Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1997, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 15.02.1997, Blaðsíða 12
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 Árið 1992 voru 11 (33,3%) karlar og tvær (14,3%) konur í rannsóknarhópi látin en 20 (30,3%) karlar og engin kona í samanburðar- hópnum. Ekki var marktækur munur á dánar- tíðni hópanna. Meðalaldur við andlát í grein- rofshópi var 69,5 ár meðal karla og 80 ár meðal kvenna en í samanburðarhópi 70 ár hjá körl- um. Helsta dánarorsök í greinrofshópi meðal karla var blóðþurrð í hjarta 54,5%, en 40% í samanburðarhópi (p=0,12). Enginn flokkur hjartarafritsafbrigða reynd- ist hafa marktæka fylgni við uppkomu hægra greinrofs. Ekki var munur á klínískum breyt- um milli greinrofshóps og tvöfalds samanburð- arhóps. Ekki var marktækur munur á niður- stöðum hjartaómunar milli hópanna hvorki varðandi veggþykktir, vídd hjartahólfa eða ós- æðar né heldur lokusjúkdóma eða galla. Sam- anburður á áhættuþáttum meðal karla með nýtilkomið hægra greinrof miðað við tvöfaldan samanburðarhóp, reiknað með einþáttargrein- ingu, sýndi að hjartastækkun, hátt kólesteról, hækkaður þyngdarstuðull (body mass index) og lægri hjartsláttarhraði komu marktækt oftar fyrir í greinrofshópi, en tíðari reykingar, hærra öndunarrúmmál (forced vital capacity), hærra hematókrít og hærri þríglýseríðar í samanburð- arhópi (p<0,05) (tafla II). Með samanburði við heildarhóp karla í hóprannsókn Hjarta- verndar (fjölþáttargreining) reyndist áhættu- hlutfall hækkandi aldurs, almanaksárs og vax- andi hjartastærðar vera hærra í heildargrein- rofshópi en í heildarhópi (tafla III). Almanaksár er mælikvarði á breytingu á tíðni áhættuþáttar eða sjúkdóms yfir ákveðið tíma- bil. Einþáttargreining á sambærilegum gildum í sömu hópum meðal kvenna með nýtt hægra greinrof sýndi að hátt kólesteról, hækkaður þyngdarstuðull, lægri hjartsláttarhraði og hækkað hematókrít voru marktækt algengari í þeim hópi, en hærra öndunarrúmmál í saman- burðarhópi (p<0,05) (tafla II). Sama fjölþátt- argreining sýndi að aldur, taka blóðþrýstings- lækkandi lyfja og hematókrít voru hærri í greinrofshópi og hækkaður lagbilsþrýstingur og almanaksár í samanburðarhópi (tafla III). Ekki reyndist munur á algengi annarra áhættu- þátta með fyrrnefndum reikniaðferðum. Forspárþættir um uppkomu hægra greinrofs meðal fólks með nýtilkomið hægra greinrof miðað við heildarþýðið í hóprannsókninni, reiknað með fjölþáttargreiningu, sýndi að hækkandi aldur var áhættuþáttur meðal karla Table II. a) Risk factors among men with newly acquired right bundle branch block compared to the total population in the Heart Preventive Clinic cardiovascular survey, univariate analysis. Risk factor p-value Increased/decreased Cardiomegaly <0.05 t Smoking - i Cholesterol - t Forced vital capacity - i Body mass index - t Heart rate - i Haematocrit - i Triglycerides - i b) Risk factors among women with newly acquired right bundle branch block compared to the total population in the Heart Preventive Clinic cardiovascular survey, univariate analysis. Risk factor p-value Increased/decreased Cholesterol <0.05 t Forced vital capacity - i Body mass index - t Heart rate - i Haematocrit - t Table III. Risk factors among participants with newly ac- quired right bundle branch block compared to the total pop- ulation in the Heart Preventive Clinic cardiovascular survey, logistic regression. Risk factor Odds ratio Confidence limit (95%) A) Men Age 1.06 1.04-1.09 Calendar year 1.04 1.00-1.07 Cardiomegaly 1.70 1.20-2.50 B) Women Age 1.11 1.07-1.14 Calendar year 0.94 0.90-0.98 Taking antihypertensive drugs 2.50 1.50-4.10 Diastolic blood pressure 0.97 0.95-0.99 Haematocrit 1.02 1.00-1.04 Other risk factors were not significant. Table IV. Predictive factors on the appearance ofright bundle branch block among participants with newly acquired right bundle branch block and the total population of the Heart Preventive Clinic cardiovascular survey, Poisson regression. Odds Confidence Risk factor ratio limit (95%) A) Men Age 1.08 1.05-1.11 B) Women Age 1.09 1.02-1.17 Taking antihypertensive drugs 3.50 1.20-10.4 Other risk factors were not significant.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.