Læknablaðið - 15.05.1997, Page 53
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
327
Stefán Þórarinsson héraðslæknir:
Nauðsynlegt að breyta stjórnskipan
heilbrigðisstofnana á Austurlandi
Fjórtán og hálf staða læknis
er í heilsugæsluumdæmunum á
Austurlandi og séu taldir með
læknar sem starfa á sjúkrahús-
unum er fjöldi þeirra alls 17.
Sitja þeir á átta stöðum milli
Vopnafjarðar og Hafnar en um-
dæmið er frá Gunnólfsvík á
Langanesi að Skaftafelli. A
svæðinu búa tæplega 13 þúsund
manns, um það liggur langur
kafli þjóðvegar 1, meðal annars
um nokkra fjallvegi. I mörgum
bæjunum er líflegt atvinnulíf og
oft mikið um aðkomufólk og á
sumrin fara innlendir sem er-
lendir ferðamenn um fjórðung-
inn í stórum hópum.
Stefán Þórarinsson héraðs-
læknir á Austurlandi hefur bent
á nauðsyn þess að breyta stjórn-
skipan heilbrigðismálanna og
kynnti hann hugmyndir sínar
nýverið á fundi hjá Læknafélagi
Austurlands. Hann hefur og rit-
að heilbrigðisráðherra og bent á
að læknaskortur í dreifbýli sé
staðreynd og muni fara versn-
andi ogíbréfinu setti hann einn-
ig fram hugmyndir um nauðsyn
bættrar stjórnunar í heilbrigðis-
kerfinu öllu. Bréfið sendi hann í
byrjun mars og hafði ráðherra
engin viðbrögð sýnt um miðjan
apríl þegar Læknablaðið ræddi
við Stefán og fleiri lækna á
Austurlandi.
Hugmynd Stefáns er í stuttu
máli sú að sameina heilsugæslu-
umdæmi, að þau verði þrjú í
stað átta, á þann hátt sé unnt að
nýta betur starfskrafta og að-
stöðu án þess að til verulegrar
fjölgunar þurfi að koma. Stefán
rekur nánar þessa hugmynd:
„Markmiðið er eins og ávallt í
heilbrigðiskerfinu að tryggja
íbúum heilbrigðisþjónustu í
fjórðungnum. Það vil ég gera
með því að afnema einmenn-
ingshéruð f núverandi mynd til
að draga úr álagi á læknum
vegna vaktabindingar og ein-
angrunar og um leið minnkar
álag á samstarfsmönnum okkar,
hjúkrunarfræðingum og öðrum.
Þetta myndi einnig skapa styrk-
ari rekstrar- og stjórnunarein-
ingar og auðvelda mönnum
samnýtingu og samvinnu. Þá
þyrfti einnig að sameina heilsu-
gæslustöðvar, sjúkrahús og
hjúkrunarheimili í heilsugæslu-
sjúkrahús og aðlaga skipulag
heilbrigðisþjónustunnar að lík-
legri þróun í skipan sveitarfé-
laga.“
Þrjú heilsugæsluumdæmi
Stefán vill skipta umdæminu í
þrennt. Nyrst yrði Norður-
Austurlandsumdæmi: Vopna-
fjörður, Egilsstaðir og Seyðis-
fjörður. Á því svæði búa tæp-
lega 5.000 manns. Síðan kæmi
Mið-Austurlandsumdæmið þar
sem eru Neskaupstaður, Eski-
fjörður og Fáskrúðsfjörður. Þar
er íbúafjöldinn nærri 4.400.
Syðst er svo Suður - Austur-
landsumdæmið með rúmlega
3.300 íbúa og þar yrðu Djúpa-
vogur og Höfn - og spurning
hvort Breiðdalsvík lenti þeim
megin eða í mið-umdæminu.
Stefán er beðinn að skýra
nánar út hvernig hann sér fyrir
sér starfsemi í hverju þessara
umdæma fyrir sig:
„í norður-umdæminu geri ég
ráð fyrir að Vopnafjörður verði
áfram sjálfstætt vaktsvæði en
þar vil ég sameina heilsugæslu-
stöðina og Sundabúð sem er
Stefán Þórarinsson héraðslækn-
ir og heilsugæslulæknir á Egils-
stöðum. Ljósm.: jt
hjúkrunarheimili aldraðra.
Sjúkrahús og heilsugæsla á Eg-
ilsstöðum yrðu sameinuð og
sömuleiðis á Seyðisfirði og þar
væru tveir heilsugæslulæknar.
Seyðisfjörður og Egilsstaðir
gætu verið sama vaktsvæði í
fimm til sex mánuði á ári.
I mið-umdæminu yrði Nes-
kaupstaður sérstakt vaktsvæði
sem læknar Fjórðungssjúkra-
hússins myndu sinna. Eskifjörð-
ur og Fáskrúðsfjörður yrðu
sameiginlegt vaktsvæði, læknir
sitji á Fáskrúðsfirði og heilsu-
gæslan í Neskaupstað verði rek-
in í náinni samvinnu við sjúkra-
húsið þar.
Suður-umdæmið yrði tvö
vaktsvæði. Læknirsæti áDjúpa-
vogi og fengi stuðning og afleys-