Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2007, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2007, Blaðsíða 20
Sumir telja að nútíminn hafi riðið í hlað á Íslandi þegar Friðrik konungur VIII heimsótti þjóðina fyr- ir hundrað árum, sumarið 1907. Heimsóknarinnar verður minnst með ýmsum hætti á næstum vikum; byrjaði í gær þegar núverandi konungur, herra Ólaf- ur Ragnar Grímsson, opnaði sýningu á ljósmyndum frá konungskomunni í Þjóðarbókhlöðunni. Íslendingum hefur orðið heimsókn Friðriks VIII minnisstæð. Öðrum þræði stafar það af því að eng- inn hinna dönsku konunga okkar var þjóðinni jafn velviljaður og hann. Hitt skiptir ekki minna máli að landsmönnum fannst konungskoman á sinn hátt opinber viðurkenning á því að þeir væru þjóð með- al þjóða. Kapp var lagt á að hafa móttökurnar sem myndarlegastar svo Danir áttuðu sig á að Íslending- ar væru höfðingjar heim að sækja. Við værum ekki „skrælingjar í skinnbrókum“ eins og séra Ólafur Ól- afsson fríkirkjuprestur í Reykjavík komst að orði, en hann var í móttökunefndinni. Eins og títt er um fátækar smáþjóðir þjáðust Íslend- ingar af vanmetakennd í upphafi tuttugustu aldar. Það lýsti sér í upphafningu þess sem að utan kom og að sama skapi vanmati á annarri arfleifð en bókmenning- unni gömlu. Því miður nægði konungsheimsóknin ekki til að útrýma þessu viðhorfi. Næstu áratugina dund- aði þjóðin sér við að losa sig við flest það sem minnti á forna tíma og fátækt. Torfhúsin og timburhúsin gömlu urðu illa fyrir barðinu á þessu. Fyrir vikið er byggingar- arfleifð okkar nánast horfin sjónum. Maður skyldi ætla að nú þegar Íslendingar eru orðnir einhver ríkasta þjóð veraldar og njóta álits fyr- ir menningu sína, atvinnulíf og velferðarkerfi geti þeir látið vanmetakenndina lönd og leið. Samt skýtur hún alltaf upp kollinum öðru hverju í einni eða annarri mynd. Það er eins og við þurfum endalaust að sanna að við séum engir „skrælingjar í skinnbrókum“. En fyrir hverjum? Áreiðanlega ekki umheiminum. Fyrir sjálfum okkur? Ég er ekki talsmaður forsjárhyggju. Fólk á að fá að ráða sér sjálft og glíma við vandræðin ef það stofnar til þeirra. En ég viðurkenni að ég var feginn þegar ég heyrði í fréttum að einhverjir húmorslausir embættis- menn hefðu komið í veg fyrir að sveitarfélagið Höfða- hreppur tæki upp nafnið Kántrýbærinn Skagaströnd eins og vilji íbúanna í þessu ágæta byggðarlagi mun hafa staðið til. Nafnið Skagaströnd varð niðurstaðan. Það er ættað frá dönskum kaupmönnum sem fundu upp nafnið Skagestrand fyrr á öldum. Skagaströnd er svo sem ágætt heiti. En af hverju ekki áfram Höfðahreppur? Hreppur er eitt elsta hug- tak og stofnun íslensks þjóðfélags. Á sér lifandi sögu allt frá landnámsöld. Mér hefur þótt dapurlegt að fylgjast með því hvernig hreppsheitið hefur smám saman á undanförnum árum vikið fyrir nýjum nöfn- um sveitarfélaganna í landinu. Getur verið að orð- ið þyki púkalegt? Sjálfum þykir mér það sterkt og hljómmikið. Ekki spillir saga þess fyrir. Kúrekatónlistin sem Hallbjörn Hjartarson gerði fræga er út af fyrir sig skemmtilegur menningar- auki. En Höfðahreppsbúar eiga líka merkilega sögu og frábæra náttúru sem þeir þurfa sannarlega ekki að skammast sín fyrir. Með fullri virðingu fyrir Hall- birni og tónlist hans finnst mér að íbúarnir ættu ekk- ert síður að halda á lofti landnámsmönnum sínum, Hólmgöngu-Mána og Eilífi-Erni, sögunni af fjársjóði Þórdísar spákonu í Spákonufelli og hinni fornfrægu verslunarmenningu staðarins. Og umhverfinu sem heillað hefur aðkomumenn frá fornu fari eins og til dæmis má lesa um í ferðabók Ebenesers Hender- sen sem færði íbúum Höfðahrepps biblíur í byrjun nítjándu aldar. Síðast en ekki síst hefðu þeir gjarn- an mátt varðveita hreppsheitið gamla. En það er víst orðið of seint. Því miður. Þegar við kjósum fulltrúa okkar á Alþingi Íslendinga treystum við því jafnframt að þeir fari með þá fjármuni sem þeim er falin umsjón með, á þann hátt sem þjóðinni er fyrir bestu. Við treystum því að fulltrúar okkar taki ákvarðanir sem eru bestar fyrir þjóðarbúið og fyrir þjóðina alla. Það er því lágmarkskrafa að stjórnmálamenn, og ekki síst ráðherr- ar, taki ákvarðanir á grundvelli þess sem hentar þjóðinni best. Ákvarð- anir eiga ekki að byggjast á því sem hentar stjórnmálamanninum sjálf- um og hans pólitísku framtíð - aldrei. Í úttekt í DV í dag kemur fram að Kristján Möller, nýr samgöngu- ráðherra, hafi lýst því yfir við Hannes Kristmundsson garðyrkjubónda, sem farið hefur fyrir þrýstihópi þeirra sem vilja tvöföldun Suðurlands- vegar strax, í samtali þeirra í fyrradag að ekki kæmi annað til greina en að tvöfalda Suðurlandsveginn - og það strax. Ekki náðist í samgöngu- ráðherra við vinnslu fréttarinnar til að fá þetta staðfest en engin ástæða er til að efast um orð Hannesar. Þetta eru mikil vonbrigði. Þegar Kristján Möller tók við lyklunum að samgönguráðuneytinu úr höndum Sturlu Böðvarssonar, sagðist hann ætla að fara að einu og öllu að þeirri samgönguáætlun sem gildir næstu tólf árin og Vegagerðin vinnur eftir. Í henni er gert ráð fyrir því að Suð- urlandsvegur verði breikkaður og akstursstefnur aðskildar. Vegagerðin vinnur út frá því að það verði gert samkvæmt svokallaðri 2+1 útfærslu sem gefið hefur mjög góða raun í Svíþjóð og víðar. Sérfræðingar Vega- gerðarinnar hafa ítrekað bent á að litlar sem engar röksemdir liggi fyr- ir því að tvöföldun sé skynsamari en 2+1 útfærslan. Þar liggja fyrst og fremst tilfinningalegar ástæður að baki. Á síðasta ári létust 31 í umferðarslysum á landinu, þar af týndu átta börn og ungmenni lífi. Í lok síðasta árs varð hræðilegt slys á Suður- landsvegi þar sem karlmaður á þrítugsaldri og fimm ára stúlka biðu bana. Eftir hið hörmulega slys urðu um það miklar umræður í þjóðfé- laginu hve nauðsynlegt væri að tvöfalda Suðurlandsveg - engar mála- myndanir, svo sem 2+1 útfærsla, væru ásættanlegar. Þáverandi sam- gönguráðherra fól þá Vegagerðinni að kanna útfærslu tvöfalds vegar en Vegagerðin hafði fram til þessa unnið að 2+1 útfærslu, líkt og gert er ráð fyrir í samgönguáætlun. Í skýrslum Vegagerðarinnar kemur fram að banaslysum fækkar jafn- mikið á svokölluðum 2+1 vegi og tvöföldum (2+2). 2+1 vegur er útfærð- ur þannig að tvær akreinar liggja í aðra akstursstefnu en ein í hina og víxlast þær með reglulegu millibili þannig að bílar úr gagnstæðri átt geta aldrei skollið saman. Kostnaður við lagningu 2+1 vegar er hins vegar tvisvar til þrisvar sinnum minni en lagning tvöfalds vegar, en það fer eftir útfærslu tvöföldunarinnar. Það er því hægt að leggja þrefalt lengri vegarkafla með 2+1 útfærslu en 2+2. Það þýðir þrefalt lengri ör- uggur vegur fyrir þá upphæð sem verja á til verksins. Flest banaslys verða í um 50 kílómetra radíus frá Reykjavík. Væri ekki nær að tryggja öryggi vegfaranda á því svæði hið fyrsta með því að ráðast í breikkun þjóðvegar 1 upp í Borgarnes og til Selfoss með 2+1 út- færslu í stað þess að tvöfalda hálfa leiðina til Selfoss og bíða með rest- ina þar til fjárveiting verður möguleg? Auðvitað yrði það ekki vinsæl ákvörðun samgönguráðherra að ráð- ast í 2+1 útfærslu hjá þeim sem barist hafa fyrir tvöföldun. En ber Kristj- áni Möller ekki skylda að tryggja öryggi sem flestra í umferðinni á sem stystum tíma þó svo að hann nældi eflaust í nokkur atkvæði á Suður- landi fyrir flokkinn sinn á næsta kjörtímabili ef hann léti tvöfalda Suð- urlandsbraut? Hvar liggja hagsmunirnir? Sigríður Dögg Auðunsdóttir föstudagur 1. júní 200720 Umræða DV Pólitík og ákvarðanir Útgáfufélag: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. Stjórnarformaður: Hreinn loftsson framkVæmDaStjóri: Hjálmar Blöndal ritStjóri og áByrgðarmaður: Sigurjón m. Egilsson fulltrÚi ritStjóra: janus Sigurjónsson Umbrot: dV. Prentvinnsla: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: Árvakur. dV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. fréttaStjóri: Brynjólfur Þór guðmundsson aðStoðarritjóri: Sigríður Dögg auðunsdóttir auglýSingaStjóri: auður Húnfjörð nútíminn heilsar á Skagaströnd Ungliðarnir urra Flokksmenn í ungliðahreyfingu Samfylkingarinnar eru ekki á eitt sáttir við ákvörð- un Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur að velja Lúðvík Berg- vinsson sem þingflokksfor- mann. Unglið- arnir hafa lýst yfir vonbrigð- um með að fyrst hafi verið gengið fram hjá Ágústi Ólafi Ágústssyni og Katrínu Júlíusdóttur í val á ráð- herrum og því næst sé Lúðvík val- inn í þingflokksformennsku þrátt fyrir að hafa tapað í varaformanns- kjöri, sveitastjórnarkosningu og prófkjörum. Klappið Ritstjóraskipti urðu á Blaðinu í gær sem flyst á næstunni úr prent- smiðjuhúsi Morgunblaðsins í höfuðstöðvarnar sem sumir hafa kallað loftvarna- byrgið vegna útlits þess. Í gærmorgun var tilkynnt að Trausti Haf- liðason rit- stjóri viki og Ólafur Steph- ensen tæki við af honum og var mörgum starfsmönnum var brugðið. Að lokum var þó hvatt til þess að klappað yrði fyrir Trausta fráfarandi ritstjóra en athygli vakti að ekkert var klappað fyrir Ólafi. Rót á starfsmönnum Nú velta menn fyrir sér hvað verði um starfsmenn Blaðsins. Ljóst er að flutningur- inn yfir í Morg- unblaðshúsið leggst misjafn- lega í fólk og óvissan um hvað framtíð- in ber í skauti sér er ekki upp- örvandi fyrir fólk sem hefur sumt hvert gengið í gegnum margar miklar breytingar á Blaðinu á skömmum tíma. Loks spyrja menn hvað Kolbrún Berg- þórsdóttir menningarblaðamaður gerir en hún hefur verið einn harð- asti gagnrýndi Morgunblaðsins í fjölmiðlapistlum sínum. Sandkorn Dugguvogi 12 - 104 Reykjavík - S: 517 7040 - www.hobbyhusid.is Opnunartími: mán-föst 10.00-18.00, laugard 13.00-17.00, sunnud 13.00-16.00 Mikið úRval af hjólhýSuM verð frá 1.690.000 og húsbílar verð frá 4.990.000 Skoðaðu úrvalið hjá okkur. GUÐMUNDUR MAGNÚSSoN sagnfræðingur skrifar „Ég viðurkenni að ég var feginn þegar ég heyrði í fréttum að einhverjir húmors- lausir embættismenn hefðu komið í veg fyrir að sveitarfélagið Höfða- hreppur tæki upp nafnið Kántrýbær- inn Skagaströnd.“ HUGLEIKUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.