Læknablaðið - 15.05.1997, Page 52
326
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
vaktabindingu og það er mikill
léttir,“ segir Auðbergur. Þarf
enginn að vera hissa á því en
nóttina áður en blaðamaður
heimsótti Eskifjörð hafði hann
þrisvar verið ræstur, bæði vegna
veikinda og slysa sem menn
höfðu lent í þegar þeir voru við
skemmtan.
Stóraukin pappírsvinna
Auðbergur segir að starfið
hafi breyst talsvert á síðustu ár-
um: „Þar á ég við ýmsa nýja
þætti sem komnir eru til. Kröfur
tímans eru aukið framboð á
hvers kyns reglulegum skoðun-
um og viðtölum, ungbarna-
skoðun og mæðraskoðun og
fleiru sem er auðvitað aukin
þjónusta við fólkið. Síðan er
orðið miklu meira um vottorð,
skýrslugerð og pappírsvinnu
sem við verðum að sinna. Eg
held því blákalt fram að sú
vinna hafi aukist með tilkomu
tölvunnar, hafi orðið flóknari
og mér finnst þetta allt miklu
þyngra í vöfum en fyrr, sam-
skiptaskráning er orðið miklu
tímafrekari en unt leið vitanlega
betri.“
A góðviðrislaugardegi þegar
autt er á bundnu slitlaginu og
sólin baðar firðina og fannhvít-
an Fagradalinn í stillilogni er
erfitt að ímynda sér að sam-
göngur geti truflast að marki á
þessu svæði. Auðbergur segir
reyndar sjaldgæft að hann hafi
þurft að hverfa frá Reyðarfjarð-
arferð. Hins vegar hafi ekki
alltaf verið hægt að flytja sæng-
urkonur til Neskaupstaðar.
En hvernig gengur að sinna
starfinu að mestu einn þegar
skipulagið gerir ráð fyrir tveim-
ur læknum?
„Eg sker eitthvað niður.
Móttakan á Reyðarfirði er opin
tvo hálfa daga í viku en annars
er ég mest hér og Reyðfirðingar
leita hingað ef á þarf að halda,
þetta er ekki nema 15 mínútna
akstur á milli. En ég er talsvert
bundinn af því kerfi sem komist
hefur á hjá okkur, ég nefndi áð-
an mæðra- og ungbarnaeftirlit,
svo eru fastir tímafrekir síma-
tímar, það er ekki svo auðvelt
að skera slíkt niður þegar það er
einu sinni komið á. Eg hef líka
lítið getað sinnt Hulduhlíð og
allt sem heitir fagleg uppbygg-
ing og endurnýjun situr á hak-
anum og þannig má segja að
ýmislegt drabbist niður þegar
svona stendur á.“
Allt betra en að vera einn
Nokkrir læknar og lækna-
nemar hafa komið til tímabund-
inna starfa á Eskifirði á síðustu
vikum og mánuðum og segir
Auðbergur að þótt slíkt sé til
mikillar hjálpar sé mjög mis-
jafnt hvernig það nýtist: „Sér-
fræðingar í heimilislækningum
eru fljótir að komast inn í hlut-
ina og í þeim er mestur fengur.
Þeir sem hafa hins vegar átt all-
an sinn starfsferil innan sér-
stakrar og þröngrar sérgreinar
eru vitanlega ekki eins vel í
stakk búnir til að hlaupa inn í
svona starf en auðvitað er allt
betra en að vera einsamall."
Og Auðbergur segir að enn
sjái ekki fyrir endann á afleið-
ingum uppsagna heilsugæslu-
lækna í fyrra: „Þessar uppsagnir
ollu róti og það verður einhver
bið á að sæmileg skikkan komist
á þetta allt á ný. Kjaramálum
þessa læknahóps var vísað til
kjaranefndar og það er alveg
ljóst að við fáum enga lækna til
að sækja um þessar lausu stöður
meðan hún lýkur ekki starfi
sínu. Ég hef haft samband við
nokkra kunningja mína sem nú
eru við störf til dæmis í Svíþjóð
og þeir hreyfa sig ekki úr góðum
stöðum til að fara í einhverja
óvissu hér. Það er sárt að sjá
hvernig áður vel frambærileg
heilbrigðisþjónusta í dreifbýl-
inu er að hrynja.“
Læknarnir á Eskifirði leysa
flest dagleg vandamál en geta
sent sjúklinga á Fjórðungs-
sjúkrahúsið í Neskaupstað eða
með bíl til Egilsstaða og flugvél
til Reykjavíkur. Sjúkrabílavakt
er í báðum bæjunum. Þrátt fyrir
að Auðbergur liafi í nógu að
snúast meðan liann fær ekki
samstarfsmann til framtíðar
hefur honum tekist að nýta sér
námsfrí sitt og sækja sér endur-
menntun:
„Fyrsta skyldan er sú að hafa
lækninn sjálfan í lagi. Þar á ég
bæði við að við séum í góðu lík-
amlegu og andlegu ástandi til að
geta stundað kröfuhörð störf
okkar en ekki síður hitt að halda
sér við faglega. Það gerum við
með því að sækja námskeið og
fáum við til þess hálfs mánaðar
frí árlega. Síðustu árin hef ég
setið námskeið í Norræna heil-
brigðisháskólanum í Gautaborg
og verð ég þar nú í byrjun maí.
Þarf ég einmitt að fá nokkra
daga áður en ég fer til að ljúka
undirbúningi fyrir vinnufund
þar. Ég er í fimm manna starfs-
hópi þar sem er einn frá hverju
Norðurlandanna. Hópurinn tók
að sér að kanna hvernig nýjung-
ar rekur á fjörur lækna og
hvernig þeim gengur að taka
þær upp í daglegu starfi. Þetta
er mjög áhugavert efni og við
höfum sent hópi lækna spurn-
ingalista sem við erum að vinna
úr,“ segir Auðbergur Jónsson
að lokum.
jt