Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2007, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2007, Blaðsíða 50
Tr yg g va g a ta Tr yg g va g a ta föstudagur 1. júní 200750 Helgarblað DV Föstudagur Laugardagur Magni og Stebbi HilMarS Á móti sól halda uppi stuðinu á Players á föstudag og Magni sjálfur rokkar einsog honum einum er lagið. Á laugardeginum er það svo ein heitasta poppsveit allra tíma á Íslandi, Sálin hans Jóns míns sem mætir á sviðið og massar stemninguna. Stebbi er svo sætur að stelpurnar verða alveg villtar og trylltar úr gleði þegar poppprins landsins þenur raddböndin. DelUXe Á PriKinU Dj Danni Deluxe sem er algjör glanni og þokkalega nettur gaur ætlar að þeyta skífum og fækka fötum á heimavelli sínum á Prikinu í kvöld. Danni er með heitari köppum landsins og má því búast við gríðar- lega mikilli stemningu á Prikinu þar sem fólk skellir sér upp á borð og dillir á sér bossan- um. ef þú fílar Prikið þá fílaru Mr.Deluxe! DJ Jói Á oliver Dj Jói spói er partýdýr að handan og veit hvað virkar fyrir fólk sem vill dansa. Dj Jói ætlar að dreifa gleðinni um dansgólfið með mögnuðum hljómum og geðveikri útgeislun svo takið með ykkur dansskóna og skiljið þykku fötin eftir heima því það verður sveitt stuð á dansgólfinu á oliver í kvöld. tryggvi trúbbi og anDri raMireS trúbadorinn tryggvi mætir klukkan tíu og syngur og trallar einsog honum einum er lagið. Þegar hann er sov hættur að spila og farinn í sleik mætir hinn suðræni og seiðandi DJ andri ramires og hressasta fólkið í bænum dansar fram á morgun á Hressó 90‘S Partý Á naSa Fyrsta partý sumarsins verður haldið á nasa í kvöld. Þau Kiki-ow og Curver ætla að spila frábæra 90‘s slagara og dansa með neonljós. ef þú ert heppinn geturðu hlaupið niðrí Spúútnik og náð þér í miða núna því uppselt var í 90‘s partýið síðast og þarsíðast. Þú ert samt ekki 90‘s nema mæta í rétta dressinu svo dragðu fram neon gallan og rifnu gallabuxurnar og skelltu þér í reif partý SJóMannaDagSHÁtÍð Það er stórkostleg sjómannadagshátíð á broadway á laugardaginn. Hinn síkáti Örn Árnason er veislustjóri kvöldsins og hljómsveitin brimkló spilar fyrir dansi. Það er stórglæsilegur hátíðarmatseðill í tilefni dagsins og dagskráin er ein sú glæsilegast sem sést hefur. ef þú átt alveg níu vini geturðu líka hóað í þá og splæst í tilboðsseðilinn sem er ekki af verri endanum. anDrea Á Dillon Á Dillon ætlar andrea „tina turner hvað?“ Jónsdóttir að sýna gestum hvernig á að halda uppi almennilegu stuði í bangkok norðursins í byrjun sumars. Frúin lítur kannski út fyrir að vera hið vænsta skinn en tónlistarspil- un hennar sannar hið fornkveðna að oft er rokk undir rólegu skinni. DJ KÁri Á barnUM DJ Kári sér um tónlistina á efri hæðinni og gerir bara eina kröfu: að fólk hreyfi skankana eins og það sé enginn morgundagur. Þeir sem ekki gera það eiga það á hættu að vera vísað út af staðnum. Á neðri hæðinni spilar Peter Parker og það verður engin venjuleg tónlist sem hann mun bjóða upp á. Þeir sem ekki munu klifra upp um veggi og loft sökum sveppatripps eða skordýraeitursniffs munu gera það vegna spilamennsku PP. DJ JbK Á oliver DJ JbK þeytir skífum og jafnvel einhverju fleiru á oliver. ef það, auk þeirrar staðreyndar að það eru mánaðamót og sumarið loksins búið að stimpla sinn, er ekki nógu góð ástæða til að mæta svæðið þá er félagsvist hjá Samtökum íslenskra gyllinæðarsjúklinga sama kvöld hugsanlega staðurinn fyrir þig. laDyCatS og anDri Á PriKinU ladycats sér um að hita upp mannskapinn og segir nafnið allt segja þarf um lostafulla stemn- inguna sem mun fylla vit gesta. andri Dv tekur við eftir forleik kisulóranna og má því búast við ógleymanlegu klæmaxi á Prikinu að þessu sinni. PUbliC og DJ Maggi Á HreSSó Dúettinnn Public spilar framan af kvöldi og má enginn missa af því. ef þú ert hins vegar það mis að missa samt af públiknum, vertu þá viss um að vera mætt(ur) þegar DJ Maggi tekur við stjórninni. Hann er það fær að hann gæti hresst við mann með snöru um hálsinn og byssuhlaup í hægra munnvikinu. atóMStÖðin Á barnUM Partýið byrjar snemma á barnum í kvöld en hljóm- sveitin atómstöðin mætir á svæðið klukkan tíu og verður með þétta og netta tónleika. að þeim loknum verða Kalli og gunni ewok með mega partý og stuð á neðri hæð barsins á meðan hinnar skuggalega seiðandi DJ.ladycats systur þeyta skífum á efri hæðinni. Það er þokkalega þétt þrenna sem sér um að fólkið streymi inn á barinn og vilji aldrei fara út aftur. bMv aKa brynJar MÁr brynjar Már er mega knár svo er hann líka klár og verður aldrei sár. Þess vegna ætlar hann að djamma með öllum sem kunna að djúsa á sólon í kvöld. brynjar Már er ekki bara plötusnúður heldur er hann líka einn heitasti tónlistarmaður landsins og eftir að hann hætti í hljómveitinni Snooze hefur hann hafið sólóferil undir nafninu bMv. ef þú ert næs splæsir hann kanski á þig einu frumsömdu lagi. brynJar MÁr og riKKi g. Sólon ef tónarnir sem berast munu frá Prikinu á laugardagskvöldið verða ekki nóg til að hrista upp í bankastrætinu á laugardags- köldið, þá ætti skífuþeytingur brynjars Más og rikka g. á Sólon að leggja allþung lóð á hnakkaskálarnar hvað það varðar. Fyrr mun frjósa í helvíti um hásumar en að þeir félagar valdi skemmtanaþyrstum Frónbúum vonbrigðum. DelUXe Á vegaMótUM Danni Deluxe mun vísa fólki veginn í vandrötuðum heimi tónlistarinnar á vegamótum á laugardagskvöldið. orðið á götunni segir að drengurinn hafi sjaldan - ef nokkurn tímann - verið jafn vel undirbúinn fyrir átökin. Þeir sem eru í átthagafjötrum eru hvattir sérstaklega til að mæta, nema þau sem voru í hljómsveitinni 8-villt. Diva De la róSa Það er alltaf hressandi stemning inni á Qbar og allir eru hýrir á brá með bros á vör. Það er engin önnur en fröken Diva De la rósa sem sér um það að skemmta partýþyrstum gestum á dansgólfinu fram á rauða nótt. Hún er Diva en hún er líka ein sú hressasta í bransanum svo það er staðfest stuð á Qbar í kvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.