Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1997, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 15.02.1997, Blaðsíða 24
96 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 stæða á við um hvort undir einhverjum kring- umstæðum sé réttlætanlegt að deyða slíkan sjúkling, æski hann þess. Lítið brot svarenda var því sammála, fimm læknar og 11 hjúkrunar- fræðingar, en 13% allra voru óvissir. Þegar spurt var hvort svarendur myndu verða við slíkri ósk svöruðu aðeins 2% eða fjórir ein- staklingar játandi, 13% voru óvissir. Þessi nið- urstaða er í samræmi við svörin við sjúkrasögu 2 í viðauka. Spurningar 8, 9 og 10 komu inn á samskipti heilbrigðisstétta og eru niðurstöðurnar sýndar á myndum 3-5. Fleiri læknar en hjúkrunar- fræðingar telja sig eiga auðvelt með að ræða takmörkun meðferðar við sjúklinga og er mun- urinn marktækur. Marktækur munur er einnig á afstöðu lækna eftir spítölum með tilliti til samráðs við sjúklinga; 77% lækna á Borgar- spítala segjast alltaf hafa slíkt samráð en 48% lækna á Landspítalanum. Læknar telja sig alltaf eða oft hafa samráð við hjúkrunarfræð- inga við slíka ákvörðun eða í 78% tilvika en 59% hjúkrunarfræðinga telja lækna sjaldan eða aldrei hafa samráð við hjúkrunarfræðinga. Spurning 11 varðaði afstöðu til kostnaðar og takmörkunar á meðferð. Marktækt fleiri lækn- ar (35%) en hjúkrunarfræðingar (15%) töldu að kostnaður skyldi ráða einhverju um ákvarð- anir, 14% lækna voru óvissir og 21% hjúkrun- arfræðinga. Gefnar voru þrjár sjúkrasögur og voru svar- endur beðnir að taka afstöðu til þátta er snertu hvert tilfelli um sig. Fyrsta sjúkrasagan var um karlmann með ólæknandi krabbamein, sem óskaði sjálfur eftir fullri meðferð og endurlífg- un (tafla IV). Langflestir lögðu til að vilji hans yrði virtur. Athyglivert er að 30% lækna og 44% hjúkrunarfræðinga töldu líknandi með- ferð koma til greina þrátt fyrir óskir sjúklings- ins og um þriðjungur var tilbúinn að veita fulla meðferð að endurlífgun. í annarri sjúkrasögunni er gömul hjartveik kona. Hún er rúmliggjandi og óskar eftir að fá að deyja (tafla V). Einungis 56% lækna og 66% hjúkrunarfræðinga töldu líknandi með- ferð viðeigandi enda þótt konan óskaði þess. Enginn læknir taldi koma til greina að gefa konunni einn mjög stóran skammt af morfíni en það gerðu 14% hjúkrunarfræðinga. Síðasta sjúkrasagan fjallar um gamlan heila- bilaðan mann. Hann á ástríka fjölskyldu. Hann greinist nú með lungnabólgu (tafla VI). Mark- tækur munur reyndist vera á afstöðu lækna og Nurses IE3 32%l 53% 19% | 0% 20% 40% Physicians 1 60% 1 1 80% 100% 20% 28% -1 1 1 0% 20% 40% 1 60% —I 1 80% 100% ■ At ease ■ Rather □ Uncomfortable at ease □ Very uncomfortable Fig. 3. Results from question 8: Are you comfortable with discussing limitation of treatment at the end of life with pat- ients andlor relatives? 109 physicians and 122 nurses respond- ed to this question. | DAIways BOften National University Hospital □ Seldom ■ Never | Fig. 4. Results from question 9b, physicians only: Do you as a physician consult the patient and/or thefamily when deciding on limitation of treatment at tlte end of life? 104 physicians responded to tliis question. Fig. 5. Results from question 9a, physicians only: Do you as a physician consult nurses when deciding on limitation of treat- ment at tlie end of life? 104 pliysicians responded to this question and question 10, nurses only: Do you as a nursefeel that physicians consult nurses when deciding on limitation of treatment at tlie end of life? 117 nurses responded to this question.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.