Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1997, Síða 12

Læknablaðið - 15.05.1997, Síða 12
292 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 ónæmissvörun. Til dæmis valda prostaglandín E2 og prostacýklín 12 æðavíkkun (14) og leu- kotríen B4 veldur efnasækni hjá kornfrumum (15). Þá hindrar prostaglandín E2 fjölgun B og T frumna (16), myndun lymphókína (17), mót- efna (18), virkni átfrumna (19) og drápfrumna (20). Eicosapentaenoic sýra er forveri eikós- anóíða af annarri fjölskyldu en arachidonic sýra. Úr eicosapentaenoic sýru myndast prostaglandín E3 í stað prostaglandín E2, leu- kotríen B5 í stað leukotríen B4, thromboxan A3 í stað thromboxan A2 og prostacýklín 13 í stað prostacýklín 12. Þeir eikósanóíðar og leu- kotríen sem mynduð eru úr eicosapentaenoic sýru eru flest hver minna virk en þau sem mynduð eru úr arachidonic sýru. Minnkað hlutfall arachidonic sýru í frumuhimnunni eftir gjöf ómega-3 fitusýra eykur hlutfall eicosa- pentaenoic sýru og minna virkir systur-eikós- anóíðar eru myndaðir (21,22). Framleiðsla minna virkra eikósanóíða við lýsisneyslu kann að skýra minna bólgusvar einstaklinga með ýmsa sjálfnæmissjúkdóma og hugsanlega aukna lifun músa eftir bakteríusýkingu. Frumuboðefni (cýtókínar) myndast við áverka, hvers konar sýkingar og bólgur og gegna þar mikilvægu hlutverki við miðlun ónæmissvars. Rannsóknir hafa sýnt að lýsi hef- ur áhrif á myndun þeirra til dæmis í gegnum eikósanóíða. Til að mynda minnkar prosta- glandín E2 framleiðslu á æxlisdrepsþætti (23,24). Einnig er hugsanlegt að lýsi hafi bein áhrif á framleiðslu frumuboðefna án þátttöku eikósanóíða. Áhrif lýsis á framleiðslu frurnu- boðefna virðast vera mismunandi í mönnum og nagdýrum. Lýsisneysla veldur minnkun á ex vivo framleiðslu æxlisdrepsþáttar og interleuk- i n-1 í mónócýtum úr mönnum (4,25,26). Lýsis- neysla eykur hins vegar ex vivo framleiðslu á æxlisdrepsþætti og interleukin-1 í átfrumum úr músum og rottum (23,27-30). Almennt er talið að myndun frumuboðefna sem svar við sýk- ingu sé nauðsynlegur þáttur í baráttu við sýk- ingarvaldinn en að of mikil myndun þeirra geti leitt til dauða. Það skýrir ekki aukna lifun músa í þessari rannsókn að lýsi auki myndun frumuboðefna í músum. Meira liggur því að baki. Til dæmis hafa frumuboðefni ekki bara áhrif á staðbund- ið bólgusvar heldur hafa þau áhrif á bráðfasa- prótín, eins og CRP (31), blóðvatns sterkjulíki (amyloid) A (32), fíbrínógen (33), ónæmisgló- búlín M og alfa-2 makróglóbúlín (34). Við sýk- ingu verða því stórfelldar breytingar á fram- leiðslu þessara prótína. Áhrif lýsisneyslu á bráðfasaprótín, sem almennt eru talin hafa verndandi áhrif í sýkingum, hafa lítið verið könnuð. Þó minnkar lýsisneysla marktækt CRP í blóði liðagigtarsjúklinga (31). Við sýkingu eykst framleiðsla eikósanóíða, fruntuboðefna og margra bráðfasaprótína og er þeim ætlað að vernda lífveruna og koma í veg fyrir dauða hennar. Mjög mikil framleiðsla á þessum efnum eða brengluð samsetning þeirra getur aftur á móti leitt til ofsafengins svars ónæmiskerfisins sem leiðir til losts, dreifðrar blóðstorknunar og dauða. Það að lýs- isneysla auki marktækt lifun músa í alvarlegri bakteríusýkingu bendir til þess að lýsið dragi úr framleiðslu þessara efna, myndi í staðinn minna virk efni eða breyti hlutföllum og þar með samspili þessara efna. Þannig getur lýsis- neysla ráðið úrslitum um hvort lífveran lifir sýkinguna af. Frekari rannsóknir munu vænt- anlega leiða í ljós á hvern hátt lýsi breytir ónæmissvarinu. Þakkir Rannsókn þessi var styrkt að hluta af Rann- sóknasjóði Háskóla íslands. Sigurður Guð- mundsson og Helga Erlendsdóttir aðstoðuðu við framkvæmd tilraunarinnar og sýklarann- sóknadeild Landspítalans lagði til bakteríurn- ar. Sonja Vilhjálmsdóttir annaðist dýrahald og aðstoðaði við framkvæmd tilraunarinnar. Fitu- sýrumælingar voru gerðar hjá Lýsi hf. Örn Ólafsson, Landspítalanum, sá um tölfræðiút- reikninga. HEIMILDIR 1. Bang H, Dyerberg J, Hjörne N. The composition of food consumed by Greenland Eskimos. Acta Med Scand 1976; 200: 69-73. 2. Kromann N, Green A. Epidemiological studies in the Upernavik district, Greenland. Acta Med Scand 1980; 208: 401-6. 3. Kromhout D BE, de Lezenne Coulander C. The inverse relation between fish consumtion and 20-year mortality from coronary heart disease. N Engl J Med 1985; 12: 1205-9. 4. Kremer JM, Jubiz W, Michalek A, Rynes RT, Bartholo- mew LE, Bigaouette J, et al. Fish-oil fatty acid supple- mentation in active rheumatoid arthritis. A double- blinded, controled, crossover study. Ann Intern Med 1987; 106: 497-503. 5. Bittner S, Tucker W, Cartwright I, Bleehen S. A double blind, randomised, placebo-controlled trial of fish oil in psoriasis. Lancet 1988; 1: 378-80. 6. Kelley VE FA, Izui A, Strom TB. A fish oil diet rich in eicosapentaenoic acid reduces cyclooxygenase metabo-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.