Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2007, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2007, Blaðsíða 6
föstudagur 1. júní 20076 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Taldi sig hafa týnt dópinu Ökumaður bíls varð mjög hissa þegar lögreglan á Akra- nesi fann um fimmtíu grömm af fíkniefnum í bíl hans í fyrrakvöld. Hann kannaðist reyndar við að eiga efnin en hélt að hann hefði misst þau niður um gat í gólfi bíls- ins við handbremsuna. Hann hélt því að efnin væru glötuð, allt þar til lögreglan fann þau í bíl hans. Maðurinn fékk þó ekki notið fíkniefnanna því lögreglan lagði hald á þau og handtók manninn sem var undir áhrifum fíkniefna. Fíkniefnaprófun benti til að hann hefði neytt amfetamíns, metam- fetamíns, ópíumefna og kannabis. Yfirbyggingin fauk af bílnum Yfirbygging fauk af pallbíl í í miklu hvassviðri í Reyn- ishverfi, vestan við Vík, um áttaleytið í gærmorgun. Yfirbyggingin er mikið skemmd og líklega alveg ónýt en engin slys urðu á fólki. Mikið hvassviðri var vestan við Vík í gærmorgun og talið er að snörp vindhviða hafi feykt yfirbyggingunni af bíln- um. Bíllinn var á ferð en ekki er talið að óhappið sé öku- manninum að kenna. Lög- reglan á Hvolsvelli aðstoðaði ökumanninn eftir óhappið til að frekari slys kæmu ekki til. Grunur um íkveikju í skóla Eldur kviknaði í timbur- og ruslahrúgu við nýbyggingu við Ölduselsskóla í gærmorgun. Töluverður eldur kviknaði en ekki er vitað hvort reykur hafi farið inn í skólann eða hvort einhverjar skemmdir hafi orðið. Upptök eldsins eru ókunn en að sögn slökkviliðsins á höfuðborg- arsvæðinu er hugsanlega um íkveikju að ræða. Alþingi Íslendinga var sett í 134. sinn í gær í blíðskapar veðri. Forseti Íslands setti þingið og talaði hann um áhuga forystumanna í fremstu háskólum Ameríku á háskóla- byggðinni í herstöðinni. Forsætisráðherra horfði bjartsýnn til nýs kjörtímabils. ÞRAMMAÐ Á ÞING Alþingi Íslendinga var sett í gær og hófst athöfnin með guðþjónustu í Dómkirkjunni venju samkvæmt. For- seti Íslands, ráðherrar og alþingis- menn gengu til guðþjónustunnar frá Alþingishúsinu þar sem séra Jakob Ágúst Hjálmarsson dómkirkjuprestur predikaði og þjónaði fyrir altari ásamt biskupi Íslands, Karli Sigurbjörnssyni. Að guðþjónustunni lokinni gengu forsetinn og alþingismenn til Alþingis inn um aðaldyr skálans í fyrsta sinn en hátíðarinngangur Alþingishússins var lokaður vegna viðgerða á húsinu. Áhugi Ameríku á háskólabyggð í herstöðinni Ólafur Ragnar Grímsson forseti setti þetta 134. löggjafarþing Íslend- inga. Í ræðu sinni talaði forsetinn um einstaka kosningaþáttöku sem bæri vitni um sterka lýðræðishefð. Þar væri Ísland í sérflokki því víða á Vesturlöndum bæri við hnignun í þeim efnum. Þá talaði forsetinn um ótvíræða framför fjölmiðla sem fram hefði komið í kosningunum þar sem margradda umræða hefði verið í sér- hverjum miðli. Þar hafi öllum flokk- um gefist fjölmörg tækifæri til þess að koma boðskap sínum til skila. Fjöl- miðlaumfjöllunina segir hann fram- för frá þeim árum þegar flokksmáls- gögnin þrengdu að og umræðuþættir voru fáir. Forsetinn óskaði þingmönnum til hamingju með traustið sem þjóð- in hefði sýnt þeim og mikilvægi þess að nýta umboð þjóðarinnar vel. Hann minntist á óvenju fjölmennan nýliða- hóp. Hann talaði um að í ríkari mæli væru mál afgreidd með samkomulagi allra flokka þrátt fyrir víglínu stjórnar og stjórnarandstöðu sem ávallt setti svip sinn á þingið. „Við höfum á liðn- um vetri orðið vitni að því að ágrein- ingur sem klauf þjóðina í áratugi gufaði upp og í staðinn kom víðtæk samvinna við að breyta gamalli her- stöð í háskólabyggð.“ Ólafur sagði að ríkur áhugi forystumanna í fremstu háskólum Ameríku um að gerast þátttakendur í því að þróa háskóla- byggð í herstöðinni hefði komið fram í viðræðum hans við þá. Þingmennska mikils metin Geir H. Haarde flutti stefnuræðu forsætisráðherra í gærkvöldi. Geir hóf ræðu sína á því að þakka þingmönnum fyrir drengilega og málefnalega kosn- ingabaráttu. Þá óskaði hann nýkjörn- um þingmönnum til hamingju með kjörið og bauð þá velkomna. „Þetta sýnir að Alþingi er eftirsóknarverður vinnustaður og að þau störf sem hér eru unnin í þágu lands og þjóðar eru mikils metin, þvert á það sem stund- um er haldið fram. Það er fagnaðar- efni.“ Geir sagði úrslit kosninganna hafa borið með sér að öflugasta rík- istjórnin yrði sú sem tók við völdum fyrir viku síðan. Hann þakkaði fyrrver- andi samstarfsmönnum í Framsókn- arflokknum fyrir ánægjulegt samstarf á undanförnum árum. Geir sagði stjórnarflokkana hafa einsett sér að mynda frjálslynda um- bótastjórn. Því næst fór forsætisráð- herra yfir stefnu ríkisstjórnarinnar og þau markmið sem hún hefði að leiðar- ljósi á kjörtímabilinu. Að lokum sagð- ist Geir horfa björtum augum til þess kjörtímabilsins sem væri að hefjast og sagðist telja það fela í sér mikil tækifæri til þess að gera gott samfélag betra. Formenn fastanefnda Þingmenn Samfylkingar og Sjálf- stæðisflokks samþykktu á fundum sínum í gærmorgun tillögur um for- menn fastanefnda á vegum flokk- anna, var svo kosið um tillögurnar eftir setningu Alþingis í gær. Birgir Ár- mannsson verður formaður allsherj- arnefndar, Guðbjartur Hannesson verður formaður félags- og trygginga- nefndar, Gunnar Svavarsson formað- ur fjárlaganefndar, Ásta Möller for- maður heilbrigðisnefndar, Katrín Júlíusdóttir formaður iðnaðarnefnd- ar, Sigurður Kári Kristjánsson for- maður menntamálanefndar, Stein- unn Valdís Óskarsdóttir formaður samgöngunefndar, Helgi Hjörvar for- maður umhverfisnefndar og Bjarni Benediktsson formaður utanríkis- málanefndar. Ekki verður kosið í þrjár nefndir fyrr en frumvarp um breytingu á þingsköp- un hefur verið afgreitt. Til formennsku í efnahags- og skattanefnd hefur Pét- ur Blöndal verið tilnefndur, Arnbjörg Sveinsdóttir er tilnefnd til formennsku í sjávarútvegsnefnd og Ágúst Ólafur Ágústsson hefur verið tilnefndur til formennsku í viðskiptanefnd. Hjördís rut sigurjónsdóttir blaðamaður skrifar: hrs@dv.is Alþingi sett sólin heiðraði forseta og þingmenn með nærveru sinni þegar alþingi var sett í 134. sinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.