Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.1997, Qupperneq 41

Læknablaðið - 15.02.1997, Qupperneq 41
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 113 ar, 10 hringvöðvaskurðir vegna gallsteina og sex útvíkkarnir á þrengslum í gallvegum. Aukakvillar komu fyrir í 43 rannsóknum (7%). Ef einungis var framkvæmd rannsókn komu aukaverkanir fyrir í 4,6% tilvika en í 14,1% ef framkvæmd var aðgerð. Brisbólga var algeng- asti aukakvillinn, kom hún fyrir í 29 rannsókn- um (4,7%) (tafla V), 14 eftir rannsóknir og 15 eftir aðgerðir. í 11 tilfellum (36,6%) var skuggaefni ekki sprautað í brisgang, í 10 þeirra var framkvæmd aðgerð en í einu tilfelli var aðeins um rannsókn að ræða og fékk sjúkling- urinn svæsna bólgu. Brisbólgan var yfirleitt væg (mynd 2) en svæsin brisbólga varð hjá sex einstaklingum og dóu þrir beint eða óbeint af völdum hennar. Gallvegasýking kom upp í 12 tilfellum (1,9%), í helmingi sjúklinga í tengsl- um við aðgerð. Gekk hún yfir á einum til tveimur sólarhringum hjá 11 en einn sjúklingur hafði hita í fimm daga. Allir jöfnuðu sig að fullu. Blæðing er krafðist blóðgjafar kom fyrir hjá tveimur sjúklingum (0,3%), í báðum eftir hringvöðvaskurð og í báðum tilvikum fékk sjúklingurinn einnig svæsna brisbólgu. Annar þeirra lést. í 15 tilfellum (11,5%) féll blóðrauði um meira en 10 g/1 eftir hringvöðvaskurð án þess að til blóðgjafar kæmi. Aðrar aukaverk- anir voru sjaldæfari; í tveimur tilvikum urðu innvortis meiðsl vegna tækja, í öðru tilfellinu kom lítið gat á skeifugörn með staðbundinni sýkingu og í hinu fór leiðari í gegnum gallgang við tilraun til útvíkkunnar. Báðir sjúklingarnir jöfnuðu sig fljótt og að fullu leyti. Alls létust þrír sjúklingar beint eða óbeint af völdum svæsinnar brisbólgu í kjölfar rannsóknarinnar. Heildardánartíðni reiknast þannig 0,5%, eftir rannsóknir 0,4% og eftir aðgerðir 0,6%. Umræða Niðurstöður þessarar rannsóknar eru í stór- um dráttum sambærilegar við erlendar og inn- lendar (4) rannsóknir. Holsjárröntgenmyndun af gallvegum og brisgangi var oftast fram- kvæmd vegna gallsteina (55,9%) og er nota- gildi rannsóknarinnar hér ótvírætt bæði til greiningar og meðferðar. Næmi rannsóknar- innar er mjög gott við greiningu æxla í bris- kirtli, greinir 80-90% allra illkynja æxla, aðrar rannsóknaraðferðir til greiningar þessara sjúk- dóma, svo sem ómskoðun og tölvusneið- myndataka, eru ekki eins næmar (5,6). Alls fundust 26 brisæxli, þar af 18 í þeim 63 rann- sóknum er gerðar voru vegna gruns um slíkt Table V. Complications following ERCP. Complications Number Incidence (%) Deaths Acute pancreatitis 29 (4.7) 3 Cholangitis 12 (2.0) Bleeding 2 (0.3) Instrumental injury 2 (0.3) Other 2 (0.3) Fig. 2. Severity of acute pancreatitis after ERCP procedures, performed at Landspítalinn, the National University Hospital in Iceland, for the period 1983-1992. (28,6%). Rannsóknin greinir ástæðu stíflugulu í um 80% tilvika (7) en verkjalaus gula var tilefni 8,6% rannsókna, greining fékkst í 82,5% þeirra. Holsjárröntgenmyndun af gallvegum og brisgangi greinir orsök óljósra kviðverkja í um fjórðungi tilfella (8) og fékkst sjúkdómsgrein- ing hjá fimm af 23 (21,7%). Rannsóknin tókst aftur á móti ekki fullkomlega nema í 47,8% tilrauna við þessa ábendingu. Almennt er ekki mælt með rannsókninni nema við langdregna verki og ef eitthvað bendir á sjúkdóma í gall- vegum eða brisi (9). Notagildi rannsóknarinn- ar reyndist takmarkað hjá sjúklingum með bráða brisbólgu. Hér hefur verið sýnt fram á að hringvöðvaskurður vegna steina í gallgangi hefur læknandi áhrif og lækkar dánartíðni (10). Rannsóknin tókst hins vegar einungis hjá átta af 19 sjúklingum (42,1%). Höfðu tveir gall- steina í gallblöðru og enginn í gallgangi. Ekki er mælt með holsjárröntgenmyndun af gallvegum og brisgangi í fyrsta brisbólgukasti nema sterkur grunur sé um gallsteina (9).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.