mættu í báða áfangana og árafjölda á milli áfanganna. Ný- gengið var reiknað á 100.000 íbúa á ári. Staðlað t-próf (tvíhliða) var notað við útreikninga á ómunarniðurstöðum og klínískum breytum en fjölþáttargreiningu var beitt á aðrar breytur (logistic regression og Poisson regression). Niðurstöður í hóprannsókn Hjartaverndar reyndust 33 karlar og 14 konur liafa hægra greinrof sem ekki var fyrir hendi við fyrri áfangarannsókn. Varðandi klínískar breytur, ómunarniðurstöð- ur, dánartíðni og dánarorsakir voru til saman- burðar 66 karlar og 28 konur á svipuðum aldri. Til samanburðar á öðrum breytum, þeirra á meðal áhættuþáttum, var heildarrannsóknar- hópurinn í hóprannsókninni sem var án hægra greinrofs, samtals 12.874 karlar og 12.532 kon- ur. Mæting í rannsóknina var almennt mjög góð (tafla I). Meðalaldur karla við greiningu hægra greinrofs var 60 ár (44-72 ár) en kvenna 68 ár (50-78 ár). Karlar höfðu verið til rannsóknar að meðaltali í 13 ár (fimm til 22 ár) áður en greinrofið fannst en konur í átta ár (eitt til 20 ár). Table I. Attendance to examination and echocardiography, absolute numbers and percentages ofthe population, number of participants, alive and deceased. RBBB Control Total number M w M w M w Total number 33 14 66 28 99 42 Alive 22 12 46 28 68 40 Dead 11 2 20 0 31 2 Attendance 21 12 37 23 58 35 Attendance (%) (95.5) (100) (80.4) (82.1) (85.3) (87.5) Echocardiography - attendance 20 11 37 22 57 33 Echocardiography - attendance (%) (90.9) (91.7) (80.4) (78.6) (83.8) (82.5) Right bundle branch block = RBBB. Control group = Control. M = Men. W = Women
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.