Læknablaðið - 15.02.1999, Page 43
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
137
Mynd 4. írsk móðir ásamt þriggja ára syni sínum. Sonurinn hefur heilkenni fósturskaða af völdum áfengis. Ljósm.: George Steinmetz.
(© G. Steinmetz)
Tíðnitölur hafa mjög verið gagnrýndar af
Sampson og félögum. Þeir telja að einungis
þrjár rannsóknir, sem gerðar hafa verið í heim-
inum til þessa, leyfi áreiðanlegt mat á tíðni
heilkennis fósturskaða af völdum áfengis.
Rannsóknir þessar eru frá Seattle og Cleveland
í Bandaríkjunum og Roubaix í Frakklandi. I
Seattle rannsókninni, sem er frá 1975, var úr-
takið að mestu leyti hvítar, giftar miðstéttar-
konur sem álitnar voru lítill áhættuhópur. Tíðn-
in í því úrtaki var áætluð vera að minnsta kosti
2,8 af hverjum 1000 lifandi fæddum börnum. í
rannsókninni í Cleveland, sem gerð var seint á
áttunda áratugnum, voru flestar mæðurnar fá-
tækar og félagslega illa staddar. Tíðnin í því
þýði var 4,6 af hverjum 1000 börnum. I Rou-
baix þýðinu frá árunum 1977-1990 var tíðnin
frá 1,3 til 4,8 af hverjum 1000 börnum eftirþví
við hversu alvarleg einkenni var miðað.
Með því að byggja á upplýsingum um rösk-
un á taugaþroska úr langtímarannsókn, sem
staðið hefuryfirí Seattle frá 1975, áætla Samp-
son og félagar, að samanlögð tíðni heilkennis
fósturskaða af völdum áfengis og áfengis-
tengdrar röskunar á taugaþroska, eins og hún er
skilgreind af Institute of Medicine, sé að
minnsta kosti 9,1 af 1000 lifandi fæddum börn-
um (15).