Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1997, Síða 58

Læknablaðið - 15.05.1997, Síða 58
332 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 Fær hjúkrunarforstjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur rauða spjaldið? Fyrir nokkru barst í hendur mínar afrit af grein úr 1. tbl. Tímarits hjúkrunarfræðinga árg. 1997. Grein þessi var í raun erindi sem Sigríður Snæbjörns- dóttir hjúkrunarforstjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur flutti á hjúkrunarþingi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 25. október 1996. Erindi þetta nefnir Sigríð- ur: Rekstur bráðasjúkrahúsa á krepputímum - Hjúkrun í brennidepli. Við lestur erindisins verður mér skiljanlegri sá innri vandi sem hjúkrunarfræðingar eiga við að glíma. Forystumenn þeirra eru augljóslega fastir í viðjum úr sér genginnar kven- réttindabaráttu og hafa tapað við það sýn á hlutverki sínu að móta faglega stefnu allra hjúkr- unarfræðinga og bera hag sjúk- linga fyrir brjósti. I þeirri valda- baráttu sem hjúkrunarfræðing- ar telja sig eiga við lækna, og Sigríður lýsir hér á eftir, eru það sjúklingarnir sem líða. Sigríður fjallar í fyrstu um fjármál og rekstur bráðasjúkra- húsa, svo heilbrigðisstefnu og rekstrarumfang og árangur á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og Rík- isspítölum. Við grípum svo nið- ur er kemur að kaflanum „Þátt- ur hjúkrunar“ en þar segir: „Ef þáttur hjúkrunar á bráða- sjúkrahúsum er skoðaður sér- staklega kemur í ljós að hjúkr- unarfólk er langfjölmennasti starfshópurinn eða tæpur helm- ingur. Til samanburðar má geta þess að starfsfólk á lækninga- þætti er rúmur fjórðungur og annað starfsfólk um fjórðungur. Vægi hjúkrunarþáttar í rekstri er því óumdeilt bæði hvað varð- ar fjölda starfsfólks og rekstrar- umfang. Klínísk hjúkrun er á sania hátt umfangsmesta starfs- framlagið inni á sjúkrahúsun- urn og eitt það mikilvægasta í ferli sjúklingsins. Ymislegt skortir þó á að almenningi og stjórnvöldum sé þetta ljóst og er nauðsynlegt að vinna ötullega að því að kynna hjúkrunarstarf- ið betur.“ Síðar segir Sigríður: „Engu að síður eru hjúkrun- arfræðingar orðnir áhrifamiklir þátttakendur í stefnumótandi ákvörðunum innan og utan sjúkrahúsa. Fáar nefndir, sem fá það verkefni að móta heil- brigðisþjónustu landsmanna, eru án hjúkrunarfræðinga. En langt er í land með að viðunandi árangri sé náð og enn síður er ástæða til að ofmetnast. Við er- unt úti í miðju beljandi stórfljóti og ýmsir vildu gjarnan ferja okkur aftur að þeim árbakka sem við lögðum frá, í ferð okkar til aukins jafnréttis og viður- kenningar. Sem betur fer eru hjúkrunarfræðingar ekki tilbún- ir til að vera áhorfendur eða ein- göngu þiggjendur þegar að ákvörðunum kemur. Þeir vilja vera virkir þátttakendur, þeir gera kröfu um að starf þeirra sé metið að verðleikum og þeir vilja axla alla þá ábyrgð sem starfinu fylgir.“ Undir kaflanum „Krefjandi vinnuumhverfi“ segir Sigríður: „í samkeppni um takmarkað fjármagn til heilbrigðismála fara stundum „bræður að berj- ast“, línur verða skarpari í skoð- anaskiptum og ágreiningsmál- um fjölgar. Þessi staðreynd verður æ augljósari og er okkur hjúkrunarfræðingum að sjálf- sögðu áhyggjuefni. Við erum þátttakendur í baráttu milli kynjanna, konur gegn körlum, baráttu milli stétta, hjúkrunar- fræðingar gegn læknuni og bar- áttu um völdin, hversu stóra sneið af kökunni eiga hjúkrun- arfræðingar/konur að fá? Við hjúkrunarfræðingar og konur, sem erum eldri en tvævetra, höfum líka fundið fyrir því, að sú kynslóð kvenna, sem er að taka sín fyrstu skref í atvinnu- lífinu, þar á meðal hjúkrunar- fræðingar, gerir sér ekki alltaf fulla grein fyrir hversu mikil vinna var innt af hendi til jafn- réttisbaráttunnar á árum áður, inni á spítölum sem og annars staðar, og hversu miklar fórnir hafa verið færðar til að ná eftir- sóknarverðum / langþráðum markmiðum. Það krefjandi vinnuum- hverfi, sem við búum nú við, reynir á þolrif allra, bæði sjúk- linga og starfsmanna. Það reyn- ir á þolinmæði hjúkrunarfræð- inga, stjórnkænsku, pólítísk/ persónuleg sambönd og ekki síst kjark og þor til að standa fyrir máli sínu og því sem maður trúir á. Mikill tími hefur farið í að móta hugmyndafræði hjúkr- unar og útfærslu hennar. Þeim tíma hefur verið vel varið. Sam- staða og samheldni stéttarinnar er lífsnauðsyn á erfiðum tímum. Ef einhver einn þáttur á eftir að skipta sköpum í framgangi hjúkrunarstéttarinnar er það einmitt samstaðan. Hjúkrunar- fræðingar verða nú að bretta upp ermar og sækja fast það sem þeim ber. Þrátt fyrir það að þeir séu ein fjölmennasta heilbrigð- isstéttin, með mikið af vel- menntuðum og reyndum ein- staklingum, er langt í frá að t.d. formlegum og óformlegum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.