Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1997, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 15.02.1997, Blaðsíða 31
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 103 Hjartagalli Meðfædd upptök vinstri kransæðar frá meginlungnaslagæð. Sjúkratilfelli Tómas Guöbjartsson1*, Bjarni Torfason14’, Árni Kristinsson2,4), Hróömar Helgason3,4’, Jónas Magnússon1,4) Guðbjartsson T, Torfason B, Kristinsson Á, Helga- son H, Magnússon J A left main coronary artery arising from the pulmo- nary artery. Case report Læknablaðið 1997; 83: 103-7 Anomalous origin of the left coronary artery from the pulmonary artery is a rare congenitial heart dis- ease. Most patients are diagnosed shortly after birth but occasionally the anomaly is diagnosed in teenag- ers or adults. Prognos is dismal without operation. We describe the first case diagnosed and treated in Iceland. The patient, an asymptomatic 14 year old boy, underwent both the socalled Takeuchi’s tunnel plastic and a coronary bypass operation. Key words: congenital heart disease, anomatous left coro- nary artery from the puimonary artery, anomalous origin of the left coronary artery, Takeuchi’s tunnel plastic, case report. Ágrip Upptök vinstri kransæðar frá lungnaslagæð er sjaldgæfur meðfæddur hjartagalli. Oftast gera lífshættuleg einkenni hjartabilunar og blóðþurrðar í hjartavöðvanum vart við sig skömmu eftir fæðingu. í einstaka tilvikum greinist sjúkdómurinn þó síðar á ævinni. Sé Frá 1)handlækningadeild, 2,lyflækningadeild og 3)barnadeild Landspítalans, 4,læknadeild Háskóla íslands. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Bjarni Torfason, handlækningadeild Landspítal- ans, 101 Reykjavík. Lykilorð: Meðfæddur hjartagalli, upptök vinstri kransæðar frá meginlungnaslagæð, gangaaðgerð Takeuchis, sjúkratil- felli. aðgerð ekki framkvæmd dregur sjúkdómurinn sjúklingana yfirleitt til dauða. Lýst er fyrsta tilfellinu sem greint hefur verið og meðhöndlað hér á landi. Tilfelli Fjórtán ára drengur lagðist á brjósthols- skurðdeild Landspítalans í janúar 1992. Hann hafði verið hraustur frá fæðingu og þroskast eðlilega. Við þriggja ára aldur greindist hjá honum slagbils (systolic) hjartaóhljóð við ungbarnaeftirlit. Grunur vaknaði um meðfætt gat á milli slegla (ventricular septal defect, VSD) og var hann því lagður inn á barnadeild Landspítalans í ágúst 1980 til frekari rannsókna og hjartaþræðingar. Skoðun þá leiddi í Ijós eðlilegt þriggja ára gamalt barn með annarrar gráðu (2/6) slagbilsóhljóð. Vinstri slegill var stækkaður á röntgenmynd og greinilegir Q- takkar í leiðslum I og aVL á hjartariti. Hætt var við þræðinguna þar sem barnið var kvefað. Barnið var ekki kallað aftur til hjartaþræð- ingar en þess í stað var gerð ómskoðun (M- mode) af hjarta. Þar sást skertur samdráttur hjartans en auk þess stór vinstri gátt og slegill. Ómskoðun var endurtekin tveimur árum síðar með svipaðri niðurstöðu. Grunur lék á að um sérstakan bandvefssjúkdóm í innra byrði hjart- ans væri að ræða (fibroelastosis cordis). Sjúklingur mætti reglulega í eftirlit hjá hjartalyflækni en hélst einkennalaus. Þegar hann var 13 ára gamall var gerð tvívíddarómun af hjartanu. Virtust kransæðarnar þá óeðlilega víðar. Því var gerð vinstri hjarta- og kransæða- þræðing. Við þræðinguna sást að samdráttur vinstri slegils var skertur, útfallsbrot sem næst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.