Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.1999, Side 64

Læknablaðið - 15.02.1999, Side 64
154 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Á seinni árum hefur sjálf- stæður rekstur heilbrigðis- starfsmanna í heilbrigðisþjón- ustu farið vaxandi í hinum vestræna heimi. Lengst hefur þróunin náð í Bandaríkjunum þar sem heilbrigðisþjónustan er að stórum hluta einkarekin. Skiptar skoðanir hafa verið um ágæti þess fyrirkomulags sem þar er ríkjandi, en þó eru flestir sammála því að slíkt fyrirkomulag myndi af mörg- um ástæðum ekki vera æski- legt hér á landi. Umræða um forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu er meira áberandi nú en áður, meðal annars vegna bættra mögu- leika til lækninga og breyttrar aldurssamsetningar þjóðar- innar. Löng hefð er fyrir um- fangsmikilli þátttöku ríkisins í rekstri heilbrigðisþjónustu hér á landi og í nágrannalöndum okkar. Slíkt fyrirkomulag á að tryggja jöfnuð milli þeirra sem nota þurfa þjónustuna óháð efnahag og búsetu. Einstaklingshyggjan á sér ríka hefð á Islandi og nægir að minna á Islendingasögurnar í því sambandi. Löng hefð er fyrir sjálfstæðum rekstri lækna á íslandi. Þannig var fyrirkomulagið nær eingöngu þar til lækningar færðust í auknum mæli inn á opinberar stofnanir á fyrri hluta þessarar aldar. Sjálfstæð starfsemi lækna hefur þrátt fyrir það verið all umfangsmikil á seinni árum, en aukinnar til- hneigingar hefur gætt hjá hinu opinbera til þess að setja þeirri starfsemi þrengri skorð- Umræöa og fréttir Formannsspjall Sjálfstæði lækna ur en fyrr. Er þetta gert þrátt fyrir yfirlýsingar valdhafa um að tryggja eigi fjölbreytt rekstrarform í heilbrigðis- þjónustu. Það virðist því mið- ur eins og það eigi að gilda einhver önnur lögmál um mannauð og rekstur í heil- brigðisþjónustu en í öðrum viðskiptakerfum. Starfsemi Læknavaktarinnar er dæmi um þá möguleika sem sjálf- stæður rekstur lækna bíður upp á. Þar fara saman góð þjónusta, gæði og hagkvæmur rekstur. „Gamli góði heimilis- læknirinn“ kann að líða undir lok ef ekki verður brugðist við fyrirsjáanlegri fækkun sjálf- stætt starfandi heimilislækna. Eini vettvangur heimilislækna til starfa verður þá í fastmót- uðu kerfi heilsusgæslu. Fyrirsjáanleg er fækkun sjúkrarúma og fjölgun á svonefndum ferliverkum á næstu árum. Ferliverk eru á ábyrgð læknisins og byggja á þekkingu hans og reynslu. Það liggur beint við að læknar eiga að hafa möguleika á að taka þetta rekstrarform að sér að öllu leyti í auknum mæli. Möguleikar eru nú taldir á því að einkavæða þjónustu á sjúkrahúsum og hefur röntgen- og rannsóknarþjónusta verið nefnd í því sambandi. Rönt- gen Domus Medica hefur þeg- ar sannað að slíkt rekstrar- form leiðir til bættrar þjónustu án útgjaldaaukningar. Sjálf- stætt starfandi sérfræðingar sinna mjög mikilvægri heil- brigðisþjónustu á hagkvæman hátt. Gott aðgengi fólks að sérfræðingum innan og utan heilsugæslustöðva er eitt af sérkennum íslenskrar heil- brigðisþjónustu. Breytingar á lögum um heilbrigðisþjónustu sem gengu í gildi á síðasta ári, þrátt fyrir andstöðu læknasamtak- anna, veita framkvæmdastjór- um heilbrigðisstofnana aukin völd. Það kann aldrei góðri lukku að stýra að láta ekki fjár- hagslega og faglega ábyrgð fara saman. Hugsanlega má með þessu fyrirkomulagi skýra hluta af samskiptaörð- ugleikum starfsfólks og læknaskort sumra sjúkrastofn- ana sem borið hefur á undan- farið. Stefna Læknafélags íslands er skýr hvað varðar sjálfstæða lækningastarfsemi. Margir að- alfundir hafa ályktað um nauð- syn þess að tryggja beri fjöl- breytt rekstrarform í heil- brigðisþjónustu. Nauðsynlegt er að saman fari fagleg og fjárhagsleg ábyrgð í auknum mæli. Fjárhagsleg ábyrgð á rekstri og afrakstur hans glæðir áhuga lækna á gæðum þjónustu og að nýta sem best þekkingu sína, tæki og að- stöðu. Slíkt mun væntanlega leiða til betri þjónustu, auk- inna gæða og hagkvæmni í rekstri. Mikilvægast er þó að við hlúum áfram vel að vel- ferðarkerfinu sem tryggir jafnt aðgengi allra þegna landsins að heilbrigðisþjón- ustu. Guðmundur Björnsson
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.