Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.1999, Page 23

Læknablaðið - 15.02.1999, Page 23
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 121 Tafla I. Greiningarskilmerki Kawasaki sjúkdóms (9).__ A. Hiti sem hefur staðið í að minnsta kosti fimm daga. B. Fjögur af fimm eftirtöldum einkennum verða að vera fyrir hendi: 1. Tárubólga; í báðum augum og án útferðar. 2. Slímhúðarbreytingar í vörum og munnholi; rauðar og sprungnar varir, jarðarberjatunga, roði í hálsi. 3. Eitlastækkanir á hálsi; að minnsta kosti einn eitill yfir 1,5 cm íþvermál. 4. Útlimabreytingar; bráðar: roði og bjúgur í lófum og iljum; síðkomnar: húðflögnun í kringum neglur. 5. Útbrot; geta verið margskonar meðal annars líkst skar- latssótt, mislingum eða ofsakláða. C. Aðrir sjúkdómar útilokaðir. Gúlar ná hámarksstærð í annarri og þriðju viku sjúkdómsins eða um það leyti sem bráða- stigi sjúkdómsins lýkur. Einnig flagnar húð, sérstaklega á höndum og fótum. Hiti varir yfir- leitt ekki lengur en tvær vikur án meðferðar (2,5). Sjúkdómnum hefur verið lýst í flestum lönd- um, en er algengastur meðal barna af asískum uppruna (2). Faröldrum hefur verið lýst bæði í Japan og í Bandaríkjunum (5). Tíðnin sveiflast eftir árstíðum og virðist sjúkdómurinn algeng- astur frá nóvember fram á vor (6,7). Sjúkdóm- urinn herjar fyrst og fremst á yngri börn, um 80% sjúklinganna eru undir fimm ára aldri, en honum hefur einnig verið lýst hjá fullorðnum (8). Orsök og greining sjúkdómsins er byggð á klínískum einkennum og hafa menn komið sér saman um greiningarskilmerki (tafla I)(9). Ýmis önnur einkenni geta verið til staðar (tafla II) (9). Oft er sjúkdómsgreiningin erfið, sérlega hjá yngstu börnunum en hjá þeim sjást ekki öll sjúkdómsskilmerki þrátt fyrir einkennandi kransæðabreytingar (10,11). Þótt sjúkdómsmyndin og faraldsfræði sjúk- dómsins bendi til sýkingar hefur enginn sýk- ingarvaldur fundist. Settar hafa verið fram hug- myndir um að bakteríueitur valdi sjúkdómsein- kennunum en það setur sjúkdóminn í flokk með skarlatssótt og „staphylococcal toxic shock syndrome“ (12,13). Slík bakteríueitur geta örvað stóran fjölda T-eitilfrumna með því að bindast HLA-II sameindinni á APC-frum- unni (antigen presenting cell) annars vegar og T-eitilfrumu viðtækinu hins vegar. Þessi bind- ing er ekki vækis sértæk (antigen specific) (14). í Kawasaki sjúkdómi á sér stað mikil virkjun ónæmiskerfisins í bráðafasa sjúkdóms- ins, bólgufrumuíferð í æðum og hjarta með fjölgun T-hjálparfrumna og fækkun T-bæli- Tafla II. Kawasaki sjúkdómur: sjúkdómseinkenni önnur en greiningarskilmerki (9). Hjarta og æðakerfi: hjartabilun vegna hjartavöðvabólgu, hjartsláttartruflana, lokuleka. Meitingarvegur: niðurgangur, uppköst, kviðverkir, þarma- lömun, bjúgur í gallblöðru, gula, væg brenglun lifrarprófa. Blóð: hækkað sökk, fjölgun hvítra blóðkorna, vinstri hneigð, hækkað CRP, blóðflögufjölgun í annarri viku. Þvag: þvagrásarbólga með graftarmigu (steril pyuria). Neglur: hvít þverrák á batastigi sjúkdóms. Liðir: liðverkir, liðbólgur. Taugakerfi: óværð, heilahimnubólga. frumna og aukningu í fjölda mótefnaframleið- andi B-frumna (15). Mismunagreiningar Kawasaki sjúkdóms eru meðal annars skarlatssótt, mislingar, iktsýki (juvenile rheumatoid arthritis), heilkenni Stev- ens Johnsons, „staphylococcal toxic shock syn- drome“ og lyfjaútbrot. Meðferð Kawasaki sjúkdóms er mótefni og aspirín. Gjöf mótefna er áhrifarík til að draga úr kransæðakvillum, hita og bólgu. Þegar mót- efni eru gefin snemma í sjúkdómi (innan 10 daga) lækkar tíðni kransæðaskaða verulega (16). Skammtur mótefna er 2g/kg sem gefin eru á 10-12 klukkustundum (17). Mótefni geta hamið fjölgun T-frumna og seytrun örvunar- þátta (18). Aspirín dregur úr bólgu og hefur að auki blóðþynnandi áhrif sem eru talin mikil- væg, sérlega á annarri og þriðju viku sjúk- dómsins þegar blóðflögum getur fjölgað. Ráð- lagður skammtur aspiríns er 80-100mg/kg á dag í tveimur skömmtum fyrstu tvær vikurnar, síðan 5mg/kg daglega meðan gúlar eru til stað- ar (19). Það hefur ekki verið sýnt fram á að aspirín dragi úr gúlamyndun (20). Efniviður og aðferðir Rannsóknin er afturskyggn á þeim börnum sem fengið hafa sjúkdómsgreininguna Kawa- saki sjúkdómur hérlendis. Farið var í gegnum sjúkragögn og klínísk einkenni skráð. Sjúk- lingar sem fylltu klínísk skilmerki sjúkdómsins voru teknir með (tafla I). Aldur barnanna var skráður, kyn, innlagnardagur og lengd inn- lagnar. Fylgikvillar voru kannaðir; liðbólgur, þvagrásarbólgur, heilahimnubólgur, lithimnu- bólgur og kvillar í lifur og gallblöðru. Sérstak- lega voru sjúkragögn athuguð með tilliti til hjartakvilla. Ómskoðunarsvör voru lesin, til- vist gollurshússvökva og kransæðabreytinga skráðar. Meðferð sjúklinga var könnuð. Athug- aður var tími frá upphafi einkenna til gjafar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.