Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2007, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2007, Blaðsíða 36
FÖSTudagur 1. júní 200736 Sport DV Það vantaði ekki fjörið á nýliðnu tímabili í ensku úrvalsdeildinni og nú er kjörið tækifæri til að rifja upp það helsta sem gerðist síðasta vetur. DV Sport tók saman það besta og versta sem gerðist í enska boltan- um. UPPGJÖR FYRIR ENSKA BOLTANN UMMÆLI TÍMABILSINS: Eggert Magnússon, eigandi West Ham: „alan Pardew hefur allan okkar stuðning og traust,“ sagði Eggert þremur vikum áður en hann rak Pardew. LEIKUR TÍMABILSINS: West Ham - Tottenham 3-4. ÓVÆNTASTA FRAMMISTAÐA TÍMABILSINS: Nemanja Vidic, Manchester united: Eftir að hafa verið harðlega gagnrýndur á sínu fyrsta tímabili er hann nú talinn meðal bestu varnarmanna deildarinnar. FALLEGASTA MARK TÍMABILSINS SEM EKKI VAR KOSIÐ MARK MÁNAÐARINS: Thierry Henry, arsenal: Frábært mark sem hann skoraði gegn Blackburn í janúar eftir samspil við Cesc Fabregas. VONBRIGÐI TÍMABILSINS: Sá ótrúlegi fjöldi marktæki- færa sem voru tekin af sóknarliðum þegar ranglega voru dæmdar rangstöður. Listinn er nánast ótæmandi. DÝFA TÍMABILSINS: Didier Zakora, Totten- ham: í leik gegn Portsmouth í október. BESTU UMMÆLI JOSES MOURINHO Á TÍMABILINU: „Ég vissi það allan tímann að einn daginn yrðum við ekki meistarar,“ sagði Mourinho í lok tímabilsins. SLAGSMÁL TÍMABILSINS: Handalögmál leikmanna Chelsea og Arsenal í úrslitaleik deildabikarsins. FLOPP TÍMABILSINS: Khalid Boulahrouz, Chelsea: Svo slakur að jose Mourinho vildi frekar nota Michael Essien í vörninni. ÞRENNA TÍMABILSINS: Peter Crouch, Liverpool: náði fullkominni þrennu gegn arsenal. Skoraði með báðum fótum og með skalla. FERÐALANGUR TÍMABILSINS: Craig Bellamy, Liverpool: Breytti æfingaferð Liverpool til Portúgal í golfæfingu. MEIÐSLI TÍMABILSINS: Tim Cahill, Everton: Meiddist í viðskiptum við Lee Carsley, samherja sinn, í leik gegn aston Villa. MEIÐSLAPÉSI TÍMABILSINS: Louis Saha, Manchester united: Meiddist á hné í janúar, á kálfa í febrúar og aftan í læri mánuði síðar. MESTU FRAMFARIR Á TÍMABILINU: Patrice Evra, Manchester united: Var aðhlátursefni á sínu fyrsta tímabili en var á nýliðnu tímabili besti vinstri bakvörður deildarinnar. PENINGAMASKÍNA TÍMABILSINS: Alan Pardew: Fékk tvær milljónir punda í starfslokasamning þegar honum var sagt upp hjá West Ham og svo fjórar milljónir punda þegar hann var ráðinn til Charlton í sömu viku. MISNOTKUN TÍMABILSINS: Arsenal: Leikmenn arsenal náðu ekki að skora úr einu af 29 færum sínum gegn West Ham. arsenal tapaði 0-1. ATVIK TÍMABILSINS: John O‘Shea þegar hann skoraði fyrir framan The Kop undir blálokin. MARKVARSLA TÍMABILSINS: Jussi Jaaskelainen, Bolton: Varði skot frá gary Cahill, leikmanni aston Villa, í desember. VERSLUNARLEIÐANG- UR TÍMABILSINS: Glen Johnson: Sektaður um 80 pund fyrir að reyna að ræna klósettsetum úr versluninni B&Q. LÉLEGASTA RÁÐN- ING TÍMABILSINS: Les Reed til Charlton. LÉLEGUSTU LEIKMENN TÍMABILSINS: Aleksand- er Hleb hjá arsenal og Titus Bramble hjá newcastle deila þessari nafnbót. FÓLSKUBROT TÍMA- BILSINS: Líkamsárás Bens Thatcher á Pedro Mendes. dermot gallagher ákvað að lyfta gula spjaldinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.