Læknablaðið - 15.05.1997, Side 16
296
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
Table I. Target population and participation rate according to graduation year.
Graduation year Invited Participated
n (%') n (%!)
1955-1964 10 (7) 14 (4)
1965-1974 19 (13) 14 (14)
1975-1984 91 (64) 62 (62)
1985-1994 23 (16) 19 (19)
Missing data 1 (D
Total 143 (100) 100 (100)
1 % of all invited
2 % of all participants
um vikum frá fyrsta bréfi fengu allir spurninga-
listann aftur með ósk um svörun þeirra sem
ekki höfðu svarað fyrr. Alls bárust 100 svör
(70%). Tafla I sýnir að svipuð aldursdreifing er
á markhópi og þátttakendum. Um 75% þeirra
unnu á H2 stöðvum. Alls reyndust 76% svar-
enda hafa sérfræðiréttindi í heimilislækning-
um.
Af þeim sem þátt tóku unnu 32 læknar á
vaktsvæði með 650 til 1850 íbúa, 24 með 2000
til 6000 íbúa, 21 með 15.000 til 26.000 íbúa og
23 á Reykjavíkursvæðinu (120.000 íbúar).
I spurningalistanum voru samtals 58 spurn-
ingar, sem skipt var á eftirtalinn hátt: A) Al-
mennar upplýsingar; B) Um álag, skyldur og
bindingu; C) Endurlífganir - viðhorf og þjálf-
un; D) Fyrirkomulag fjarskipta; E) Útbúnaður
á vakt; F) Sjúkraflutningar; G) Kvaðir vegna
almannavarna.
Þegar spurt var um tíma vegna útkalla var
fyrst nefnt klínískt dæmi og viðkomandi gefinn
kostur á að áætla tíma (samfelld breyta). Höf-
undar flokkuðu síðan slíkar breytur í megin-
flokka. Þegar spurt var um viðhorf var nefnd
fullyrðing og gefinn kostur á svari í fimm stiga
kvarða (Likert kvarða), þar sem töluliðurinn 1
var mjög ósammála en 5 alveg sammála. Eftir-
farandi úrvinnsla miðast við að svar 1 og 2 þýði
ósammála, en 4 og 5 þýði sammála.
Skilgreiningar á spurningablaðinu:
Bundin vakt: Viðkomandi er á vinnustaðn-
um eða vaktsvæðinu og því hægt að ná í hann
innan nokkurra mínútna.
Gœsluvakt: Hægt að ná í viðkomandi lækni
innan tveggja klukkustunda.
Fyrsta stigs endurlífgun/fyrsta hjálp (Basic
Heart-Lung Resuscitation): Það að halda önd-
unarvegum opnum, stöðug hliðarlega, munn
við munn eða munn við maska öndunarhjálp
eða hjartahnoð.
Annars stigs eða sérhæfð endurlífgun (Ad-
vanced Heart-Lung-Resuscitation): Beiting
hjartarafstuðs, þræðing barkarennu eða lyfja-
gjöf í æð.
Tölfræði: Gögn voru færð í Excel forrit og
töflur unnar úr SPSS. Við tölfræðilegan sam-
anburð var notað kí-kvaðratspróf fyrir flokk-
aðar breytur. Marktækni miðaðist við p-gildi
<0,05.
Niðurstöður
Aðgengi að vaktlækni - fjarskipti: Allir
(100%) vaktlæknar höfðu talstöð, farsíma eða
boðtæki. Áttatíu og tveir af 99 læknum (83%)
töldu fjarskipti vera í góðu lagi. Þyrfti sjúkling-
ur á vaktsvæðinu á bráðaðkallandi læknisþjón-
ustu að halda, töldu læknar að hann gæti í 95%
tilvika (91 af 96 svörum) náð í lækni innan fimm
mínútna.
Lítill munur var á dreifbýli og þéttbýli.
Mynd 1 sýnir söfnunargildi þess tíma sem áætl-
að var að það taki að ná til læknis utan Reykja-
víkur.
Mynd 2 sýnir með sama hætti hversu langur
tími læknar utan Reykjavíkur áætluðu að liði
frá því að tilkynnt var um bráðaútkall þar til
læknirinn gat lagt af stað í vitjun. í yfir 85%
tilvika töldu þeir sig leggja af stað innan fimm
mínútna.
Aðgengi - samgöngur: Mikill munur var á
dreifbýli og þéttbýli þegar aðgengi var skoðað
með tilliti til búsetu. Ef gert var ráð fyrir bráð-
aðkallandi vitjun í slæmri færð gat vaktlæknir á
Reykjavíkursvæðinu í 82% tilvika verið kom-
inn til sjúklings innan 30 mínútna og allir
(100%) innan 60 mínútna. Hins vegar eru að-
stæður þannig úti á landi, sérstaklega á minni
vaktsvæðunum (með 6000 íbúa eða færri), að
við sambærilegar aðstæður gátu aðeins 10%
lækna verið komnir á staðinn innan 30 mínútna
og 18% innan 60 mínútna. í þessum sömu hér-