Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1999, Síða 30

Læknablaðið - 15.02.1999, Síða 30
126 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Nýleg tækni hefur auðveldað greiningu líf- fræðilegs getuleysis (6). Um er að ræða litla tölvu (RigiScan) sem fest er við lærið meðan sjúklingurinn sefur. Tvær lykkjur sem tengdar eru við liminn greina allar breytingar á stærð og stífni í draumsvefni. Réttmæti (validity) þessarar tækni hefur verið kannað með því að bera niðurstöðumar saman við klíníska skoðun á svefnrannsóknarstofu (7,8). Réttmæti spurn- inga af þeim toga sem oft eru notaðar til að greina getuleysi í rannsóknum og í klínískum viðtölum hefur hins vegar sjaldan verið kann- að. Nýleg rannsókn þar sem spurningar voru bornar saman við RigiScan mælingar benti til þess að greina mætti getuleysi af líffræðilegum toga með hjálp spurningalista í um það bil átta tilfellum af 10 hjá mönnum sem ekki vom þunglyndir, það er svöruðu spurningunni hef- urðu verið óvenju þunglyndur uppá síðkastið, neitandi (5). Þetta þýðir með öðrum orðum að næmi (sensitivity) greiningar á líffræðilegri kyngetu með hjálp spurninga hafi í besta falli verið 80%. Ef ekki var tekið tillit til þunglyndis var næmi mælingarinnar nokkuð lægra eða tæplega 70%. I engu tilviki var líffræðilega getulaus maður ranglega greindur, sem þýðir að sértækni (specificity) mælingarinnar reynd- ist vera 100%. Við þessar mælingar vom notaðar þrjár spurningar þar sem spurt var um limstífni við a) kynlífsathafnir, b) þegar menn vakna með stand og c) limstífni af öðrum toga. Skilgrein- ingin á líffræðilegri getu samkvæmt spurninga- listanum var, að limurinn væri oftast nœgjan- lega stífur til að hafa samfarir í að minnsta kosti einni af þessum þremur kringumstæðum (1,5). Það er vel mögulegt að næmi og sértækni spurninga af þessu tagi sé háð aldri. Því ber að varast að yfirfæra þessar niðurstöður gagnrýni- laust yfir á eldri menn þar sem aldursdreifingin í tilraunahópnum var breið. Að sjálfsögðu geta aðrar ástæður en líffræði- legar verið undirrót þess að limurinn gagnist ekki í samförum, meðal annars sálrænar höml- ur og félagslegar og trúarlegar ástæður. Þá er gjarnan talað um ristruflanir af sálfræðilegum toga. Þó að þessi skipting sé stundum vafasöm þar sem vandamálin geta skarast er hún nothæf í klínísku starfi. Víða uin lönd hefur raunin orðið sú að sálfræðingar og geðlæknar, sem hafa sérhæft sig í kynlífsmeðferð, meðhöndla sjúklinga með ristruflanir af sálrænum toga, en þvagfærasérfræðingar og innkirtlafræðingar sjá um meðhöndlun ristruflana af líffræðileg- um toga. Mikilvægt er að náið samband og traust ríki milli þessara aðila og að hver um sig hafi faglegt innsæi til að vísa frá sér þeim vandamálum sem aðrir eru betur fallnir til að leysa. Kynlíf eldri karla I nýlegum rannsóknum, sem gerðar voru á kynlífi sænskra karla á aldrinum 50-80 ára, var notast við spumingalistann sem áður var nefndur til að meta ristruflanir. Þar kom meðal annars í ljós að líffræðilegt getuleysi (sjá skil- greiningu hér að framan) jókst hratt upp úr sextugu. Aðeins 3% karla á aldrinum 50-60 ára áttu við þetta vandamál að glíma á meðan fjórði hver maður á aldrinum 60-70 ára og ann- ar hver á aldrinum 70-80 ára var líffræðilega getulaus (1). Líta ber á þessar niðurstöður í ljósi þess að næmi mælingarinnar er í besta falli 80% svo gera má ráð fyrir að í það minnsta tveir af 10 þeirra sem greindust líffræðilega getulausir séu það ekki. Einnig ber að hafa í huga að aðeins var spurt um meðferð við þung- lyndi í þessari rannsókn svo ekki var unnt að leiðrétta niðurstöðumar til að gera ráð fyrir þeim áhrifum sem annað þunglyndi kynni að hafa haft á næmi mælingarinnar. Þar að auki er ekki hægt að útiloka að aukinn aldur geti haft áhrif á næmið. Engu að síður er ljóst að getu- leysi af líffræðilegum toga var algengt eftir sextugt. Margir eldri karlmenn í rannsókninni voru kynferðislega virkir. í aldurshópnum 70- 80 ára fengu rúmlega fjórir af 10 fullnægingu að minnsta kosti einu sinni í mánuði en nokkuð færri, eða þrír af 10, höfðu samfarir það oft (1). Áhrif getuleysis á lífsgæði í aldurshópnum 70-80 ára, töldu þrír af 10 að kynlíf væri mikilvægt eða mjög mikilvægt fyrir almenna vellíðan þeirra. Að sjálfsögðu jókst mikilvægi kynlífs með lægri aldri og í aldurs- hópnum 50-60 ára töldu átta af 10 að kynlífið væri mikilvægt eða mjög mikilvægt fyrir al- menn lífsgæði (quality of life/well-being) (1). Væru karlmennirnir getulausir skipti engu máli hvaða orsakað hafði getuleysið. Þeir sem orðið höfðu getulausir vegna meðferðar við stað- bundnu krabbameini í blöðruhálsi voru alveg jafn líklegir til að líða vegna þess og hinir sem voru getulausir af öðrum orsökum (9,10). I sænsku rannsóknunum var beint samband á
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.