Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.1999, Side 46

Læknablaðið - 15.02.1999, Side 46
140 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 vísitölu hjá fjögurra og hálfs árs börnum. Höf- undar vara þó við því að líta á þetta neyslu- magn sem einhvern öryggisþröskuld, því nið- urstöður rannsóknarinnar leyfi ekki að ályktan- ir séu dregnar varðandi áhrif minni áfengis- neyslu. Rannsóknin staðfesti hins vegar að mun minni áfengisneysla en sú sem þarf til að valda heilkenni fósturskaða af völdum áfengis, getur haft áhrif á þroska barna (36). Goldschmidt og félagar gerðu rannsókn á námsstöðu sex ára barna. Mæður þeirra til- heyrðu lágri þjóðfélagsstétt og notuðu áfengi í hófi. Áfengisneysla um miðja meðgöngu tengdist skertri frammistöðu í lestri, stafsetn- ingu og reikningi. Frammistaða í reikningi versnaði eftir því sem áfengisskammtamir höfðu verið stærri, en frammistaða í lestri og stafsetningu tengdist meir þröskuldsáhrifum. Áfengisþröskuldurinn, sem tengdist skertri frammistöðu, var um það bil einn drykkur á dag um miðbik meðgöngu (37). Rannsóknir á börnum með heilkenni fóstur- skaða af völdum áfengis hafa leitt í ljós að greind þeirra er á mörkum vægrar þroskaheft- ingar (meðalgreindarvísitala ~ 68), en greind- arstigið getur verið mjög breytilegt eða allt frá alvarlegri þroskaheftingu til meðalgreindar. Börn sem hafa aðeins tvö af þremur einkennum heilkennisins eru með aðeins hærri meðalgreind (38). Þótt fullorðið fólk með heilkenni fóstur- skaða af völdum áfengis hafí greind innan eðli- legra marka, er það samt með óeðlilega hátt hlutfall ýmissa taugasálfræðilegra ágalla (39). Meirihluti þeirra barna, sem verða fyrir miklum áfengisáhrifum í móðurkviði, uppfylla ekki greiningarskilmerkin fyrir heilkenni fóst- urskaða af völdum áfengis. Mattson og félagar hafa sýnt fram á, að þótt böm áfengissjúkra kvenna séu ekki með andlitseinkenni eða vaxt- arseinkun sem einkenna heilkennið, þá hafi þau samt skerta greind. Rannsókn þeirra sýndi að börn, sem orðið höfðu fyrir áhrifum alkóhóls en uppfylltu ekki greiningarskilmerki fyrir heilkenni fósturskaða af völdum áfengis, höfðu meðalgreindarvísitöluna 83,6 sem er um það bil eitt staðalfrávik fyrir neðan meðallag (40). Þeir báru einnig frammistöðu barna með heil- kennið og barna, sem höfðu orðið fyrir mikilli áfengisneyslu á meðgöngu án þess að vera með heilkenni fósturskaða, saman við frammistöðu heilbrigðra barna á taugasálfræðilegum próf- um. Fyrrgreindu hóparnir tveir stóðu sig mun lakar en sá síðarnefndi á prófum sem mældu málfærni, yrt minni, námshæfileika, fínhreyf- ingahraða og samhæfingu sjónar og handa (41). Vandamál tengd athygli og hvatastjórnun eru mjög algeng hjá áfengissködduðum börnum. Rannsóknir, sem fylgt hafa eftir börnum með heilkenni fósturskaða af völdum áfengis, sýna að ofvirkni og athyglisbrestur virðist einna helst standa í vegi fyrir því að þessi börn eigi áfallalausan skólaferil. Vegna þess hversu al- gengt vandamál þetta er meðal áfengisskaðaðra barna, hefur því jafnvel verið haldið fram að áfengi gæti verið orsakavaldur athyglisbrests með ofvirkni (attention deficit hyperactivity disorder, ADHD). Nanson og Hiscock báru saman annars vegar börn með heilkenni fóstur- skaða af völdum áfengis og áfengistengdan fósturskaða og hins vegar börn með athyglis- brest (attention deficit disorder, ADD) og fundu ýmislegt sameiginlegt með þessum hóp- um. Þótt áfengissköðuðu börnin væru mark- tækt greindarskertari, þá voru alhyglisbrestur og hegðunarvandamál svipuð og hjá börnunum með athyglisbrest (42). Coles og félagar komust að annarri niður- stöðu í nýlegri rannsókn. Þeir báru saman fjóra hópa svartra, bandarískra barna úr sama lág- tekjuhópnum. Börnum sem höfðu orðið fyrir áhrifum alkóhóls í móðurkviði var skipt í tvo hópa, annars vegar þau sem voru með andlits- einkenni og hins vegar þau sem voru án þeirra. Áfengissköðuðu börnin voru síðan borin sam- an annars vegar við börn sem greind höfðu ver- ið með athyglisbrest með ofvirkni og áttu mæður sem ekki höfðu neytt áfengis á með- göngu og hins vegar við eðlileg böm. Niður- stöður leiddu í ljós að áfengissköðuð börn með andlitseinkenni (heilkenni fósturskaða af völd- um áfengis) og ofvirku börnin mældust með svipaða skerðingu á greindarprófum borið saman við áfengissköðuð börn án andlitsein- kenna og eðlileg börn. Hins vegar kom fram greinilegur munur á þessum tveimur hópum á taugasálfræðilegum prófum og hegðunarmæli- tækjum, þar sem ofvirku bömin stóðu sig mun lakar á prófum sem mæla athyglisbrest og hegðunarröskun. Ofvirk börn með athyglis- brest áttu erfiðara með að einbeita sér og við- halda athygli, en áfengisköðuðu börnin áttu erfiðara með verkefni sem reyna á rúmskynjun, úrvinnslu upplýsinga (encoding) og sveigjan- leika við úrlausn verkefna. Það er skoðun höf- unda þessarar rannsóknar að niðurstöðumar gætu skipt máli varðandi kennslu og meðferð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.