Læknablaðið - 15.05.1997, Side 64
338
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
greiðsluþátttöku sjúklinga.
Þarna gæti verið um að ræða
suma eða alla eftirfarandi þætti:
Heimilislæknisþjónustu, sér-
fræðilæknisþjónustu, rann-
sóknaþjónustu, aðgerðaþjón-
ustu og slysaþjónustu. Hags-
munir heilbrigðistryggingafé-
laga eru þannig vaxnir að einnig
má búast við að skynsamlegar
forvarnir gegn heilsuvá yrðu
einnig boðnar. Kostnaðarsamar
skurðaðgerðir mætti bjóða við
erlent sjúkrahús. Varðandi ör-
orku- og lokastigssjúkdóma er
ekki að búast við að venjuleg
sjúkrastrygging taki til þess, en
nú þegar eru boðnar sérstakar
slíkar tryggingar hjá íslenskum
tryggingafélögum.
Hvar og hvernig?
Húsnæðið gæti verið með
ýmsu móti, en til greina kæmi
að leigja eða kaupa lítið sjúkra-
hús á höfuðborgarsvæðinu. Að
öðrum kosti mætti útbúa legu-
rými við núverandi læknastofur
eða jafnvel breyta litlu hóteli í
sjúkrahús. Líklegt er að legu-
rými þurfi að vera eins og flest
nútímafólk vill hafa það, það er
einmenningsherbergi með sjón-
varpi, einkasnyrtingu og síma.
Séð yrði til þess að öll þjónusta,
svo sem læknis-, hjúkrunar-,
upplýsinga- og símaþjónusta
yrði mjög góð.
Skattaafsláttur?
Kysi einhver að greiða ið-
gjöld til sjúkratryggingafélags
og njóta mestallrar heilbrigðis-
þjónustu þannig á sinn kostnað,
myndi honum eflaust þykja mál
að skattar hans til almanna-
sjúkratrygginga minnkuðu.
Hann myndi ætlast til þess af
sjúkratryggingafélaginu og/eða
Clinica Medica, að þessir aðilar
nái samningum við hið opinbera
um skattaafslátt fyrir iðgjalda-
greiðendur. Eflaust væri rétt að
reyna að verða við þessu, en ár-
angur myndi fara eftir pólítísku
andrúmslofti og meðal annars
kosta fjaðrafok í þingsölum og
fjölmiðlum. Höfundi finnst hins
vegar að til greina komi að gera
ekki ráð fyrir skattalækkun/-
endurgreiðslu í iðgjaldatöflu
einkasjúkratrygginga á Islandi,
vegna þeirrar andúðar sem lík-
legt er að þátttökuleysi einka-
tryggðra í almannatryggingum
vekti upp hjá þorra manna.
Annar möguleiki er að bjóða
tryggingahöfum endurgreiðslu
þegar og ef þeir kjósa að þiggja
heilbrigðisþjónustu hjá opin-
berum aðilum.
Aðstæður andsnúnar
Clinica Medica
Það er félagshyggja í öllum
mannlegum samfélögum. Á Is-
landi er hún að miklu leyti form-
leg, nánar tiltekið steypt inn í
lög og reglugerðir, sjálfvirk og
sjálfsögð. Mann grunar því að
minna olnbogarými sé fyrir
einkahyggju á sviði heilbrigðis-
mála á íslandi heldur en í nálæg-
um löndum, jafnvel í saman-
burði við norræn frændlönd. í
versta falli er hugsanlegt að al-
menningur sé á móti Clinica
Medica. Ekki hefur enn verið
mælt hvort þessi hugmynd er
ógeðfelld venjulegu fólki, en
slíkt skiptir máli fyrir stjórn-
málamenn, sem þurfa að móta
lög og reglur um þetta.
Hvernig yrði Clinica
Medica gangsett?
Nú myndu læknar ekki setja
upp Clinica Medica einir síns
liðs. Það væri til dæmis ómiss-
andi að fá markaðsfræðing til að
meta væntanlegan markað.
Rekstarhliðina þarf að áætla og
það er aðeins hægt að fengnu
áliti verkfræðings á húsnæðis-
þörfum og sjúkrahúsrekstrar-
fræðings á mannaflaþörfum. Þá
má ekki gleyma að trygginga-
fræðingar þekkja best til trygg-
ingahegðunar neytenda og regl-
um sem lúta að almanna- og
einkatryggingum. Pólítísk af-
staða almennings og stjórn-
málaflokka er rannsóknarverk-
efni fyrir félagsfræðing. í fram-
haldi af því mætti hugsa sér
samráð við fulltrúa löggjafans
og ráðuneyta. Þá kæmi að fjár-
mögnun, en hún fengist ekki
nema trúverðugar yfirlýsingar
lægju fyrir frá ofangreindum að-
ilum um jákvæð skilyrði.
Hvaðan kæmi
frumkvæðið?
Það myndi sem sagt kosta
forrannsókn að færa Clinica
Medica á fjármögnunarstig.
Þessa athugun þyrfti að fram-
kvæma vitandi það að niður-
staðan gæti orðið neikvæð, það
er að segja hún yrði rekin með
áhættufé. Fáir myndu ráðstafa
sínum tíma og peningum í þetta
nema þeir sem þekkja viðfangs-
efnið. Læknar eru þar miðsviðs.
Hópur áhugasamra lækna gæti
látið gera slíka forrannsókn
með því að hver og einn legði til
dálítið fé, að ógleymdum tíma
með þeim sérfræðingum sem
nefndir eru að ofan. I upphafi
mætti hugsa sér að slíkur hópur
myndi koma saman til að stað-
festa áhuga og ræða áætlun um
forrannsókn, ef kaupin gerast
þannig á eyrinni að slíkt sé inn-
an við fjárgetu hópsins. Að lok-
inni rannsókn ætti læknahópur-
inn niðurstöðurnar og gæti því
orðið ráðandi í framkvæmd
Clinica Medica. Nokkur íslensk
tryggingafélög og lífeyrissjóðir
hafa í fyrstu atrennu afþakkað
að fjármagna forkönnun, þann-
ig að segja má að boltinn sé hjá
læknum núna.
Læknar og þróun
heilbrigðismála
Gott væri ef læknar gætu sem
oftast tekið frumkvæði í þróun
heilbrigðismála. Manni verður