Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2007, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2007, Blaðsíða 2
föstudagur 1. júní 20072 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Veiða meira af kolmunna Íslensk skip veiddu um 68 þúsund tonn af kolmunna í apríl. Heildarafli kolmunna var 101 þúsund tonn fyrstu fjóra mánuði ársins, en á sama tíma í fyrra var aflinn rúmlega 87 þúsund tonn. Aflinn var aðallega veidd- ur á færeysku hafsvæði, eða rúmlega 52 þúsund tonn, og á alþjóðlegu hafsvæði, rúm 15 þúsund tonn. Ekki var öðr- um úthafstegundum landað í apríl. DV dreift á Akureyri alla daga Akureyringar geta hér eft- ir fengið DV borið heim til sín alla útgáfudaga, frá mánudegi til föstudags í viku hverri. Áður var hægt að fá helgarblaðið sem kemur út á föstudögum í áskrift í höfuðstað Norðurlands en nú bætist dagblaðið við mánudaga til fimmtudaga. „Blaðið er í stöðugri sókn,“ segir Jón Sigurðsson, dreifingar- stjóri DV. „Nú bætist Akureyri við í daglega dreifingu. Á næstunni má svo búast við að blaðið fari í daglega dreifingu í fleiri sveitar- félögum á landsbyggðinni.“ Dreifing DV á Akureyri er í höndum HHH fjöldreifingar. Mette Marit á Íslandi Norska krónprinsessan Mette Marit er nú stödd á Íslandi ásamt syni sínum. Mette hefur verið mjög umdeild í Noregi og víðar og þótti norsku konungsfjöl- skyldunni að hún væri heldur óstýrilát til að verða eiginkona krónprinsins Hákons. Tíu ára gamall sonur Mette úr fyrra sam- bandi, Marius Borg Høiby, skellti sér í Íslandsheimsóknina með móður sinni og hafa þau mæðg- in nú meðal annars skroppið á snjósleða upp á jökul og koma til með að kynnast Íslandi og nátt- úrunni sem allra best á næstu dögum. Halda sinn eiginn sjómannadag „Það er auðvitað mjög miður að ekki verði haldið upp á daginn hér á Akureyri en ég hef enga trú á öðru en að sjómenn haldi engu að síður upp á sinn sjó- mannadag,“ segir Davíð Hauksson, sjómaður á Ak- ureyri. Ekkert verður af skipulögðum hátíðarhöldum á Akureyri í ár. Sjálfur hefur Davíð tekið þátt í hátíðarhöldum á hverjum sjómannadegi síðan hann varð frídagur. Nú bregður hann hins vegar á að fara í útilegu. Allir starfsmenn fiskvinnslunnar Kambs á Flateyri hafa nú fengið upp- sagnarbréf afhent. Sumir hafa þriggja mánaða uppsagnarfrest en aðrir allt niður í einnar viku frest. Guðmundur Björgvinsson, for- maður Íbúasamtakanna í Önundar- firði, segir íbúana vera vanmáttuga gegn ákvörðunum sem þessum. „Það er alveg klárt að salan á Kambi kem- ur líka til með að hafa áhrif á alla þá sem hér starfa við verslun og þjón- ustu,“ segir hann. Tveir bátar, Kristján ÍS og Halli Eggerts verða nú að líkind- um seldir til félags sem Jakob Valgeir Flosason og Hraðfrystihúsið Gunnvör standa á bak við. Halla Eggerts fylgja 740 þorskígildistonna aflaheimildir. Um helmingur aflaheimilda Kambs er á þessum bátum. Enginn Flateyringur í Flateyrarhópi Bæjarstjórn og félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar skipaði á þriðjudag sérstakt teymi þriggja stofnana til þess að fara yfir stöðu mála á Flateyri eftir að tilkynnt var um sölu Kambs. Guðmundur Björgvinsson var skip- aður fulltrúi í teyminu. „Bæjarstjórinn óskaði eftir því við mig að ég tæki sæti í þessum hópi, sem þegar hefur fundað. Ég var aldrei boðaður á þennan fund og þó ætti nú að vera auðvelt að ná í mig,“ seg- ir Guðmundur. Hann segir að með þessu sé enginn Flateyringur í þess- um hópi. Guðmundur segir að megintil- gangur íbúasamtaka í Önundarfirði sé að passa að Önfirðingar verði ekki hornreka í sveitarstjórnarmálum, einkum eftir sameiningu Flateyrar og Ísafjarðarbæjar. Við erum smá Fiskvinnslufyrirtæki í öðrum landshlutum leita að fólki til vinnu, enda er skortur á vinnuafli í fisk- vinnslu. Fyrstu uppsagnirnar á Flateyri taka gildi þann 18. júní. Meirihluti þeirra sem starfa í landvinnslu hjá Kambi hafa eins mánaðar uppsagn- arfrest, eða um sextíu prósent. Guðmundur segir augljóst að erfitt verði fyrir fólk að flytjast landshorna á milli vegna þess að fasteignir fólks- ins séu nánast verðlausar. „Við erum ósköp smá í þessu samhengi. Hér mun fólki fækka alveg sama hvernig á málið er litið,“ segir Guðmundur. Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar óskaði í síðustu viku eftir fundi með öllum þingmönnum Norðvesturkjördæmis í þeim tilgangi að ræða atvinnumál í byggðarlaginu. Af þessum fundi hef- ur enn ekki orðið. Þingflokkar hafa fundað síðustu daga og búið sig undir sumarþing sem hófst með stefnuræð- um í gærkvöld. Endalok Flateyrar Hinrik Kristjánsson vinnur enn að því að selja línubátana Sigga Þorsteins og Steinunni ásamt þeim eignum fé- lagsins sem enn eru óseldar. Friðfinn- ur ÍS hefur þegar verið seldur til Dal- víkur. Í liðinni viku fundaði Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðs- félags Vestfirðinga, með starfsmönn- um Kambs og útskýrði réttindi þeirra. Nokkuð ber á ótta Flateyringa um framtíðina. Einhverjir hafa þegar ráð- ið sig í vinnu í Súðavík og annar stað- ar á svæðinu. Guðmundur óttast engu að síður að endalok Flateyrar nálgist, því að erfitt sé fyrir fólk að búa þar og vinna hinum megin við fjöllin. Allir starfsmenn fiskvinnslunnar Kambs á Flateyri hafa nú fengið uppsagnarbréf. Flest- ir hafa eins mánaðar uppsagnarfrest, en einhverjir hafa aðeins einnar viku frest. Guðmundur ���rg�insson hjá Íbúasamtökunum í Önundarfirði furðar sig á því að eng- inn Flateyringur sé í vinnuhóp um málefni Flateyrar. SiGtryGGur Ari jóhAnnSSon blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is ENDALOKIN NÁLGAST Siggi Þorsteins óseldur Enn er unnið að því að selja línuveiðarann sigga Þorsteins og aðrar eignir Kambs á flateyri sem enn eru óseldar. Hópur Bolvíkinga mun líkast til kaupa bátana Halla Eggerts og Kristján. starfsmenn Kambs fengu uppsagnarbréf á miðvikudag. sumir hafa þriggja mánaða uppsagnarfrest og aðrir allt niður í eina viku. Aflakóngar aflaháir smábátar hafa verið í eigu Kambs á flateyri. flestir hafa þegar verið seldir. Nýr ritstjóri hefur verið ráðinn á Blaðið. Trausti Hafliðason hefur rit- stýrt blaðinu síðan í desember. Það er Ólafur Þ. Stephensen sem tekur við ritstjórastólnum en hann hefur unnið á Morgunblaðinu síðan 1987 með stuttu hléi í kringum síðustu aldamót. Hann var orðinn aðstoðar- ritstjóri Morgunblaðsins þegar hann tók við ritstjórn Blaðsins. Það var tilkynnt um ritstjóraskipt- in í gær. Trausti Hafliðason vinn- ur við hlið Ólafs í júní auk þess sem hann er í viðræðum við stjórnendur Árvakurs um að taka að sér annað starf fyrir fyrirtækið. „Það er óráðið hvað ég geri næst,“ segir Trausti en framtíð hans innan Árvakurs er óljós enn sem komið er. Hann segist vona að ákvörðun stjórn- ar Árvakurs verði blaðinu til fram- dráttar. Að sögn Trausta lágu breyt- ingar í loftinu eftir að Árvakur keypti hlut Sigurðar G. Guðjónssonar í Ári og degi, útgáfufélagi Blaðsins. „Þetta kom ekki eins og þruma úr heiðskíru lofti,“ segir Trausti sem hlakkar til framtíðarinnar. Hann seg- ir aðstæðurnar bjóða upp á góð tæki- færi og bætir við að breytingar séu ávallt til góðs. „Mér líst ljómandi vel á nýja starf- ið,“ segir Ólafur Þ. Stephensen og bætir við að Blaðið sé gott blað og það hafi verið að batna og sækja í sig veðrið. Núna vill hann gera betur. Hann segir að nýjar áherslur í efnis- tökum Blaðsins verði gerðar í sam- vinnu við ritstjórn á blaðinu. Hann vill færa blaðið nær samfélaginu og beina sjónum að því sem skiptir fólk máli. Fyrir liggur að Blaðið flytji úr húsakynnum sínum, prentsmiðju- húsinu í Hádegismóum, inn í hús- næði Árvakurs sem hýsir einnig gamla vinnustað Ólafs, Morgunblað- ið. Að sögn Ólafs eru blöðin þegar farin að samnýta ljósmyndadeild Ár- vakurs. Ólafur segir slíkar hagræð- ingar ekki hafa áhrif á sjálfstæða rit- stjórnastefnu Blaðsins. „Mér líst vel á starfsfólkið og hlakka til að takast á við framtíðina,“ segir Ólafur. Lestur Blaðsins tók mikinn kipp í lestrarmælingu síðasta haust. Í yfir- lýsingu frá stjórn Árvakurs kom fram að takmarkið sé að Blaðið verði mest lesna fríblað á Íslandi. Aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins ritstýrir Blaðinu: Kom ekki eins og þruma úr heiðskíru lofti ólafur Þ. Stephensen nýr ritstjóri Blaðsins hyggst færa blaðið nær fólki og gera það að mest lesna fríblaði á íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.