Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1997, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 15.05.1997, Blaðsíða 26
304 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 flugeldar og púðursprengjur (5,5%), og að lok- um snertibrunar (5,2%). Langflest verðaslysin inni eða við heimilin (81,4%). Ályktun: Yngstu börnin, fjögurra ára og yngri, eru algengustu fórnarlömb brunaslysa. Heitt vatn og aðrir heitir vökvar eru algeng- ustu brunavaldarnir hjá íslenskum börnum. Brunaslys eru algeng á íslandi. Niðurstöður rannsóknarinnar auka möguleika á að beita markvissum forvörnum. Inngangur Brunaslys eru algeng meðal barna og full- orðinna. Slys af völdum bruna eru alþjóðlegt vandamál. Vegna mismunandi þjóðfélagsað- stæðna er nokkur munur á orsökum brunaslysa milli landa (1-3). Því er ekki hægt að heimfæra niðurstöður úr erlendum rannsóknum upp á íslenskt þjóðfélag nema að nokkru leyti. Sér- staða íslands felst í heita vatninu. Mikilvægt er að þekkja helstu brunavalda og áhættuþætti svo hægt sé að beita réttum for- vörnum. Fræðsla og þekking er forsenda þess að koma megi í veg fyrir slys af þessum toga (4, 5). Gerðar hafa verið tvær rannsóknir á Islandi á brunaslysum barna, sú fyrri tók til tímabilsins 1957-69 (6) og sú síðari 1964-73 (7). Einnig er óbirt ný rannsókn á brunaslysum barna og full- orðinna (Steinar Guðmundsson, Ólafur Ein- arsson og Sigurður Þorgrímsson). Mikilvægt er að gera reglubundið faralds- fræðilegar rannsóknir á brunaslysum bæði til að meta árangur forvarna og til að kanna hvort áhættuþættirnir hafi breyst með tímanum. Brunasár skilja oft eftir sig ör sem geta vald- ið hreyfihindrun og andlegum þjáningum. Hægt er að koma í veg fyrir mörg þessara slysa. Tilgangur þessarar rannsóknar er að auka þekkingu á brunaslysum barna á íslandi og stuðla þannig að aukinni fræðslu og forvörnum svo draga megi úr þeim. Number 60 50 40 30 20- 10- 0 I ■ Boys □ Girls t I ■ I M ■ ■■ ■ I. ^ wwwwwwwwwwtncow (Offltonitoajninirotoracoaí >,>.(D(D(Ö<Ú<Ö(Ö(Du/wu<wwu/c CMCO'íin(DNCOO)O^CVlC*)'í Age Fig. 1. Age and sex distribution among290 Icelandic children admilted with burn injuries. Fig. 2. Annual number ofchildren with burn injuries hospita- lised in Iceland during the study period. Sjúkraskrár allra barna sem lögðust inn á Barnaspítala Hringsins á árunum 1982-1995 vegna brunaslysa (ICD 941-949) voru skoðað- ar. Úr sjúkraskránum fengust upplýsingar um brunavaldinn, slysstað og aðrar kringumstæð- ur, svo sem dagsetningu og tímasetningu brunaslyssins. Einnig fengust upplýsingar um stærð og dýpt brunans, fjölda legudaga og fjölda legudaga á gjörgæsludeild. Aðferðir Á árunum 1982-1995 voru starfræktar á ís- landi þrjár barnadeildir, á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri, St. Jósepsspítala Landakoti í Reykjavík og Barnaspítala Hringsins, Land- spítalanum. Öll börn sem orðið hafa fyrir al- varlegum brunaslysum á Islandi eru lögð inn á Barnaspítala Hringsins. Árið 1982 voru íslend- ingar 235.537, þar af voru börn 16 ára og yngri 71.677. Árið 1995 var íbúafjöldinn 267.958 þar af var fjöldi barna 16 ára og yngri 73.989. Niðurstöður Á 14 ára tímabili (1982-1995) lögðust 304 börn 15 ára og yngri inn á barnadeild Landspít- alans vegna bruna. Ekki fundust gögn um legu fimm barna, fjögur börn fengu rangt greining- arnúmer og fimm börn lögðust inn vegna gruns um bruna í munnholi og vélinda og voru þau útilokuð frá rannsókninni. Eftir voru 290 börn, 179 drengir og 111 stúlkur. Börn tveggja ára og yngri voru 179 (61,7%) og börn fjögurra ára og yngri voru 211 (72,8%).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.