Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.1997, Qupperneq 48

Læknablaðið - 15.05.1997, Qupperneq 48
324 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 segjast ekki vilja alveg gleyma sér í barlóminum. Ottar hefur orðið: „Það er rnjög áhugavert starf og skemmtilegt að stunda lækn- ingar úti á landi. Við erum í nánu sambandi við íbúa, kynn- umst þeim og allt samfélagið er nánara og öðruvísi en í stærri bæjum. Ég var ekki tilbúinn að starfa í Reykjavík eða á Akur- eyri, vildi heldur gerast sveita- læknir og var í rúm sex ár á Fá- skrúðsfirði. Menn halda hins vegar ekki út í þessum einmenn- ingsstöðum í mjög mörg ár og því var kærkomið að komast hingað til Egilsstaða þar sem læknar búa við ýmsa kosti sveitalæknishéraðs en eru samt ekki einir. Hér er hópvinna að vissu marki og verkefnin fjöl- breytt, En draumastaðan er auðvitað að manna allar þessar stöðvar nógu vel og bæta kjör og starfsaðstöðu þannig að allir geti vel við unað.“ A heilsugæsluna koma reglu- lega í heimsókn sérfræðingar, augnlæknar, háls-, nef- og eyrnalæknar og aðrir og að- stoða læknana við að sinna sér- stökum vandamálum. Um leið fá þeir tækifæri til að fá nokkra innsýn í það sem helst er að ger- ast í viðkomandi grein og fræða sérfræðingana á aðstæðum fólks og einkennum, Pessar heim- sóknir eru mjög mikilvægar fyrir sjúklingana og læknana og má líta á þær sem einn þátt í viðbótar- og viðhaldsmenntun þeirra. Lífsmáti Og Stefán sagðist einnig hafa viljað leita út á land eftir að hann útskrifaðist: „Það voru lausar stöður á tveimur stöðum, Patreksfirði og Egilsstöðum og ég hafnaði hér og hef verið síðan. Ég vil eigin- lega kalla það fremur lífsmáta en venjulegt starf að vera læknir á þessum fámennari stöðum út um landið. Petta er lífsmáti sem ekki aðeins læknirinn hefur val- ið heldur verður öll fjölskyldan að vera sama sinnis. Og vakta- bindingin er slík að eiginlega gengur starfið alltaf fyrir - það er yfirleitt fjölskyldan sem situr á hakanum. Maki læknis getur til dæmis varla tekið að sér fast starf því þegar læknir á vakt er kallaður út verður makinn að vera tiltækur fyrir heimilið. Eig- inlega má orða þetta svo að fjöl- skyldan er eini aðilinn sem ekki getur stólað á mann - en allir aðrir geta það!" Þeir tvímenningar segja að viðhorfið til starfa út um land sé að breytast og eigi trúlega eftir að breytast meira á næstunni: „Sá hópur lækna fer minnk- andi sem alist hefur upp úti á landi og þeim fjölgar líka sem búið hafa og starfað erlendis, sem unglingar með foreldrum sínum og síðar í framhaldsnámi sínu. Norðurlöndin eru líka nánast einn vinnumarkaður og íslendingum hefur reynst auð- velt að fá vinnu. íslenskir lækn- ar hafa því takmarkaðan áhuga á að sækjast eftir störfum hér- lendis meðan starfsaðstaðan er slík að menn þurfa sífellt að berjast í kjara- og aðstöðumál- um stéttarinnar til þess að geta búið við eðlileg starfsskilyrði." Aftur er því komið að kjara- málunum og spurt hvernig þau þurfi að vera til að þeir telji þau viðunandi: Föst laun verði hærra hlutfall heildarlauna „Launakerfi heilsugæslu- lækna byggist aðeins að hluta til á föstum launum en meirihluti teknanna kemur frá einstökum læknisverkum og síðan vöktum. Hér þarf að verða breyting á og þyftu föstu launin að vega mun meira í heildarlaunum. Það þarf með öðrum orðum að vera hægt að minnka vinnuálagið án þess að kaupið lækki. Laun þurfa í rauninni að vera það góð að menn geti leyft sér að fara í frí ti! að halda út. Þá eigum við bæði við námsfrí, þegar menn taka sér hlé til endurmenntunar eins og læknar eiga rétt til eftir ákveðnum reglum og njóta til þess nokkurs stuðnings, og líka frí til að komast frá daglegum störfum, hvíla sig á vöktum og geta um frjálst höfuð strokið án þess að hafa áhyggjur af því að tekjur dragist stórlega saman á meðan. Það er líka þrúgandi fyrir þá sem eru í einmennings- héruðum að geta ekki farið í frí nema tryggja að einhver fáist í afleysingar á meðan - menn eru fangar starfsins. Þess vegna meðal annars og af fleiri orsök- urn viljum við sameina ein- menningshéruðin sem mest nágrannalæknishéruðum. Læknar bíða spenntir eftir nið- urstöðu kjaranefndar varðandi launamál heilsugæslulækna og meðan sú niðurstaða er ekki fengin verður ákveðin óvissa um fastar ráðningar í þessar ómönnuðu stöður.“ Farið er að síga mjög á seinni hluta tímans sem við höfðum til umráða og láta þeir tvímenning- ar að lokum fljóta nokkur vís- dómsorð til að gera upp málið í heild: „Heilbrigðisþjónusta er að ýmsu leyti vanþróuð. Þar starf- ar þó áhugasamt fólk sem lætur ekki vandmálin stöðva sig held- ur reynir að leysa þau. Okkur finnst hins vegar vanta að hlúð sé nægilega að öllu þessu starfs- fólki sem gerðar eru miklar kröfur til. Ef okkur auðnast að staldra við og bæta úr stærstu vanköntunum og ýmsu því sem við höfum hér drepið á er mikið fengið," segja þeir félagar að lokum. jt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.