Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1997, Síða 11

Læknablaðið - 15.02.1997, Síða 11
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 87 töku fólki sem hafði ekki merki hægra grein- rofs við eina áfangarannsókn en hafði hægra greinrof við næstu áfangarannsókn þar á eftir. Fyrir hvern einstakling með nýtt hægra grein- rof var boðið til þátttöku tveimur einstakling- um af sama aldri og kyni til samanburðar á klínískum breytum og niðurstöðum hjartaóm- unar. Fyrrnefndir þátttakendur voru boðaðir til hefðbundinnar rannsóknar á Rannsóknar- stöð Hjartaverndar, ennfremur til hjartaóm- skoðunar á lyflækningadeild Landspítalans. Til samanburðar á öðrum breytum, þeirra á meðal áhættuþáttum, var heildarrannsóknar- hópurinn í hóprannsókninni sem ekki hafði hægra greinrof. Hefðbundin tvívíddar hjartaómun frá brjóst- vegg var gerð ásamt M-tækni mælingum á stærð hjartahólfa og reiknað styttingarbrot vinstri slegils og slegilsmassi. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru sendar þátttakendum ásamt ráðleggingum ef við átti. Afrit af niðurstöðum voru send heimil- islækni og/eða sérfræðingi þátttakenda. Skilgreining: Skilgreining á hægra greinrofi samkvæmt Minnesota lykli (25) var eftirfar- andi: Fullkomið hægra greinrof (án Wolff-Parkin- son-White heilkennis): QRS bilið sé 0,12 sek- úndur eða meira í einni af eftirfarandi leiðsl- um; I, II, III, aVL, aVR og einnig að R’ (R prime) sé stærri en R, eða að mesta breidd R takka sé 0,06 sekúndur eða meiri í leiðslum VI eða V2. Wolff-Parkinson-White heilkenni var skilgreint samkvæmt Minnesota lykli (25). Rannsóknarstöð Hjartaverndar fylgist með dauðsföllum í rannsóknarhópnum, dánarorsök var skráð og flokkuð eftir Alþjóðadánarmeina- skránni (ICD-9). Lyklar 410—414 í þeirri flokk- un eru fyrir blóðþurrð. Dánartíðni var reiknuð og skipting dánarorsaka fékkst samkvæmt skráningunni. Upplýsingar um orsakir dauðs- falla fengust einnig frá Rannsóknarstofu Há- skóla íslands í meinafræði og úr dánarvottorð- um frá Þjóðskrá Hagstofu Islands. Upplýsingar fengust úr gagnabanka Hjarta- verndar. Þær breytur sem voru sérstaklega kannaðar og bornar saman hjá greinrofshópi og samanburðarhópi hafa þegar verið skil- greindar (24). Tölfræði: Nýgengi var reiknað í fyrri rann- sókn (24) út frá þeim einstaklingum í hópum B og C sem höfðu hægra greinrof í einhverjum áfanga en höfðu mætt í næsta áfanga á undan og ekki haft hægra greinrof þá. Deilt var í þá tölu með heildarfjölda þeirra er mættu í báða áfangana og árafjölda á milli áfanganna. Ný- gengið var reiknað á 100.000 íbúa á ári. Staðlað t-próf (tvíhliða) var notað við útreikninga á ómunarniðurstöðum og klínískum breytum en fjölþáttargreiningu var beitt á aðrar breytur (logistic regression og Poisson regression). Niðurstöður í hóprannsókn Hjartaverndar reyndust 33 karlar og 14 konur liafa hægra greinrof sem ekki var fyrir hendi við fyrri áfangarannsókn. Varðandi klínískar breytur, ómunarniðurstöð- ur, dánartíðni og dánarorsakir voru til saman- burðar 66 karlar og 28 konur á svipuðum aldri. Til samanburðar á öðrum breytum, þeirra á meðal áhættuþáttum, var heildarrannsóknar- hópurinn í hóprannsókninni sem var án hægra greinrofs, samtals 12.874 karlar og 12.532 kon- ur. Mæting í rannsóknina var almennt mjög góð (tafla I). Meðalaldur karla við greiningu hægra greinrofs var 60 ár (44-72 ár) en kvenna 68 ár (50-78 ár). Karlar höfðu verið til rannsóknar að meðaltali í 13 ár (fimm til 22 ár) áður en greinrofið fannst en konur í átta ár (eitt til 20 ár). Table I. Attendance to examination and echocardiography, absolute numbers and percentages ofthe population, number of participants, alive and deceased. RBBB Control Total number M w M w M w Total number 33 14 66 28 99 42 Alive 22 12 46 28 68 40 Dead 11 2 20 0 31 2 Attendance 21 12 37 23 58 35 Attendance (%) (95.5) (100) (80.4) (82.1) (85.3) (87.5) Echocardiography - attendance 20 11 37 22 57 33 Echocardiography - attendance (%) (90.9) (91.7) (80.4) (78.6) (83.8) (82.5) Right bundle branch block = RBBB. Control group = Control. M = Men. W = Women

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.