Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1997, Síða 63

Læknablaðið - 15.05.1997, Síða 63
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 337 „CLINICA MEDICA“ Hér er fjallaö um hugmynd að einkarekinni sjúkratrygg- ingu og sjúkrahúsi á íslandi, sem nú er rædd meðal lækna, rekstrarstjóra og trygginga- manna. Nafnið „Clinica Medica“ er valið af handahófi fyrir þessa grein. Fyrirmyndir að Clinica Medica finnast í flest- um löndum. Ekki er ætlunin að storka almannatryggingum og ríkisreknum heilbrigðisstofnun- um. heldur opna dyrnar fyrir möguleikum á viðbótarsjúkra- tryggingum. Þó yrði um að ræða einhverja samkeppni fyrir hina opinbert reknu heilbrigðisþjón- ustu, til dæmis um starfsfólk. Kveikjan Hið opinbera hefur verið að reyna að draga úr fjárveitingum til heilbrigðisþjónustu, bæði þeirrar sem veitt er á sjúkrahús- um og þeirrar sem veitt er á læknastofum. Sparnaðartil- raunirnar gera það að verkum að sjúklingar greiða nú æ fleiri þætti og stærri hluta þjónust- unnar sjálfir. Einnig veitist sjúkrastofnunum nú erfiðara að fullnægja skyldum sínum á tímabæran hátt. Þetta veldur vinnuálagi hjá heilbrigðisstarfs- fólki og krefst þolinmæði af sjúklingum. Af þeirri ástæðu að sparnaðaraðgerðirnar eru frem- ur grófar en þeim ekki nákvæm- lega stýrt má gera ráð fyrir að sums staðar verði magn eða gæði þjónustunnar minni en æskilegt þykir. Meðal afleið- inga sem búast má við er að þjónustan bregðist væntingum sumra sjúklinga. Sama gildir um starfsfólk, það gæti komið los á það eins og við erum þegar farin að sjá. Niðurskurður að gefnu tilefni? Sparnaðarþróun almanna- tryggingakerfisins og ríkisspít- ala er hvorki ástæðulaus né al- vond. Hún er nauðsynlegur þáttur í því aðhaldi sem ein- kennir öll heilbrigðistrygginga- og þjónustukerfi. hvort heldur sem þau eru amerísk eða sænsk, einkarekin eða opinber. Að- haldsaðgerðir í íslenska heil- brigðiskerfinu eru miðaðar við það að gera ríkinu betur kleift að standast efnahagsáætlanir og draga úr sköttum, svo að aðrir þættir þjóðlífsins fái einnig not- ið sín. Of mikill niðurskurður? Það er ekki á færi eins eða nokkurra manna að svara spurningunni um það hvort rík- isvaldið sé nú að fara offörum í sparnaði. Heilbrigðisstefnan eins og hún birtist almenningi dag hvern mótast af samningum kjörinna stjórnmálamanna, em- bættismanna, fagmanna og markaðsaðila. Þær væntingar sem þessir aðilar taka með sér til samninganna fara eftir því hverju þeir eru vanir, hvað þeir sjá í nágrannalöndunum, fram- tíðarsýn þeirra, hagsmuna- stöðu, væntingum almennings og því hversu miklu fé er hægt að ráðstafa án þess að það fari að bera á fjárskorti í öðrum þjóðlífsþáttum. Lágmarksþjónusta Spurningin um það hvaða heilbrigðisþjónustu ber að veita hverju sinni á kostnað almanna- sjóða, og hversu fljótt, er ekki auðveld. Einhvers staðar þarf þó að setja markið, en hvar? Þar sem um er að ræða greiðslur úr almannasjóðum, sem eru tæm- anlegir og jafnframt helgaðir öðrum mikilvægum verkefnum, hlýtur að vera ljóst að leita skal meðalhófs. Almenn rekstrar- lögmál mæla og fyrir um að kostnaður við þjónustu verður að vera eins lágur og unnt er. Af þessu tvennu má álykta að al- mannatryggingar og ríkisspítal- ar eigi að veita þá ódýrustu, það er minnstu þjónustu sem flest fólk getur sætt sig við. Óánægðir Nú er óumflýjanlegt að sumir þjóðfélagsþegnar muni telja hina lögboðnu lágmarksþjón- ustu ófullnægjandi fyrir sig og sína, með öðrum orðum væru tilbúnir að veita meira en sem nemur meðalupphæð til sinna eigin heilbrigðismála. Það getur ekki verið ámælisvert - menn mega ákveða sjálfir hvernig þeir ráðstafa sfnum peningum, inn- an sómasamlegra marka. Þetta fólk, sem gerir sérstakar kröfur til heilbrigðisþjónustu og kannski þjónustu yfirleitt, er markaður Clinica Medica. Hvað væri Clinica Medica? Yrði Clinica Medica fram- kvæmd til fulls væri um að ræða einkarekna sjúkratryggingu og heilbrigðisþjónustu með legu- rými á íslandi. Veitt væri meðal annars sú læknisþjónusta sem hið opinbera veitir nú að jafnaði með tilfinnanlegri bið eða með
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.