Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.1997, Side 79

Læknablaðið - 15.05.1997, Side 79
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 351 Fréttatilkynning frá landlækni Norrænt umferðarslysaþing Reykjavík, 27.-28. ágúst 1998 Efni: Áhættuslys í samgöngum í lofti, á láði og legi (meðal annars slys á skipum undir hentifána). Ráðstefnan er ætluð öllum þeim sem láta sig varða slys og slysavarnir, áhugamönnum sem fagfólki, flugmönnum, atvinnubifreiðastjórum, löggæslumönnum, fræðimönnum, heilbrigðisstarfsfólki, sjómönnum, alþingismönnum, sveitarstjórnarfólki, björgunarsveit- arfólki, sjúkraflutningafólki, fararstjórum, fólki í ferðaþjónustu og fleirum. Dagskrá:Áráðstefnunni verðurfjallaðum slys í samgöngum álandi, ásjó og ílofti. Þema ráðstefnunnar er slys sem eiga sér stað vegna þess að fólk tekur meðvitaða eða ómeðvitaða áhættu. Meðal annars verður rætt um slys á vélknúnum farartækjum á landi, sjóslys, flugslys, sálfræðiþátt slysa, augnslys, slys í tómstundum og slysaskráningu. Fundarstaður: Hótel Loftleiðir í Reykjavík. Tungumál: Enska og norðurlandamál. Ráðstefnan er skipulögð af landlækni og Slysavarnaráði. Þeir sem áhuga hafa á að flytja erindi á þinginu hafi samband við skrifstofu landlæknis, Laugavegi 116, sími 562 7555. Tekið verður á móti hótelbókunum og þátttökutilkynningum ráðstefnugesta hjá Gesta- móttökunni ehf., P.O. Box 7253,127 Reykjavík, sími 551 1730, bréfsími 551 1736. Heilsa og heilbrigðir lífshættir Helgina 12. og 13. júlí nú í sumar verður haldin ráðstefna á Sauðárkróki undir yfirskriftinni heilsa og heilbrigðir lífshættir. Að ráðstefnunni standa afmæl- isnefnd Sauðárkróks, Heilsu- gæslustöðin á Sauðárkróki, Sjúkrahús Skagfirðinga, Nátt- úrulækningafélag Islands og heilbrigðisráðneytið. Sauðárkrókur stendur á tíma- mótum. í ár eru liðin 140 ár frá því að Krókurinn fékk verslun- arleyfi, 90 ár frá því að hann varð sérstakt sveitarfélag og 50 ár frá því að staðurinnn fékk kaupstaðarréttindi. í fyrra voru liðin 125 ár frá því að byggð hófst á Sauðárkróki. Sjúkrahús Skagfirðinga fagn- aði 90 ára starfsafmæli á síðast- liðnu ári og í ár eru liðin 60 ár frá stofnun Náttúrulækningafélags íslands. Frumkvöðull að stofn- un Náttúrulækningafélagsins var Jónas Kristjánsson þáver- andi héraðslæknir á Sauðár- króki og var félagið stofnað á Króknum í júlí árið 1937. Jónas var mikill baráttumaður fyrir bættri heilsu og betri lífsháttum og því þótti við hæfi að minnast áðurnefndra tímamóta með því að standa fyrir ráðstefnu um heilsu og heilbrigða lífshætti. Fyrirlesarar á ráðstefnunni verða 14 talsins og koma úr hópi lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkraþjálfara, sálfræðinga, næringarfræðinga, íþróttafræð- inga, hagfræðinga, félagsfræð- inga og heimspekinga. Ráðstefnan fer fram í bók- námshúsi Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra á Sauðár- króki, hún hefst kl. 09:00 laug- ardaginn 12. júlí og henni lýkur sunnudaginn 13. júlí kl. 14:00. Allar nánari upplýsingar um ráðstefnuna veitir Páll Brynj- arsson í síma 453 5082. Úr fréttatilkynningu

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.