Læknablaðið - 15.02.1997, Blaðsíða 50
122
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
TRYGGINGASTOFNUN
Q?RÍKISINS
Fréttatilkynning
Nýjar reglur um styrk til kaupa á lífsnauðsynlegum
næringarefnum og sérfæði
Á vorþingi 1996 voru sam-
þykkt ný lög sent heimila Trygg-
ingastofnun ríkisins að taka þátt
í kostnaði vegna lífsnauðsyn-
legra næringarefna og sérfæðis
(lög nr. 100/1996). Áður hafði
verið reynt með ýmsum leiðum
að mæta þessum kostnaði sjúk-
linga og tókst misjafnlega vel.
Nú hafa verið settar vinnureglur
vegna þessarar lagaheimildar
og verður hér reynt í stuttu máli
að gera grein fyrir því helsta
sem þar er að finna.
Þegar sjúkdómar eða afleið-
ingar slysa valda verulegum og
langvarandi vandkvæðum við
fæðuinntöku er heimilt að veita
styrk til kaupa á lífsnauðsyn-
legri næringu. Helstu tilefni eru
hjartagallar barna, krabba-
mein, bólgusjúkdómar í þörm-
um, skaði á vélinda, meðfæddir
efnaskiptasjúkdómar, heila-
skaði/taugasjúkdómar, vöðva-
sjúkdómar, eyðni, lifrarbilun,
nýrnabilun, vannæring og van-
þrifbarna. Reglurnar varða ein-
staklinga í heimahúsum og á
sambýlum en ná ekki til fatlaðra
barna á vistheimilum, þar sem
Félagsmálaráðuneytið ber allan
kostnað vegna þeirra.
Um tvo meginflokka er að
ræða, lífsnauðsynlega næringu
og lífsnauðsynlega næringarvið-
bót. í fyrra flokknum er til
dæmis amínósýrublanda vegna
efnaskiptagalla, sem TR greiðir
að fullu, næring um slöngu, sem
TR greiðir að frádreginni hlut-
deild sjúklings, og tilheyrandi
fylgihlutir, sem TR greiðir að
fullu. í síðari flokknum eru al-
mennir næringardrykkir vegna
vannæringar, lungnasjúkdóma,
nýrnasjúkdóma, ónæmisbæl-
ingar, bólgusjúkdóma í melting-
arvegi, vanfrásogs og lifrarsjúk-
dóma, prótínskert fæði vegna
efnaskiptagalla, nýrna- og lifr-
arsjúkdóma og sérfæði vegna
ofnæmis og óþols barna.
TR greiðir eftir þremur mis-
munandi leiðum:
Að fullu eða 100% eins og til
dæmis amínósýrublöndu vegna
efnaskiptasjúkdóma.
Að hluta eins og til dæmis nær-
ingu um slöngu eða næringar-
drykki.
Með föstum mánaðarlegum
fjárstyrk eins og til dæmis vegna
prótínskerts fæðis eða sérfæðis
vegna ofnæmis og óþols barna.
Gefin verða út skírteini vegna
amínósýrublöndu, næringar um
slöngu og vegna næringar-
drykkja. Þar kemur fram hver
er greiðsluhlutdeild og há-
markshlutdeild TR. Sem dæmi
má nefna amínósýrublönduna,
en þar greiðir TR allan kostnað,
og almenna næringardrykki, en
þar greiðir TR 90% kostnaðar
að hámarki kr. 7.000 á mánuði.
Sækja verður um styrki þessa
á þar til gerðunt eyðublöðum af
næringarráðgjafa eða næringar-
fræðingi og lækni. Reglur þess-
ar verða sendar næringarráð-
gjöfum/-fræðingum og læknum
til kynningar.
Vegna þessarar breytingar
kunna aðrar greiðslur TR að
breytast svo sem eins og um-
önnunarbætur/-styrkir, örorku-
styrkir og uppbætur, ef þær
greiðslur grundvölluðust að
hluta eða að öllu leyti á auknum
kostnaði vegna lífsnauðsynlegs
sérfæðis eða næringar.
Reykjavík, 19.12.1996