Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1999, Síða 76

Læknablaðið - 15.02.1999, Síða 76
166 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 ir væru stærri. Segir hann þetta á fremur ísmeygilegan hátt með tilvitnun í Njálu, bæði í fyrirsögn og aftur í greininni sjálfri, væntanlega fullviss þess að lesendur telji, að sá sem hefur tilvitnanir í gullaldarbókmenntir á hrað- bergi hljóti að vera trúverðug- ur. Það vill svo skemmtilega til, að stjórn LÍ svaraði fyrir sig (og mig) með yfirlýsingu í Morgunblaðinu og í desem- berhefti Læknablaðsins. Þar eru raktar samþykktir stjórnar og aðalfundar síðastliðna sex mánuði. Auðvitað er það túlk- unaratriði hvenær breytt stefna er breytt stefna. Mín skoðun er sú, að þegar LI fer frá formlitlu andófi yfir í kröfu um að skilgreina þurfi betur fjögur lykilatriði, sem svör eru reyndar til við, þá sé um breytta stefnu að ræða gagnvart viðræðendum. Ég hef hvergi haldið því fram eins og Arni gefur í skyn í grein sinni, að LI hafi sam- þykkt miðlægan gagnagrunn. Notar hann þessa rangfærslu sína til að sanna á mig lygar. Heldur er þetta ómerkilegur málflutningur. Heggur Árni illilega í eigin æru með þessu þegar hann ætlaði líklega bara að leyfa okkur að njóta af- burðaþekkingar sinnar á forn- bókmenntum. Annað í málflutningi Árna er í svipuðum dúr. Um þá staðhæfingu hans, að það sé viðhorf mitt að íslendingar þurfi ekki að fara eftir al- þjóðareglum, er það eitt að segja að ég hef þaullesið þær fjölþjóðlegu reglur sem okkur ber að fara eftir og lagt mig töluvert fram við það í allt haust að tryggja, að frumvarp- ið uppfyllti þessar reglur. Staðhæfing Árna um persónu- vernd og erfðafræðiupplýs- ingar sannar að hann hefur ekki lesið frumvarpið á seinni stigum. Utúrsnúningur um ætlað samþykki er ekki svara verður, en honum bent á að kynna sér í hve miklum mæli ætlað samþykki hefur verið notað við vísindavinnu á ís- landi, er enn og verður áfram. Enn hallar Árni réttu rnáli; um aðgengi vísindamanna, um einkaleyfi til að nýta allar íslenskar heilsufarsupplýsing- ar og um meint yfirráð rekstr- arleyfishafa yfir dreifðum gagnagrunnum. Þegar hér var komið lestrinum varð mér hugsað til heilagrar ritningar og sögunnar um þann, sem sá flísina í auga bróður síns en ekki bjálkann í eigin auga. Er eins og Árni hafi lesið frum- varpið með bjálka í auga, ekki í öðru, heldur báðum! Þarna er Árni kominn í eldfjörugan dans við sjálfa skáldgyðjuna og allt til loka greinarinnar. Kallar það á annars konar um- fjöllun, sem ekki verður farið út í hér. Víkur þá sögunni að for- manni vorum, sem fjallar um gagnagrunnsmálið í viðtali og grein í janúarhefti Lækna- blaðsins. Ekki ætla ég að leið- rétta villur hans um grund- vallaratriði, né fjalla um worst scenario hugaróra um hvað gerist þegar til framkvæmda kemur; ekki heldur að fjalla um mjög svo rætnar dylgjur í garð ónafngreindra kollega, sem unnu að framgangi frum- varpsins; og því síður um þá furðulegu staðhæfingu hans í viðtali í British Medical Journal þann 2. janúar um að gagnagrunnurinn verði notað- ur í glæpsamlegum tilgangi (og þá væntanlega af þeim læknum sem eru og verða í starfstengslum við fslenska erfðagreiningu). Þess í stað tek ég undir þá ósk Guðmund- ar Björnssonar, að sundur- lyndisfjandinn megi hverfa út í hafsauga. Til þess að svo verði þurfa menn að mæla af ábyrgð, ekki síst þeir sem eru í forsvari fyrir heildarsamtök lækna og vilja stuðla að ein- ingu. Einingu má ná slíðri menn sverðin, hafi þeir ekki þegar gert það; setjist niður og fari í gegnum starfrænt ferli gagna- grunnsins eins og það verður samkvæmt laganna hljóðan, skilgreini þröskulda og láti reyna á það hvort sátt náist um aðferðir og lausnir, sem allar eiga að vera innan ramma þeirra siðareglna og laga, sem við störfum eftir. Það eitt sæmir læknum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.