Læknablaðið - 15.05.1997, Síða 26
304
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
flugeldar og púðursprengjur (5,5%), og að lok-
um snertibrunar (5,2%). Langflest verðaslysin
inni eða við heimilin (81,4%).
Ályktun: Yngstu börnin, fjögurra ára og
yngri, eru algengustu fórnarlömb brunaslysa.
Heitt vatn og aðrir heitir vökvar eru algeng-
ustu brunavaldarnir hjá íslenskum börnum.
Brunaslys eru algeng á íslandi. Niðurstöður
rannsóknarinnar auka möguleika á að beita
markvissum forvörnum.
Inngangur
Brunaslys eru algeng meðal barna og full-
orðinna. Slys af völdum bruna eru alþjóðlegt
vandamál. Vegna mismunandi þjóðfélagsað-
stæðna er nokkur munur á orsökum brunaslysa
milli landa (1-3). Því er ekki hægt að heimfæra
niðurstöður úr erlendum rannsóknum upp á
íslenskt þjóðfélag nema að nokkru leyti. Sér-
staða íslands felst í heita vatninu.
Mikilvægt er að þekkja helstu brunavalda og
áhættuþætti svo hægt sé að beita réttum for-
vörnum. Fræðsla og þekking er forsenda þess
að koma megi í veg fyrir slys af þessum toga (4,
5). Gerðar hafa verið tvær rannsóknir á Islandi
á brunaslysum barna, sú fyrri tók til tímabilsins
1957-69 (6) og sú síðari 1964-73 (7). Einnig er
óbirt ný rannsókn á brunaslysum barna og full-
orðinna (Steinar Guðmundsson, Ólafur Ein-
arsson og Sigurður Þorgrímsson).
Mikilvægt er að gera reglubundið faralds-
fræðilegar rannsóknir á brunaslysum bæði til
að meta árangur forvarna og til að kanna hvort
áhættuþættirnir hafi breyst með tímanum.
Brunasár skilja oft eftir sig ör sem geta vald-
ið hreyfihindrun og andlegum þjáningum.
Hægt er að koma í veg fyrir mörg þessara slysa.
Tilgangur þessarar rannsóknar er að auka
þekkingu á brunaslysum barna á íslandi og
stuðla þannig að aukinni fræðslu og forvörnum
svo draga megi úr þeim.
Number
60
50
40
30
20-
10-
0
I
■ Boys
□ Girls
t
I ■ I M ■ ■■ ■ I. ^
wwwwwwwwwwtncow
(Offltonitoajninirotoracoaí
>,>.(D(D(Ö<Ú<Ö(Ö(Du/wu<wwu/c
CMCO'íin(DNCOO)O^CVlC*)'í
Age
Fig. 1. Age and sex distribution among290 Icelandic children
admilted with burn injuries.
Fig. 2. Annual number ofchildren with burn injuries hospita-
lised in Iceland during the study period.
Sjúkraskrár allra barna sem lögðust inn á
Barnaspítala Hringsins á árunum 1982-1995
vegna brunaslysa (ICD 941-949) voru skoðað-
ar. Úr sjúkraskránum fengust upplýsingar um
brunavaldinn, slysstað og aðrar kringumstæð-
ur, svo sem dagsetningu og tímasetningu
brunaslyssins. Einnig fengust upplýsingar um
stærð og dýpt brunans, fjölda legudaga og
fjölda legudaga á gjörgæsludeild.
Aðferðir
Á árunum 1982-1995 voru starfræktar á ís-
landi þrjár barnadeildir, á Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri, St. Jósepsspítala Landakoti
í Reykjavík og Barnaspítala Hringsins, Land-
spítalanum. Öll börn sem orðið hafa fyrir al-
varlegum brunaslysum á Islandi eru lögð inn á
Barnaspítala Hringsins. Árið 1982 voru íslend-
ingar 235.537, þar af voru börn 16 ára og yngri
71.677. Árið 1995 var íbúafjöldinn 267.958 þar
af var fjöldi barna 16 ára og yngri 73.989.
Niðurstöður
Á 14 ára tímabili (1982-1995) lögðust 304
börn 15 ára og yngri inn á barnadeild Landspít-
alans vegna bruna. Ekki fundust gögn um legu
fimm barna, fjögur börn fengu rangt greining-
arnúmer og fimm börn lögðust inn vegna gruns
um bruna í munnholi og vélinda og voru þau
útilokuð frá rannsókninni. Eftir voru 290 börn,
179 drengir og 111 stúlkur.
Börn tveggja ára og yngri voru 179 (61,7%)
og börn fjögurra ára og yngri voru 211 (72,8%).