Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.1997, Qupperneq 50

Læknablaðið - 15.02.1997, Qupperneq 50
122 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 TRYGGINGASTOFNUN Q?RÍKISINS Fréttatilkynning Nýjar reglur um styrk til kaupa á lífsnauðsynlegum næringarefnum og sérfæði Á vorþingi 1996 voru sam- þykkt ný lög sent heimila Trygg- ingastofnun ríkisins að taka þátt í kostnaði vegna lífsnauðsyn- legra næringarefna og sérfæðis (lög nr. 100/1996). Áður hafði verið reynt með ýmsum leiðum að mæta þessum kostnaði sjúk- linga og tókst misjafnlega vel. Nú hafa verið settar vinnureglur vegna þessarar lagaheimildar og verður hér reynt í stuttu máli að gera grein fyrir því helsta sem þar er að finna. Þegar sjúkdómar eða afleið- ingar slysa valda verulegum og langvarandi vandkvæðum við fæðuinntöku er heimilt að veita styrk til kaupa á lífsnauðsyn- legri næringu. Helstu tilefni eru hjartagallar barna, krabba- mein, bólgusjúkdómar í þörm- um, skaði á vélinda, meðfæddir efnaskiptasjúkdómar, heila- skaði/taugasjúkdómar, vöðva- sjúkdómar, eyðni, lifrarbilun, nýrnabilun, vannæring og van- þrifbarna. Reglurnar varða ein- staklinga í heimahúsum og á sambýlum en ná ekki til fatlaðra barna á vistheimilum, þar sem Félagsmálaráðuneytið ber allan kostnað vegna þeirra. Um tvo meginflokka er að ræða, lífsnauðsynlega næringu og lífsnauðsynlega næringarvið- bót. í fyrra flokknum er til dæmis amínósýrublanda vegna efnaskiptagalla, sem TR greiðir að fullu, næring um slöngu, sem TR greiðir að frádreginni hlut- deild sjúklings, og tilheyrandi fylgihlutir, sem TR greiðir að fullu. í síðari flokknum eru al- mennir næringardrykkir vegna vannæringar, lungnasjúkdóma, nýrnasjúkdóma, ónæmisbæl- ingar, bólgusjúkdóma í melting- arvegi, vanfrásogs og lifrarsjúk- dóma, prótínskert fæði vegna efnaskiptagalla, nýrna- og lifr- arsjúkdóma og sérfæði vegna ofnæmis og óþols barna. TR greiðir eftir þremur mis- munandi leiðum: Að fullu eða 100% eins og til dæmis amínósýrublöndu vegna efnaskiptasjúkdóma. Að hluta eins og til dæmis nær- ingu um slöngu eða næringar- drykki. Með föstum mánaðarlegum fjárstyrk eins og til dæmis vegna prótínskerts fæðis eða sérfæðis vegna ofnæmis og óþols barna. Gefin verða út skírteini vegna amínósýrublöndu, næringar um slöngu og vegna næringar- drykkja. Þar kemur fram hver er greiðsluhlutdeild og há- markshlutdeild TR. Sem dæmi má nefna amínósýrublönduna, en þar greiðir TR allan kostnað, og almenna næringardrykki, en þar greiðir TR 90% kostnaðar að hámarki kr. 7.000 á mánuði. Sækja verður um styrki þessa á þar til gerðunt eyðublöðum af næringarráðgjafa eða næringar- fræðingi og lækni. Reglur þess- ar verða sendar næringarráð- gjöfum/-fræðingum og læknum til kynningar. Vegna þessarar breytingar kunna aðrar greiðslur TR að breytast svo sem eins og um- önnunarbætur/-styrkir, örorku- styrkir og uppbætur, ef þær greiðslur grundvölluðust að hluta eða að öllu leyti á auknum kostnaði vegna lífsnauðsynlegs sérfæðis eða næringar. Reykjavík, 19.12.1996
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.