Læknablaðið - 15.02.1999, Qupperneq 54
146
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
Sjúkratilfelli mánaðarins
Feitt er oss enn um hjartarætur
„Arrhythmogenic Right Ventricular Dysplasia“
Karl Andersen'1, Jörgen Albrechtsen21, Helgi J. ísaksson31, Gizur Gottskálksson4’
Andersen K, Albrechtsen J, ískaksson HJ, Gott-
skálksson G
Arrhythmogenic Right Ventricular Dysplasia.
A case report
Læknablaðið 1999; 85: 146-9
Frá "hjartadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, 2,Röntgen Domus
Medica, 3,Rannsóknastofu HÍ í meinafræði, "’hjartadeild
Landspítalans. Fyrirspurir, bréfaskipti: Karl Andersen, lyf-
lækningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, 108 Reykjavík.
Netfang: andersen@shr.is
Lykilorö: hjarta, takttruflanir, yfirlið.
Key words: dysplasia, arrhythmia, syncope.
Sjúkratilfelli
Fjörutíu og níu ára gamall maður leitaði á
heilsugæslu vegna brjóstverkjar. Verkurinn
kom skyndilega og án áreynslu, leiddi frá
brjósti og upp í höfuð og stóð í 20 mínútur.
Undanfarinn hálfan mánuð hafði sjúklingur
fundið fyrir endurteknum svimaköstum án
tengsla við áreynslu. Hann hafði ekki áður
fundið fyrir óþægindum frá hjarta. Heilsu-
gæslulæknir í heimabyggð tók hjartalínurit sem
sýndi tíð aukaslög frá sleglum. Sjúklingurinn
var því sendur á vaktspítala til nánari rann-
sókna og meðferðar.
Við komu var maðurinn ekki bráðveikinda-
legur. Blóðþrýstingur var 130/90, púls
60/mínútu, reglulegur. Hjarta- og lungnahlust-
un var eðlileg. Á hjartalínuriti var sinus taktur
með tíðum aukaslögum frá sleglum (mynd 1).
Fig. 1. The 12 lead ECG normal sinus rhythm, left axis deviation and incomplete right bundle branch block. A single premature ventri-
cular complex with left bundle branch configuration is recorded.