Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.1999, Side 45

Læknablaðið - 15.02.1999, Side 45
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 139 móður. Little og félagar athuguðu tengslin á milli áfengisneyslu móður meðan á brjóstagjöf stóð og þroska barna við eins árs aldur og kom- ust að raun um að hreyfiþroski, eins og hann er mældur með Psychomotor Development Index (PDI), var marktækt lakari hjá börnum mæðra sem neyttu áfengis reglulega meðan á brjósta- gjöf stóð (ekki hafði verið um alkóhólneyslu á meðgöngu að ræða). Ahrifin voru skammta- tengd, þannig að því meiri sem alkóhólneyslan var á meðan brjóstagjöf stóð þeim mun slakari var hreyfiþroskinn við eins árs aldur (29). Því hefur verið haldið fram að áfengisneysla feðra geti orsakað fósturskaða. Rannsóknir á rottum hafa sýnt að karlkynsrottur, sem gefið hafði verið alkóhól fyrir getnað, gátu afkvæmi sem sýndu skerta athafnasemi, voru viðkvæm fyrir sýkingum (30), kyrkingsleg vexti og van- sköpuð (31). Rannsóknir á áfengissjúkum karl- mönnum hafa leitt í ljós marktækar óeðlilegar formbreytingar á sæði þeirra (32), en eins og málum er háttað í dag hefur hvorki tekist að sanna né afsanna að einhver af þeim áhrifum, sem talin eru tengjast áhrifum alkóhóls í móð- urkviði, gætu stafað af stökkbreytingum á sæði sem orðið hefur fyrir áhrifum alkóhóls (12). Vísbendingar hafa komið fram um það að erfðaeiginleikar einstaklinga geti haft áhrif á hversu alvarlegur alkóhólskaðinn verður. Tví- burarannsóknir hafa sýnt að hann birtist með áþekkari hætti hjá eineggja tvíburum heldur en tvíeggja (33). Taugasálfræðilegar afleiðingar Frá því heilkenni fósturskaða af völdum áfengis var greint árið 1973 hafa fjölmargar rannsóknir verið gerðar á röskun á taugaþroska í áfengissködduðum börnum. Rannsóknir þess- ar hafa sýnt að hvorki vaxtarskerðing né van- sköpun í andliti eru eins næmur mælikvarði á áhrif áfengis og taugasálfræðileg mælitæki. Röskun á þroska, sem oftast er nefnd sem af- leiðing áfengisáhrifa, er: skert greind, ofvirkni, athyglisbrestur, léleg hvatastjórnun, námserf- iðleikar, málröskun, skert minni, skert óhlut- bundin hugsun og dómgreind, skert rúmskynj- un og skertar fínhreyfingar (4). Taugasálfræðilegar rannsóknir á börnum hafa leitt í ljós að tegund og umfang þroska- röskunar tengist beint magni og tímasetningu áfengisneyslu á meðgöngu. Streissguth og fé- lagar í Seattle hafa rannsakað langtímaafleið- ingar hóflegrar áfengisneyslu á meðgöngu á 482 böm. Rannsókn þessi leiddi í ljós skammtatengd áhrif alkóhóls á ýmsa taugasál- fræðilega þætti frá fæðingu til 14 ára aldurs. Mestu áhrifin voru á athygli, hraða við úr- vinnslu áreita og námsgetu. Áhrifin voru til staðar frá fæðingardegi í formi skertrar aðlög- unarhæfni (hæfni til að halda aftur af viðbrögð- um við endurteknum og óviðkomandi áreitum). Því meiri sem áfengisneysla á meðgöngu hafði verið því erfiðara áttu börnin með að venjast áreitum frá Ijósi, hringlu og bjöllu. Neysla tveggja áfengra drykkja á dag eða meira, tengdist sjö stiga lækkun á greindarvísitölu, þegar börnin voru orðin sjö ára gömul. Náms- vandamál tengdust fylleríis-neyslu eða þegar drukknir voru fimm drykkir eða fleiri við sama tækifæri að minnsta kosti einu sinni, sérstak- lega í mánuðinum áður en þungun kom í ljós. Áhrif þessi voru í beinum tengslum við mat mæðranna sjálfra á neyslu, þegar þær voru spurðar annars vegar snemma á meðgöngu og hins vegar á fimmta mánuði meðgöngu. Tengsl- in héldust eftir að leiðrétt hafði verið fyrir þætti sem gætu haft áhrif á niðurstöðuna, eins og næringu móður, menntun foreldra, leikskóla- göngu og áhrif af völdum nikótíns, koffíns og aspiríns. Streissguth og félagar komust einnig að raun um að mikil drykkja á stuttum tíma hafði alvarlegri afleiðingar heldur en sama magn drukkið á lengri tíma og að drykkja snemma á meðgöngu var skaðlegri en drykkja á miðri meðgöngu (34). I rannsókn sinni á ýmsum neyslumynstrum komst Korkman að annarri niðurstöðu en Streissguth. Hún fann marktæk áhrif á ýmsa taugasálfræðilega þætti hjá börnum ef þau höfðu orðið fyrir áhrifum áfengis alla með- gönguna, en fann ekki marktæk áhrif ef neysl- an hafði aðeins átt sér stað á fyrsta þriðjungi meðgöngu. Korkman telur að muninn á niður- stöðunum megi ef til vill rekja til erfðafræði- legra þátta, þannig að í Seattle rannsókninni hafi það verið börn mæðra, sem erfðafræðilega séð voru með tilhneigingu til áfengisneyslu, at- hyglisbrests og námserfíðleika, sem sýndu merki um námsvandamál í tengslum við drykkju snemma á meðgöngu (35). Nýleg frönsk langtímarannsókn á áhrifum hófdrykkju á þroska 160 forskólabarna leiddi í ljós, að neysla 44,36 ml (1,5 oz) af hreinum vínanda á dag (það er þrjár bjórdósir, þrjú vín- glös eða tveir blandaðir drykkir) á meðgöng- unni, leiddi af sér sjö stiga lækkun á greindar-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.