Læknablaðið - 15.02.1999, Side 48
142
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
áfengisskaðaðra barna. Á meðan til dæmis örv-
andi lyf kunni að hjálpa áfengissköðuðum, of-
virkum bömum að einbeita sér betur, þá geti
þau ekki hjálpað þeim við að festa upplýsingar
í minni og leysa verkefni. Hjálparúrræði sem
beinast að þessum veiku hliðum gætu einnig
verið til bóta. Annað einkenni sem virðist að-
greina ofvirk börn og áfengissköðuð er það að
þau síðarnefndu eru yfirleitt ekki eins hvatvís
og þau fyrrnefndu (43).
Mattson og félagar fundu einnig vandamál
sem tengdust úrvinnslu upplýsinga í rannsókn
sinni á námshæfni og minni áfengisskaðaðra
barna. Rannsókn þeirra leiddi í ljós að böm
með heilkenni fósturskaða af völdum áfengis
eiga mjög erfitt með að læra og muna munnleg-
ar upplýsingar. Bæði minni á efni, sem rifjað
var upp strax, og minni á efni, sem rifjað var
upp eftir lengri tíma, var verulega skert. Þegar
hins vegar börnin náðu loks að læra efnið, þá
tókst þeim að halda því í minni (44). Þessir erf-
iðleikar í sambandi við úrvinnslu upplýsinga
og minni eru í samræmi við fyrrnefndar dýra-
rannsóknir sem sýndu að sæhesturinn, sem er
ábyrgur fyrir því hlutverki, er sérlega við-
kvæmur fyrir áfengisskaða.
Langtímaafieiðingar
Áfengistengd röskun á taugaþroska er ekki
aðeins vandamál í æsku heldur einnig ævilöng
fötlun. Með aldrinum dregur úr andlitseinkenn-
um, vaxtarseinkunin er ekki eins áberandi og
hjá ungu barni, en einkenni tengd miðtauga-
kerfi vara ævilangt. Greindarskortur er algengt
vandamál og lagast ekki með aldrinum og þau
börn sem eru greindari eru oft í meiri áhættu en
þau síður gefnu, vegna þess að þau uppfylla
ekki þau viðmiðunarskilyrði sem þarf til að
hljóta ýmiss konar aðstoð varðandi nám, störf
og félagslega þjónustu. Önnur algeng vanda-
mál hjá fullorðnum áfengissködduðum einstak-
lingum eru ofvirkni, tilfinningaleg vandamál,
svefntruflanir og óeðlilegir kækir. Börn og
unglingar með fósturskaða af völdum áfengis
eiga oft við vandamál að stríða eins og lágt
sjálfsmat, árásarhneigð og misheppnaða skóla-
göngu. Áfengissýki, eiturlyfjanotkun, andfélags-
leg hegðun og tíðar þunganir eru algeng vanda-
mál sem fylgja hækkandi aldri. Stór hluti full-
orðinna einstaklinga með heilkenni fósturskaða
af völdum áfengis þarf á geðmeðferð að halda,
einkum vegna vímuefnamisnotkunar, þung-
lyndis og geðhvarfasýki. Mannleg samskipti
eru þeim erfið, tjáskiptahæfni er skert og svo til
enginn nær að lifa sjálfstæðu lífi (39,45-50).
Meðferð
Taugalífeðlisfræðilegar rannsóknir hafa leitt
í ljós að taugakerfið er mótanlegt. Við nám og
þjálfun verða breytingar á taugafrumunni og í
næsta nágrenni hennar og breytingar þessar
geta átt sér stað alla ævi einstaklingsins. í ljósi
þessa gefa rannsóknir á ýmiss konar tauga-
þjálfun góða von. Samkvæmt Klintsova og fé-
lögum hafa rannsóknir á meðferð við áfengis-
skaða verið fáar. Þeir rannsökuðu endurhæf-
ingaráhrif flókinnar hreyfiþjálfunar á rottur,
sem höfðu fengið stóra skammta af alkóhóli á
þeim tíma sem samsvarar síðasta þriðjungi
meðgöngu hjá mönnum. Fyrri rannsóknir hafa
sýnt að áfengi veldur marktækri og varanlegri
fækkun á Purkinje- og kornafrumum í litla
heila með þeim afleiðingum að rottur hafa
skerta hreyfifærni. Vísindamennirnir höfðu
áhuga á að vita, hvort bæta mætti hreyfifærnina
með því að kenna rottunum ýmis flókin hreyfi-
verkefni sem sýnt hafði verið fram á að gátu
valdið fjölgun taugamóta í berki litla heila og
að hve miklu leyti taugafrumur í litla heila eru
mótanlegar. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu
að með þjálfun mátti bæta hreyfifærni áfengis-
skaddaðra rotta og að eftirlifandi Purkinje-
frumur höfðu ennþá hæfileikann til að fjölga
taugamótum (51).
Eins og áður hefur komið fram hafa rann-
sóknir á dýrum og mönnum sýnt að sæhestur-
inn er sérstaklega viðkvæmur fyrir áhrifum
áfengis. Dýrarannsóknir hafa leitt í ljós að þeg-
ar sæhesturinn er örvaður með úttauga snerti-
og rafboðum, verður aukning á starfseminni og
hann gefur frá sér acetýlkólín (52). I því kann
einnig að felast von um meðferð fyrir áfengis-
sköðuð börn.
Samantekt og niðurstaða
Neikvæðar afleiðingar áfengisneyslu á með-
göngu hafa verið rannsakaðar ítarlega síðan
heilkenni fósturskaða af völdum áfengis var
skilgreint árið 1973. Þrjú aðaleinkenni heil-
kennisins eru vaxtarskerðing, vansköpun í and-
liti og röskun á starfsemi miðtaugakerfisins.
Öll einkenni heilkennisins koma aðeins fram í
bömum mæðra sem drukkið hafa mikið alla
meðgönguna og talið er að það geti átt við eitt
til þrjú af hverjum 1000 lifandi fæddum börn-
um. Minni neysla áfengis getur valdið ýmsum