Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.1999, Side 44

Læknablaðið - 15.02.1999, Side 44
138 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Taugameinafræði Atferlisröskun og vitsmunaskerðing sem einkenna börn sködduð af áfengi stafa af breyt- ingum á starfsemi heilans og/eða byggingu hans. Við áfengisneyslu móður verður alkóhól- magnið í fóstrinu innan fárra mínútna það sama og í blóði móður. Lifur fóstursins hefur aðeins 10% afkastagetu miðað við lifur móður og eftir að alkóhól er horfið úr blóði fóstursins eru enn- þá leifar eftir í legvatninu. Þess vegna er fóstrið lengur undir áhrifum áfengis heldur en móðirin (12). Sýnt hefur verið fram á að alkóhól veldur æðasamdrætti í naflastrengnum, sem skerðir blóðrennsli og getur valdið blóðsúr og viðvar- andi súrefnisþurrð hjá fóstrinu (16). Alkóhól virkar með beinum hætti á heilafrumurnar með því að: 1. Draga úr taugafrumuskiptingunni, eins og kemur fram í höfuðsmæð. 2. Hraða eðlilegum frumudauða. 3. Trufla ferð taugafrumna og glíafrumna á réttan stað í heilanum. 4. Trufla myndun gripla og síma. 5. Trufla myndun taugamóta (17). Heilabörkurinn (cerebral cortex), litli heili (cerebellum) og sæhesturinn (hippocampus) eru svæði þar sem skaðleg áhrif alkóhóls hafa verið tengd atferlisröskun hjá börnum. Rann- sóknir á dýrum hafa sýnt að sæhesturinn, nánar tiltekið taugamótin í honum, er hvað viðkvæm- asti hluti heilans fyrir áhrifum alkóhóls. Jafn- vel lítill skammtur alkóhóls getur valdið lang- varandi skerðingu á ummótunarhæfni tauga- mótanna í sæhestinum og stungið hefur verið upp á því að þetta geti átt þátt í vitsmunaskerð- ingu barna sem sködduð eru af völdum áfengis, en sæhesturinn er ákaflega mikilvægur fyrir allt nám og minni (18,19). Segulómanir hafa leitt í ljós að áfengisáhrif á fósturskeiði geta valdið ýmiss konar óeðlilegum breytingum á byggingu heilans. Böm með heil- kenni fósturskaða af völdum áfengis eru með hátt hlutfall vanskapnaðar í miðlínu heilans, sem helst í hendur við aukinn vanskapnað í andliti. Þessar niðurstöður benda til þess að meginbygg- ingarskaði heilans verði frá þriðju til 13. viku meðgöngu. Segulómanir sýna einnig að heildar- stærð heilans er skert og hlutar litla heila, hvela- tengsla (corpus callosum) og grunntaugahnoða (basal ganglia, sérstaklega caudate nucleus) eru tiltölulega litlir í börnum sem sködduð eru af völdum áfengis (20-24). Rannsóknir á dýrum og mönnum hafa sýnt að umfang heilaskemmdanna tengist bæði þroskastiginu, sem heilinn er á þegar áhrifin verða, og því hve alkóhólskammturinn er stór. Eins og áður kom fram eru skemmdir á bygg- ingu heilans tengdar áfengisáhrifum á fyrsta þriðjungi meðgöngunnar, en starfrænar skemmdir tengjast meir áfengisneyslu eftir þann tíma, sem nær jafnvel fram yfir fæðingu í gegnum móðurmjólkina. Rannsóknir á rottum, sem fengu fáa en stóra skammta af alkóhóli á fósturskeiði, hafa sýnt að vöxtur á öllum heil- anum, framheilanum og litli heilanum var til- tölulega skertari ef áfengisáhrifin urðu á síð- asta þriðjungi meðgöngu borið saman við vaxt- arskerðingu, sem varð eftir áfengisgjöf á öðr- um tímurn meðgöngunnar, enda er vaxtarhraði heilans mikill á því tímabili. Höfundar þessarar rannsóknar telja niðurstöðurnar styrkja þá skoðun að þó svo áfengisneyslu sé ekki hætt fyrr en á síðasta þriðjungi meðgöngu, þá geti það samt dregið þó nokkuð úr fósturskaðanum (25). Dýrarannsóknir hafa einnig sýnt að vaxtar- skerðing á litla heila og fjöldi Purkinje-frumna í honum tengist beint þeim tíma fósturskeiðsins sem alkóhóláhrifin verða og hámarksþéttni alkóhóls í blóðinu. Fækkun Purkinje-frumna reyndist vera meiri ef áhrifin urðu á síðasta þriðjungi borið saman við annan þriðjung með- göngu. Þessar heilaskemmdir voru tengdar ýmsum atferlisbreytingum, þeirra á meðal jafn- vægistruflunum (26). Erfiðleikar við að halda lrkamlegu jafnvægi hafa einnig komið fram hjá börnum sem orðið hafa fyrir áfengisáhrifum í móðurkviði (27). Konovalov og félagar gerðu rannsókn á fóst- urvísum og fóstrum (aldur 5-14 vikur) mæðra sem neyttu áfengis á meðgöngu. í 75,5% til- fella var um óeðlilega heilamyndun að ræða. Algengast var að myndun heilaholsveggja og laganna í heilaberki væri afbrigðileg. Þegar til- fellum var raðað eftir því hve alkóhólneyslan var mikil, kom í ljós að fóstur alvarlega áfeng- issjúkra mæðra (sem drukku 100-500 ml af hreinum vínanda á dag, fjóra til sjö daga á viku) voru með vanskapaðan heila í 100% til- fella. Jafnvel þegar um tilfallandi notkun áfeng- is hafði verið að ræða (35-100 ml af hreinum vínanda neytt við þrjú tilfelli á meðgöngu), kom fram vansköpun í 28,5% tilfella (28). Alkóhól berst út í móðurmjólkina, þar sem það nær um það bil sömu þéttni og er í blóði
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.