Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.1997, Qupperneq 31

Læknablaðið - 15.05.1997, Qupperneq 31
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 309 Samráð í heilbrigðisþjónustu Heimspekilegur inngangur að málþingi Siðaráðs landlæknis Vilhjálmur Árnason Joint decision-making in healt care Arnason V Læknablaðið 1997; 83; 309-15 Þegar litið er á þær tillögur sem eru til um- ræðu á þessu málþingi (1) stingur í augu hve hugmyndir um sjálfræði og sjálfsákvörðunar- rétt sjúklinga fá þar mikið rými. Raunar má segja að þessar hugmyndir gangi eins og rauður þráður gegnum plöggin þrjú og myndi annan meginþáttinn í þeim siðfræðilega kjarna sem í þeim felst. Hinn meginþátturinn er umhyggja fyrir velferð þess fólks sem þiggur heilbrigðis- þjónustu eða tekur þátt í læknisfræðilegum rannsóknum. Þessir tveir þættir, virðing fyrir sjálfræði skjólstæðings og umhyggja fyrir vel- ferð hans, eru samofnir í því sem ég hef nefnt virðingu fyrir sjúklingnum sem manneskju og tel að eigi að liggja heilbrigðisþjónustu og rannsóknum á fólki til grundvallar. Að mínu mati getur þessi siðferðilega krafa best tryggt það að jafnan sé unnið með hagsmuni sjúklinga að leiðarljósi (2). Það er að sjálfsögðu ekkert nýtt að talað sé um að fagfólki í heilbrigðisþjónustu beri að tryggja bestu hagsmuni sjúklings. í læknaeiði Hippókratesar standa til dæmis eftirfarandi Frá Heimspekistofnun, Aðalbyggingu Háskóla íslands v/ Suðurgötu. Höfundur er dósent í heimspeki. Greinin er byggð á erindi sem var haldið á málþingi Siðaráðs land- laeknis i Norræna húsinu 22.2.1996. Lykilorð: læknisfræðileg siðfræði, samráð, samskipti fag- fólks og sjúklinga, upplýsta samþykki, hagsmunirsjúklinga. Keywords: joint decision-making, patient-professional int- eraction, informed consent, patients'interests. setningar sem orða þessa hugsun á hnitmiðað- an hátt: „Þœr einar fyrirskipanir mun ég gjöra er séu sjúklingum mínum til gagns og nytsemd- ar, eftir því sem þekking mín og dómgreindfœr frekast ráðið. Forðast mun ég að aðhafast nokkuð illt eða óréttlátt gagnvart þeim“{3). Það er vel þess virði að staldra örlítið við þessar setningar. Fyrsta setningin kemur orð- um að því siðalögmáli sem á íslensku er yfirleitt kennt við velgjörð, það er að læknirinn geri það eitt sem er sjúklingnum til góðs, honum „til gagns og nytsemdar“ (3). Síðari málsgrein- in setur hins vegar fram þá reglu sem lengst af var lögð til grundvallar í siðfræði heilbrigðis- greina og heitir á latínu primum non nocere, eða umfram allt skaðið ekki, eins og útleggja mætti það á íslensku. I siðfræðilegri greiningu er þessi skaðleysis- regla oft flokkuð sem hluti af velgjörðarregl- unni. Þannig heldur siðfræðingurinn William Frankena því fram að greina megi velgjörðar- regluna í fernt (4); 1. Að valda tjóni eða skaða 2. Að koma í veg fyrir tjón eða skaða 3. Að bæta tjón eða skaða 4. Að gera og efla hið góða Þegar Hippókrates mælist til að menn geri það eitt sem er sjúklingum til gagns eða nyt- semdar gæti hann átt við alla liði þessarar greiningar, en hann hnykkir síðan sérstaklega á þeim fyrsta og mikilvægasta: „Forðast mun ég að aðhafast nokkuð illt eða óréttlátt gagnvart þeim" (3). Héreru hagsmunirsjúklingssannar- lega hafðir að leiðarljósi. En það sem er athygl- isverðast í þessum kafla úr Hippókratesareiðn- um er setningin sem tengir saman siðareglurn- ar tvær og hljómar svo „...... eftir því sem þekking mín og dómgreind fœr frekast ráðið" (3). Við fyrstu sýn virðist þessi setning yfir-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.