Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.1997, Page 43

Læknablaðið - 15.05.1997, Page 43
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 319 Pálmi lagði áherslu á nauðsyn þess að koma skriflegum at- hugasemdum á framfæri við hópana og jafnframt að nýta Læknablaðið til áframhaldandi umræðu. Samkvæmt samþykkt aðalfundar sem unnið er eftir ber að skila áfangaskýrsiu til formannaráðstefnu og skal fullnaðarafgreiðsla eiga sér stað á næsta aðalfundi. Sverrir Bergmann formaður Læknafélags íslands tók fyrstur til máls og ítrekaði mikilvægi þess að læknar nái sem víðtæk- astri samstöðu um sem flest mál. Ekki er meiningin að rekja umræður hér nema að örlitlu leyti. Margir fundarmenn lýstu þungum áhyggjur vegna þess að í framtíðinni gæti reynst erfitt að fá menn til að snúa aftur heim að loknu sérnámi erlendis. Starfsaðstaða og kjör væru mun lakara hér en í þeim löndum sem flestir stunda sérnám í. Verði ekki brugðist við í tíma má ætla að einn af hornsteinum íslenskrar heilbrigðisþjónustu hrynji, en hann er sú fjölbreytta sérfræðiþekking sem menn hafa aflað sér á ólíkum stöðum og flutt til landsins. Uppbygging læknanáms var talsvert rædd og breytingar sem á því hafa orðið. Á það var bent að ný tækni og fækkun innlagna hefur breytt náminu. Stofu- læknar hafa formlega boðið læknadeild að taka nemendur til kennslu en því hefur verið fálega tekið hingað til. Vinnu- verndarákvæði EES samnings- ins munu hafa áhrif þegar þau koma til framkvæmda, en þar er gert ráð fyrir 48 stunda vinnu- viku sem hámarki. Augljóslega verður þá að endurskipuleggja allt vaktakerfi og leggja af það taumlausa vinnuálag sem víða hefur viðgengist inni á sjúkra- stofnunum. Unglæknar leggja á það áherslu að allir unglæknar falli undir vinnuverndarákvæði Sverrir Bergmann formaður LÍ og Örn Bjarnason í stjórn Siðfræði- ráðs LÍ. Ljósm.: Lbl. Fóstbræðurnir Haraldur Brient og Sigurður Guðmundsson. Ljósm.: Lbl.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.