Læknablaðið - 15.05.1997, Page 11
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
291
Fig. 1. Survival curves after infection with Klebsiella pneu-
moniae.
ingum í NMRI músum. Tvær og tvær mýs úr
hverjum hópi voru sýktar í senn og þannig koll
af kolli til að hindra skekkju vegna fjölgunar
bakteríanna á meðan sýking fór fram. Lifun
var athuguð á átta tíma fresti í fimm sólar-
hringa sem var fyrirfram ákveðinn lokapunkt-
ur tilraunarinnar. Fylgst var áfram með mús-
unum í hálfan mánuð.
Tölfræði: Lifunarferlar voru greindir með
Kaplan-Meier log rank prófi. Annar saman-
burður var reiknaður með einföldu kíkvaðrats-
prófi. Marktækur munur var settur við
p<0,05.
Niðurstöður
Tveimur sólahringum eftir sýkingu voru all-
ar mýsnar sem fengið höfðu lýsisbætt fæði
(hópur I) lifandi, 80% músanna sem fengu
ólífuolíubætt fæði (hópur II) voru lifandi og
68% músanna sem fengu venjubundið fóður
(hópur III) (mynd 1). Eftir 56 tíma voru 93%
músanna sem fengu lýsisbætt fóður lifandi,
68% músa sem fengu ólífuolíubætt fæði og
aðeins 40% músanna sem fengu venjubundið
fæði. Einfalt kíkvaðratspróf sýndi að eftir 56
tíma var marktækur munur á lifun músa sem
fengu lýsisbætt fæði samanborið við lifun músa
sem fengu venjubundið fæði (p<0,0001) og
samanborið við lifun músa sem fengu ólífuolíu-
bætt fæði (p<0,002). Þegar lifunartíminn allur
fyrir mýs sem fengu lýsisbætt fæði annars vegar
og mýs sem fengu annað hvort ólífuolíubætt
fæði eða venjubundið fæði hins vegar var bor-
inn saman með Kaplan-Meier log rank grein-
ingu var munurinn marktækur (p=0,0034 og
p=0,032). Ekki var marktækur munur á lifun
músa sem fengu ólífuolíubætt fæði og músa
sem fengu venjubundið fæði. Enginn munur
var á þyngdaraukningu hópa á fóðrunartíman-
um. Eftir að tilrauninni lauk urðu ekki frekari
afföll á músum og ekki komu fram aðrar auka-
verkanir.
Umræða
Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu ótvírætt
að lýsisbætt fæði eykur lifun NMRI músa eftir
sýkingu með Klebsiella pneumoniae borið sam-
an við annað hvort ólífuolíubætt fæði eða
venjubundið ófitubætt fæði. Munurinn á fitu-
sýrusamsetningu fóðurs tilraunahópanna fólst
aðallega í ómega-3 fitusýrunum. Ómega-3 fitu-
sýruinnihald lýsis er um 20%. Ómega-3 fitusýr-
ur eru í mjög litlu magni í venjulegu nagdýra-
fóðri og mjög lítið er af þeim í ólífuolíu, innan
við 1%. Við teljum því líklegt að þessi munur á
lifun sé fyrst og fremst vegna áhrifa ómega-3
fitusýra á ónæmiskerfið.
Ahrif lýsisneyslu á sýkingarferlið hefur verið
rannsakað nokkuð. Flestar rannsóknanna hafa
verið gerðar á tilraunadýrum. Þó frumuboð-
efni og fituefnaskipti manna og músa séu um
margt svipuð er ekki mögulegt að draga
ályktanir af þessum niðurstöðum varðandi
menn. Þær rannsóknarniðurstöður sem fyrir
liggja virðast ennfremur mismunandi eftir sýk-
ingarleið bakteríanna og eftir bakteríutegund-
um (7,8). Mörgum spurningum varðandi þetta
ferli er því enn ósvarað.
Linoleic sýra 18:2 (ómega-6), linolenic sýra
18:3 (ómega-3) og arachidonic sýra 20:4
(ómega-6) eru þær þrjár fitusýrur sem eru
mönnum og dýrum lífsnauðsynlegar. Arachi-
donic sýra er algengasta fitusýran í frumuhimn-
um en við neyslu ómega-3 fitusýra breytist fitu-
sýrusamsetning himnunnar á þann veg að
meira verður af eicosapentaenoic sýru á kostn-
að arachidonic sýru (11,12). Arachidonic sýra
og eicosapentaenoic sýra eru forverar eikós-
anóíða, það er prostaglandína, prostacýklína,
thromboxana og leukotríena. Eikósanóíðar
eru mikilvægir miðlar í varnarkerfi líkamans
gegn sýkingum samanber áhrif prostaglandína
til hækkunar líkamshita (13). Þá hafa eikós-
anóíðar áhrif á ónæmiskerfið, bæði á bólgu- og